Sport

Var næstum því dáinn í sigurskrúðgöngunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dauer er gangandi kraftaverk.
Dauer er gangandi kraftaverk. vísir/getty
Það þykir ævintýri líkast að einn af þjálfurum hafnaboltameistara Houston Astros sé á lífi.

Sá heitir Rich Dauer en daginn fyrir sigurskrúðgönguna hjá Astros datt hann með þeim afleiðingum að hann rak höfuðið fast í stein. Hann harkaði af sér og mætti í skrúðgöngunni. Skiljanlega þar sem hann fékk ekki einu sinni hausverk eftir fallið.

Er komið var í skrúðgönguna þá fór honum að líða illa. Honum hrakaði hratt og þegar komið var með hann á spítala voru lífsmörkin lítil og varð að fara með hann í bráðaaðgerð. Það hafði blætt inn á heila og læknar sögðu aðstandendum að ástandið væri svo slæmt að aðeins væru þrjú prósent líkur á því að hann myndi lifa af.

Daur fór í þriggja tíma aðgerð og féll í dá. Sagt var að hann væri nánast heiladauður. Ef hann myndi vakna þá væri von á því versta.

Skemmst er frá því að segja að hann náði ótrúlegum bata. Hann var farinn að anda sjálfur eftir þrjá daga og útskrifaður af spítala eftir um tíu daga dvöl. Dauer segir að sér líði vel og það sé ekkert að heilanum. Læknar tala um kraftaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×