Börn notuð sem skiptimynt Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 07:02 Árásir á börn hafa stóraukist. Vísir/Getty Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segist óttast að veik börn, sem bíða þess nú að verða flutt frá stríðshrjáðu hverfi í Damaskus í Sýrlandi, séu notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Jan Egeland, sérstakur erindreki í málefnum Sýrlands, telur að uppreisnarmenn hafi fallist á að láta menn hliðholla stjórnarhernum, sem verið hafa í haldi uppreisnarmanna úr haldi, í skiptum fyrir að koma börnunum undir læknishendur. Tólf börn voru flutt úr hverfinu í gær auk fjögurra í fyrradag og búist er við að þrettán fái að fara í dag. Um fjögurhundruð þúsund manns búa í austurhluta Ghouta, sem er hverfi í miðborg Damaskus sem búið er að sprengja aftur á steinöld eftir fjögurra ára umsátur.Algjört skeytingarleysi Talið er að tólf prósent barna sem þar búa glími við alvarlega vannæringu. UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að árásir á börn hafi stóraukist í stríðsátökum síðustu missera samanborið við síðustu áratugi og hafi nú náð skelfilegum nýjum hæðum. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að algert skeytingarleysi í garð barna ríki hjá hinum ýmsu stríðsaðilum víða um heim og að alþjóðalög sem verja eigi börn á stríðstímum séu að engu höfð. Framkvæmdastjóri Unicef, Manuel Fontaine, sagði í ræðu í gær að ráðist sé á börn á heimilum þeirra, í skólum og á leikvöllum. Um leið og hann fordæmdi þessa þróun ákallaði deiluaðila um allan heim og sagði að grimmd í garð barna megi aldrei taka sem eðlilegum eða gefnum hlut. Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Háttsettur embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segist óttast að veik börn, sem bíða þess nú að verða flutt frá stríðshrjáðu hverfi í Damaskus í Sýrlandi, séu notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Jan Egeland, sérstakur erindreki í málefnum Sýrlands, telur að uppreisnarmenn hafi fallist á að láta menn hliðholla stjórnarhernum, sem verið hafa í haldi uppreisnarmanna úr haldi, í skiptum fyrir að koma börnunum undir læknishendur. Tólf börn voru flutt úr hverfinu í gær auk fjögurra í fyrradag og búist er við að þrettán fái að fara í dag. Um fjögurhundruð þúsund manns búa í austurhluta Ghouta, sem er hverfi í miðborg Damaskus sem búið er að sprengja aftur á steinöld eftir fjögurra ára umsátur.Algjört skeytingarleysi Talið er að tólf prósent barna sem þar búa glími við alvarlega vannæringu. UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að árásir á börn hafi stóraukist í stríðsátökum síðustu missera samanborið við síðustu áratugi og hafi nú náð skelfilegum nýjum hæðum. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að algert skeytingarleysi í garð barna ríki hjá hinum ýmsu stríðsaðilum víða um heim og að alþjóðalög sem verja eigi börn á stríðstímum séu að engu höfð. Framkvæmdastjóri Unicef, Manuel Fontaine, sagði í ræðu í gær að ráðist sé á börn á heimilum þeirra, í skólum og á leikvöllum. Um leið og hann fordæmdi þessa þróun ákallaði deiluaðila um allan heim og sagði að grimmd í garð barna megi aldrei taka sem eðlilegum eða gefnum hlut.
Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira