Í klóm spillingar: Ákall um hjálp Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 28. desember 2017 12:30 Hvert getur sá leitað sem verður fyrir brotum stjórnvalda og dómstóla? Hvað er hægt að gera þegar æðstu menn stjórnkerfisins taka sig saman um að brjóta lög á almenningi? Hvaða kosti eiga einstaklingar í þeirri stöðu og til hvað varna geta þeir gripið? Við höfum öll horft á bíómyndir um ofsóknir og spillingu á æðstu stöðum og sumar þeirra sannsögulegar. Sjálf hef ég séð ófáar slíkar myndir og, þangað til fyrir nokkrum árum, var ég sæl í þeirri trú að svona lagað gerðist ekki á Íslandi. En svo lenti ég í þessu. Það eina sem er ólíkt með bíómyndunum og því sem ég hef upplifað er það að ég hef ekki lent í bílaeltingarleik eða byssubardaga – svo til flest annað sem ber þessar myndir uppi, er til staðar. Annað er að þetta hefur tekið mun lengri tíma en í bíómyndunum og spillingin er sennilega mun víðtækari.Um hvað snýst málið? Málið snýst um grundvöll réttarríkisins. #1 Málið snýst um hvort lög og reglur á Íslandi gildi, hvort lög og reglur gildi fyrir alla, eða hvort lög og reglur á Íslandi gildi bara ef það hentar (fjársterkum) áhrifaaðilum. #2 Málið snýst um hvort refsa megi fólki án þess að sekt þess sé sönnuð. #3 Málið snýst um hvort refsa megi fólki fyrir afbrot annarra. #4 Málið snýst um hvort svipta megi fólk eigum sínum fyrir engar eða ósannaðar sakir. #5 Málið snýst um hvort dómstólum beri að dæma samkvæmt lögum. #6 Málið snýst um hvort (fjársterkir) áhrifaaðilar geti látið setja afturvirk lög til að breiða yfir afbrot sín #7 Málið snýst um hverja stjórnmálamamenn og dómarar eru að vinna fyrir. #8 Málið snýst um stjórnkerfi sem er á fullu við að breiða yfir eigin mistök og spillingu. #9 Málið snýst um að ég er ekki tilbúin til að láta fórna mér á altari spillingar fyrir fjármálaöflin í landinu. #10 Málið snýst um réttinn til að vera saklaus uns sekt er sönnuð.Grundvöllur réttarríkisins er brostinnLög og reglur eru meðal annars sett í þeim tilgangi að vernda almenning fyrir valdbeitingu í krafti valda eða fjármuna. Það er t.d. í þeim tilgangi sem við höfum lög sem fjalla um samningsrétt og neytendarétt. Lögin sem vernda almenning eru svo sannarlega fyrir hendi, en fólkið sem „við“ höfum treyst til að framfylgja lögunum og dæma eftir þeim er annað hvort ekki starfi sínu vaxið eða með mjög einbeittann brotavilja. Við vitum öll að til að samningur sé samningur þurfa báðir aðilar vera sammála um hann. Hann má ekki hafa verið gerður undir nauðung þar sem annar aðilinn beitir aflsmunum sínum til að fá neytanda til að skrifa undir eitthvað sem honum er óhagstættt. Til að vernda neytendur enn frekar þá stendur í lögum um neytendarétt að BANNAÐ sé að breyta samningi eftir undirritun, neytenda í óhag og þar stendur einnig að sé eitthvað ólögmætt atriði í þegar undirrituðum samningi, skuli víkja því ákvæði burt en samningurinn standa að öðru leiti. Þetta er ekki eitthvað sem stjórnvöld eða dómarar hafa leyfi til að líta framhjá, jafnvel þó þau þurfi að bjarga eigin klúðri og/eða forða afbrotamönnum frá lögsóknum. En það er samt nákvæmlega það sem stjórnvöld og dómarar gerðu þegar í ljós kom að gengistrygging lána væri ólögmæt. Stjórnvöld og dómstólar tóku sig saman og ákváðu að láta fórnarlömb afbrotana taka á sig sökina fyrir glæpinn og ekki nóg með það, heldur bjuggu þau þannig um hnútana að æ síðan hafa fórnarlömb glæpsins þurft að borga afbrotamönnunum bætur fyrir að hafa látið þá brjóta á sér(!) Um leið og stjórnmálamenn og dómarar lögðu af stað í þessa vegferð kippti þau í raun grundvellinum undan réttarríkinu og sviptu fjölda fólks lög- og stjórnarskrárbundnum réttindum sínum.Brot dómstólaÍ málum er varða gengislán eru dómarar gerendur og hver sem er getur séð það í hendi sér að fórnalamb nauðgunar getur ekki búist við réttlátri dómsmeðferð þegar gerandinn á að dæma í málinu. Það sama á við hér. Þetta er svo fáránlegur veruleiki að búa við að það tekur engu tali, en um leið er þetta eitt af því sem ekki má segja upphátt því dómstólar eiga að vera hafnir yfir allan vafa; þeir eiga að dæma að lögum og líta framhjá hagsmunum eða hagsmunatengslum í öllum málum. Það getur vel verið að dómstólar séu algjörlega hafnir yfir allan vafa í öðrum málum, en í málum sem snerta gengislánin gengu þeir í lið með stjórnvöldum og fjármálaöflunum og hafa verið á harðahlaupum við að breiða yfir misgjörðir sínar síðan. Það er nefnilega þannig að þegar þú byrjar að fella dóma í andstöðu við lög verðurðu fljótlega „tvísaga“ og í mótsögn við sjálfan þig í dómum þínum, því lýgi vefur alltaf upp á sig og kalla á meiri lygi. Dómarar tóku meðvitaða ákvörðun árið 2010 um að hunsa neytendaréttinn; rétt sem svo „helgur“ að enginn annar dómstóll í Evrópu gefur nokkurn afslátt á honum, jafnvel þó það komi fjármálaöflunum illa. Hæstiréttur Íslands ákvað hins vegar að hunsa neytendaréttinn og lagði þar með blessun sína yfir stærstu nauðungaraðgerðir Íslandssögunnar. Þúsundir hafa verið reknar frá heimilum sínum með ólögmætum hætti vegna þessarar ákvörðunar Hæstaréttar og lagasetningar stjórnvalda í kjölfar hennar. Ólög sem byggja á ólögmætum dómi sem brýtur á lög- og stjónarskrárbundnum réttindum fólks geta ekki verið lögleg lög. Lög geta verið röng og hættuleg án þess ég ætli nánar út í þá sálma hér og mannkynssagan er full af dæmum um slíkt.Hvort vegur þyngra, skráning eða sannleikur? Lítill, en mikilvægur hluti okkar máls fór fyrir dómstóla í haust. Þannig er að að í uppboðsferli þarf svokölluð byrjun uppboðs að fara fram hjá sýslumanni áður en uppboð fer fram á eign. Þetta skal gerast eftir ákveðnum reglum og sýslumaður þarf að kalla eftir þessu fyrsta boði sem kemur frá gerðarbeiðanda, sem í okkar tilfelli er Arion banki. Í uppboðsferli okkar hjóna í vor láðist sýslumanni að kalla eftir þessu fyrsta boði og af því leiðir, samkvæmt lögum, að uppboð á eigninni er þar með orðið ólöglegt. Við hjónin létum vita af þessum mistökum sýslumanns um leið og okkur urðu þau ljós að fyrirtökunni lokinni, en var sagt að uppboðið færi engu að síður fram og hefðum við eitthvað við það athuga gætum við kært uppboðið að því loknu. Uppboðið fór því fram þann 19. apríl sl. og um það má lesa hér. Þegar við kölluðum eftir skráningu í gerðarbók og fengum endurrit hennar kom í ljós að skráð var í hana að það hefði verið kallað eftir boðum í eignina og að fulltrúi Arion banka hefði boðið kr. 300.000 í hana. Einnig kom þar fram að gögn sem við könnuðumst ekki við hefðu verið kynnt okkur og að við hefðum verið upplýst um rétt okkar. Ekkert af þessu átti sé stað! En þar sem það er skráð í gerðarbók af sýslumannsfulltrúa er það samt óvéfengjanlegt að þetta átti sér víst stað, alveg sama hvað við segjum. Því opinber skjöl sem þessi eru algjörlega hafin yfir allan vafa og fullgild sönnun fyrir rétti nema unnt sé að sanna annað. Það er því mjög mikilvægt að einstaklingarnir sem sinna þessum embættum séu trúverðugir, heiðarlegir og starfi sínu vaxnir; með hreint og óflekkað mannorð. Málið flæktist því aðeins fyrir sýslumannsembættið og kerfið þegar í ljós kom að við höfðum tekið upp gerðina og vorum þannig með sönnun í formi hljóðupptöku, fyrir því að aldrei var kallað eftir þessu fyrsta boði í eignina og skráning í gerðarbók því ósönn og fölsuð. Dómstólar verja kerfið og dæma gegn lögum Það hvíli mikil ábyrgð á opinberum starfsmönnum eins og t.d. sýslumannsfulltrúum og störf þeirra verða að vera hafin yfir allan vafa. Skjalfölsun er alvarlegt brot í starfi og refsiverð samkvæmt lögum. Upphófst nú mikill farsi þar sem dómarar hafa hver um annan þverann reynt að hilma yfir þennan glæp. Við töpuðum í Héraðsdómi. Hvorki sýslumannsfulltrúinn né lögmaður bankans mættu fyrir réttinn. Sýslumannsfulltrúin af því samkvæmt lögum þarf hann þess ekki þar sem að (fölsuðu) skjölin teljast næg sönnun fyrir því að allt hafi farið fram samkvæmt lögum (skemmtileg þversögn í því) og lögfræðingurinn bar fyrir sig minnisleysi. Dómarinn fer vítt og breytt í dómsorði sínu og forðast kjarna málsins eins og heitann eldinn. Aðalmálið var að við höfðum ekki fengið leyfi fyrir upptökunni, sem við reyndum aldrei að þræta fyrir, og í dómsorði sakar hann okkur, með beinum og óbeinum hætti, um að hafa sett fyrirtökuna á svið, sem er mjög alvarleg ásökun um athæfi sem hlýtur að vera saknæmt í sjálfu sér. Við áfrýjuðum dómnum til Hæstaréttar og töpuðum þar líka. Við vorum nú samt nokkuð vongóð því með skothelda og nú vottaða upptöku, auk þess sem dómararnir gerðu nokkuð sem er svo sjaldgæft að hvorki okkar lögfræðingur, né aðrir lögfróðir menn, könnuðust við að hafa heyrt um það áður; þeir kölluðu eftir frekari gögnum. Dómarar Hæstaréttar vildu vitnisburði sýslymannsfulltrúans og lögfræðings Arion banka og gáfu þrjá daga til að afla þeirra – sem er svo stuttur tími að hann er„réttarfarslegur ómöguleiki“. Við gerðum ekkert í því enda #1 ekki um okkar vitni að ræða heldur vitni Arion banka, #2 báðir voru þeir búnir að neita að mæta og/eða bera fyrir sig minnisleysi, #3 fresturinn var allt of stuttur til að við hefðum getað gert eitthvað í þessu hvort eð var og síðast en ekki síst, #4 við vorum með upptöku sem sannaði okkar mál og framburður lögfræðings sem man ekki eða sýslumannsfulltrúa sem falsar gerðabók hefði bætt neinu við hana. Svo kemur úrskurður Hæstaréttar og þá kemur í ljós að þessi ósk um frekari gögn sem hafði vakið með okkur nokkra bjartsýni, var hreinlega gildra. Dómurinn féll Arion banka í vil vegna þess að VIÐ höfðum ekki sinnt því að kalla þeirra vitni fyrir; vitni sem eðli málsins samkvæmt eru vitni Arion banka og okkur fjandsamleg, vitni sem voru búin að gefa upp „afstöðu“ sína á fyrri stigum. EKKERT er fjallað um upptökuna eða það að við vorum búin að fá staðfestingu á uppruna hennar og að ekkert hefði verið hreyft við henni hjá fagfólki í hljóðgeiranum. EKKERT er fjallað um það sem gerðist í raun og veru, heldur erum við „felld“ á tæknigalla. EKKERT er fjallað um kjarna eða sannleika málsins. ENGIN vafi reiknaður okkur í vil en Sýslumannsembættið nýtur hans að ÖLLU leiti. ENGIN ábyrgð er lögð á Arion banka að kalla til sín eigin vitni heldur græðir hann hreinlega á því að sinna því ekki. Já, LENGI LIFI (HIÐ SPILLTA) ÍSLAND!Markúsar þáttur SigurbjörnssonarÞað voru þrír Hæstaréttardómarar sem felldu þennann dóm, þar á meðal bæði núverandi og fyrrverandi forsetar hans. Við erum að tala um að Handhafar forsetavalds, æðstu valdhafar Ríkisins, beri ekki meiri virðingu fyrir lögum og réttindum almennings en þetta. Markús Sigurbjörnsson hefði átt að lýsa yfir vanhæfi til að fella dóminn því Markús er einn af helstu gerendum í þessu málí frá upphafi, auk þess sem hann samdi Aðfara-, Nauðungarsölu- og Gjaldþrotalögin sem hafa gert allar aðfarir banka og fjármálafyrirtækja gagnvart neytendum svo mikið þægilegri og einfaldari en áður var. Núna þurfa bankarnir ekki einu sinni að færa sönnur á því að þú hafir tekið eða skrifað undir lánið sem þeir ætlað að hirða af þér eigur þína fyrir. Það er nóg að þú hafi tekið lán.Okkar „sök“ Já við tókum lán hjá Frjálsa fjárfestingabankanum árið 2007 um það verður ekki deilt. Lánið var gengistryggt með höfðustóll og skýrt skilgreindum vöxtum. Við tókum hins vegar EKKI lánið sem verið er að innheimta af okkur og höfum því neitað að greiða af því. Lánið sem Arion banki er að hirða af okkur lífsstarfið fyrir er ekki okkar lán, höfuðstóllinn er annar og vextir eru aðrir. Lánið á EKKERT sameiginlegt með láninu sem við tókum á sínum tíma en það er lánið sem við viljum svo gjarnan fá að greiða af. Það var ekki okkur að kenna að hluti lánsins væri ólöglegur og væri því felldur burt. Eftir stóð löglegt lán sem stjórnvöld, dómarar og fjármálakerfið hafa komið í veg fyrir að við gætum greitt af, með því að ota að okkur láni sem við könnumst ekki við og höfum hvorki samþykkt né skrifað undir. ENGIN, hvorki ráðherrar, dómarar, bankamenn, embættismenn, sýslumenn eða nokkrir aðrir hafa rétt til að krefja okkur um greiðslu láns sem við höfum hvorki tekið né samþykkt. Það er grundvallaratriði málsins!Ábyrgð alþingisAlþingismenn, það er ykkar að stöðva þetta! Það var Alþingi sem skaut veikum lagastoðum undir ólögmætan dóm Hæstaréttar með setningu laga 151/2010, hinna svokölluðu Árna Páls laga en þessi lög, eins veik og þau eru, eru skjaldborgin utan um bankana og hafa gefið þeim það skjól sem þeir þurftu til gleypa heimili fólks og fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Alþingi setti lögin og það er Alþingis að fella þessi lög úr gildi. Dómstólar eru gerendur málsins og réttlætis er ekki að vænta frá þeim. Það eru 9 ár frá hruni og löngu kominn tími til að neytendur njóti vafans!! Fyrir mörgum árum las ég frétt um að þúsundir íbúa í Kína hefður verið reknir frá heimilum sínum af því að heimili þeirra ættu að fara undir vatn, stjórnvöld voru að fara að byggja stíflu. Fólk, fjölskyldur, voru reknar út á guð og gaddinn og ég hryllti mig yfir þessu óréttlæti, þakklát fyrir að búa á Íslandi því svona myndi aldrei gerast hér. En nákvæmlega þetta ER AÐ GERAST Á ÍSLANDI. Eini munurinn er að hér er tekið eitt heimili í einu og engin sér „skrúðgöngu“ fórnarlambanna og gerir sé þannig grein fyrir fjölda þeirra. Þau skipta þúsundum. Ég treysti því að það sé meira kjöt á beinum nýrra þingmanna en fyrirrennara þeirra og að þeir séu ekki nú þegar orðnir samdauna spillingunni. Til hvers voruð þið að bjóða ykkur fram til Alþingis ef ekki til að koma í veg fyrir brot sem þessi gagnvart almenningi?! Vanti Alþingismenn frekari upplýsingar geta þeir leitað til mín beint eða til Hagsmunasamtaka heimilanna. Allar frekari upplýsingar verða fúslega veittar.Höfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Hvert getur sá leitað sem verður fyrir brotum stjórnvalda og dómstóla? Hvað er hægt að gera þegar æðstu menn stjórnkerfisins taka sig saman um að brjóta lög á almenningi? Hvaða kosti eiga einstaklingar í þeirri stöðu og til hvað varna geta þeir gripið? Við höfum öll horft á bíómyndir um ofsóknir og spillingu á æðstu stöðum og sumar þeirra sannsögulegar. Sjálf hef ég séð ófáar slíkar myndir og, þangað til fyrir nokkrum árum, var ég sæl í þeirri trú að svona lagað gerðist ekki á Íslandi. En svo lenti ég í þessu. Það eina sem er ólíkt með bíómyndunum og því sem ég hef upplifað er það að ég hef ekki lent í bílaeltingarleik eða byssubardaga – svo til flest annað sem ber þessar myndir uppi, er til staðar. Annað er að þetta hefur tekið mun lengri tíma en í bíómyndunum og spillingin er sennilega mun víðtækari.Um hvað snýst málið? Málið snýst um grundvöll réttarríkisins. #1 Málið snýst um hvort lög og reglur á Íslandi gildi, hvort lög og reglur gildi fyrir alla, eða hvort lög og reglur á Íslandi gildi bara ef það hentar (fjársterkum) áhrifaaðilum. #2 Málið snýst um hvort refsa megi fólki án þess að sekt þess sé sönnuð. #3 Málið snýst um hvort refsa megi fólki fyrir afbrot annarra. #4 Málið snýst um hvort svipta megi fólk eigum sínum fyrir engar eða ósannaðar sakir. #5 Málið snýst um hvort dómstólum beri að dæma samkvæmt lögum. #6 Málið snýst um hvort (fjársterkir) áhrifaaðilar geti látið setja afturvirk lög til að breiða yfir afbrot sín #7 Málið snýst um hverja stjórnmálamamenn og dómarar eru að vinna fyrir. #8 Málið snýst um stjórnkerfi sem er á fullu við að breiða yfir eigin mistök og spillingu. #9 Málið snýst um að ég er ekki tilbúin til að láta fórna mér á altari spillingar fyrir fjármálaöflin í landinu. #10 Málið snýst um réttinn til að vera saklaus uns sekt er sönnuð.Grundvöllur réttarríkisins er brostinnLög og reglur eru meðal annars sett í þeim tilgangi að vernda almenning fyrir valdbeitingu í krafti valda eða fjármuna. Það er t.d. í þeim tilgangi sem við höfum lög sem fjalla um samningsrétt og neytendarétt. Lögin sem vernda almenning eru svo sannarlega fyrir hendi, en fólkið sem „við“ höfum treyst til að framfylgja lögunum og dæma eftir þeim er annað hvort ekki starfi sínu vaxið eða með mjög einbeittann brotavilja. Við vitum öll að til að samningur sé samningur þurfa báðir aðilar vera sammála um hann. Hann má ekki hafa verið gerður undir nauðung þar sem annar aðilinn beitir aflsmunum sínum til að fá neytanda til að skrifa undir eitthvað sem honum er óhagstættt. Til að vernda neytendur enn frekar þá stendur í lögum um neytendarétt að BANNAÐ sé að breyta samningi eftir undirritun, neytenda í óhag og þar stendur einnig að sé eitthvað ólögmætt atriði í þegar undirrituðum samningi, skuli víkja því ákvæði burt en samningurinn standa að öðru leiti. Þetta er ekki eitthvað sem stjórnvöld eða dómarar hafa leyfi til að líta framhjá, jafnvel þó þau þurfi að bjarga eigin klúðri og/eða forða afbrotamönnum frá lögsóknum. En það er samt nákvæmlega það sem stjórnvöld og dómarar gerðu þegar í ljós kom að gengistrygging lána væri ólögmæt. Stjórnvöld og dómstólar tóku sig saman og ákváðu að láta fórnarlömb afbrotana taka á sig sökina fyrir glæpinn og ekki nóg með það, heldur bjuggu þau þannig um hnútana að æ síðan hafa fórnarlömb glæpsins þurft að borga afbrotamönnunum bætur fyrir að hafa látið þá brjóta á sér(!) Um leið og stjórnmálamenn og dómarar lögðu af stað í þessa vegferð kippti þau í raun grundvellinum undan réttarríkinu og sviptu fjölda fólks lög- og stjórnarskrárbundnum réttindum sínum.Brot dómstólaÍ málum er varða gengislán eru dómarar gerendur og hver sem er getur séð það í hendi sér að fórnalamb nauðgunar getur ekki búist við réttlátri dómsmeðferð þegar gerandinn á að dæma í málinu. Það sama á við hér. Þetta er svo fáránlegur veruleiki að búa við að það tekur engu tali, en um leið er þetta eitt af því sem ekki má segja upphátt því dómstólar eiga að vera hafnir yfir allan vafa; þeir eiga að dæma að lögum og líta framhjá hagsmunum eða hagsmunatengslum í öllum málum. Það getur vel verið að dómstólar séu algjörlega hafnir yfir allan vafa í öðrum málum, en í málum sem snerta gengislánin gengu þeir í lið með stjórnvöldum og fjármálaöflunum og hafa verið á harðahlaupum við að breiða yfir misgjörðir sínar síðan. Það er nefnilega þannig að þegar þú byrjar að fella dóma í andstöðu við lög verðurðu fljótlega „tvísaga“ og í mótsögn við sjálfan þig í dómum þínum, því lýgi vefur alltaf upp á sig og kalla á meiri lygi. Dómarar tóku meðvitaða ákvörðun árið 2010 um að hunsa neytendaréttinn; rétt sem svo „helgur“ að enginn annar dómstóll í Evrópu gefur nokkurn afslátt á honum, jafnvel þó það komi fjármálaöflunum illa. Hæstiréttur Íslands ákvað hins vegar að hunsa neytendaréttinn og lagði þar með blessun sína yfir stærstu nauðungaraðgerðir Íslandssögunnar. Þúsundir hafa verið reknar frá heimilum sínum með ólögmætum hætti vegna þessarar ákvörðunar Hæstaréttar og lagasetningar stjórnvalda í kjölfar hennar. Ólög sem byggja á ólögmætum dómi sem brýtur á lög- og stjónarskrárbundnum réttindum fólks geta ekki verið lögleg lög. Lög geta verið röng og hættuleg án þess ég ætli nánar út í þá sálma hér og mannkynssagan er full af dæmum um slíkt.Hvort vegur þyngra, skráning eða sannleikur? Lítill, en mikilvægur hluti okkar máls fór fyrir dómstóla í haust. Þannig er að að í uppboðsferli þarf svokölluð byrjun uppboðs að fara fram hjá sýslumanni áður en uppboð fer fram á eign. Þetta skal gerast eftir ákveðnum reglum og sýslumaður þarf að kalla eftir þessu fyrsta boði sem kemur frá gerðarbeiðanda, sem í okkar tilfelli er Arion banki. Í uppboðsferli okkar hjóna í vor láðist sýslumanni að kalla eftir þessu fyrsta boði og af því leiðir, samkvæmt lögum, að uppboð á eigninni er þar með orðið ólöglegt. Við hjónin létum vita af þessum mistökum sýslumanns um leið og okkur urðu þau ljós að fyrirtökunni lokinni, en var sagt að uppboðið færi engu að síður fram og hefðum við eitthvað við það athuga gætum við kært uppboðið að því loknu. Uppboðið fór því fram þann 19. apríl sl. og um það má lesa hér. Þegar við kölluðum eftir skráningu í gerðarbók og fengum endurrit hennar kom í ljós að skráð var í hana að það hefði verið kallað eftir boðum í eignina og að fulltrúi Arion banka hefði boðið kr. 300.000 í hana. Einnig kom þar fram að gögn sem við könnuðumst ekki við hefðu verið kynnt okkur og að við hefðum verið upplýst um rétt okkar. Ekkert af þessu átti sé stað! En þar sem það er skráð í gerðarbók af sýslumannsfulltrúa er það samt óvéfengjanlegt að þetta átti sér víst stað, alveg sama hvað við segjum. Því opinber skjöl sem þessi eru algjörlega hafin yfir allan vafa og fullgild sönnun fyrir rétti nema unnt sé að sanna annað. Það er því mjög mikilvægt að einstaklingarnir sem sinna þessum embættum séu trúverðugir, heiðarlegir og starfi sínu vaxnir; með hreint og óflekkað mannorð. Málið flæktist því aðeins fyrir sýslumannsembættið og kerfið þegar í ljós kom að við höfðum tekið upp gerðina og vorum þannig með sönnun í formi hljóðupptöku, fyrir því að aldrei var kallað eftir þessu fyrsta boði í eignina og skráning í gerðarbók því ósönn og fölsuð. Dómstólar verja kerfið og dæma gegn lögum Það hvíli mikil ábyrgð á opinberum starfsmönnum eins og t.d. sýslumannsfulltrúum og störf þeirra verða að vera hafin yfir allan vafa. Skjalfölsun er alvarlegt brot í starfi og refsiverð samkvæmt lögum. Upphófst nú mikill farsi þar sem dómarar hafa hver um annan þverann reynt að hilma yfir þennan glæp. Við töpuðum í Héraðsdómi. Hvorki sýslumannsfulltrúinn né lögmaður bankans mættu fyrir réttinn. Sýslumannsfulltrúin af því samkvæmt lögum þarf hann þess ekki þar sem að (fölsuðu) skjölin teljast næg sönnun fyrir því að allt hafi farið fram samkvæmt lögum (skemmtileg þversögn í því) og lögfræðingurinn bar fyrir sig minnisleysi. Dómarinn fer vítt og breytt í dómsorði sínu og forðast kjarna málsins eins og heitann eldinn. Aðalmálið var að við höfðum ekki fengið leyfi fyrir upptökunni, sem við reyndum aldrei að þræta fyrir, og í dómsorði sakar hann okkur, með beinum og óbeinum hætti, um að hafa sett fyrirtökuna á svið, sem er mjög alvarleg ásökun um athæfi sem hlýtur að vera saknæmt í sjálfu sér. Við áfrýjuðum dómnum til Hæstaréttar og töpuðum þar líka. Við vorum nú samt nokkuð vongóð því með skothelda og nú vottaða upptöku, auk þess sem dómararnir gerðu nokkuð sem er svo sjaldgæft að hvorki okkar lögfræðingur, né aðrir lögfróðir menn, könnuðust við að hafa heyrt um það áður; þeir kölluðu eftir frekari gögnum. Dómarar Hæstaréttar vildu vitnisburði sýslymannsfulltrúans og lögfræðings Arion banka og gáfu þrjá daga til að afla þeirra – sem er svo stuttur tími að hann er„réttarfarslegur ómöguleiki“. Við gerðum ekkert í því enda #1 ekki um okkar vitni að ræða heldur vitni Arion banka, #2 báðir voru þeir búnir að neita að mæta og/eða bera fyrir sig minnisleysi, #3 fresturinn var allt of stuttur til að við hefðum getað gert eitthvað í þessu hvort eð var og síðast en ekki síst, #4 við vorum með upptöku sem sannaði okkar mál og framburður lögfræðings sem man ekki eða sýslumannsfulltrúa sem falsar gerðabók hefði bætt neinu við hana. Svo kemur úrskurður Hæstaréttar og þá kemur í ljós að þessi ósk um frekari gögn sem hafði vakið með okkur nokkra bjartsýni, var hreinlega gildra. Dómurinn féll Arion banka í vil vegna þess að VIÐ höfðum ekki sinnt því að kalla þeirra vitni fyrir; vitni sem eðli málsins samkvæmt eru vitni Arion banka og okkur fjandsamleg, vitni sem voru búin að gefa upp „afstöðu“ sína á fyrri stigum. EKKERT er fjallað um upptökuna eða það að við vorum búin að fá staðfestingu á uppruna hennar og að ekkert hefði verið hreyft við henni hjá fagfólki í hljóðgeiranum. EKKERT er fjallað um það sem gerðist í raun og veru, heldur erum við „felld“ á tæknigalla. EKKERT er fjallað um kjarna eða sannleika málsins. ENGIN vafi reiknaður okkur í vil en Sýslumannsembættið nýtur hans að ÖLLU leiti. ENGIN ábyrgð er lögð á Arion banka að kalla til sín eigin vitni heldur græðir hann hreinlega á því að sinna því ekki. Já, LENGI LIFI (HIÐ SPILLTA) ÍSLAND!Markúsar þáttur SigurbjörnssonarÞað voru þrír Hæstaréttardómarar sem felldu þennann dóm, þar á meðal bæði núverandi og fyrrverandi forsetar hans. Við erum að tala um að Handhafar forsetavalds, æðstu valdhafar Ríkisins, beri ekki meiri virðingu fyrir lögum og réttindum almennings en þetta. Markús Sigurbjörnsson hefði átt að lýsa yfir vanhæfi til að fella dóminn því Markús er einn af helstu gerendum í þessu málí frá upphafi, auk þess sem hann samdi Aðfara-, Nauðungarsölu- og Gjaldþrotalögin sem hafa gert allar aðfarir banka og fjármálafyrirtækja gagnvart neytendum svo mikið þægilegri og einfaldari en áður var. Núna þurfa bankarnir ekki einu sinni að færa sönnur á því að þú hafir tekið eða skrifað undir lánið sem þeir ætlað að hirða af þér eigur þína fyrir. Það er nóg að þú hafi tekið lán.Okkar „sök“ Já við tókum lán hjá Frjálsa fjárfestingabankanum árið 2007 um það verður ekki deilt. Lánið var gengistryggt með höfðustóll og skýrt skilgreindum vöxtum. Við tókum hins vegar EKKI lánið sem verið er að innheimta af okkur og höfum því neitað að greiða af því. Lánið sem Arion banki er að hirða af okkur lífsstarfið fyrir er ekki okkar lán, höfuðstóllinn er annar og vextir eru aðrir. Lánið á EKKERT sameiginlegt með láninu sem við tókum á sínum tíma en það er lánið sem við viljum svo gjarnan fá að greiða af. Það var ekki okkur að kenna að hluti lánsins væri ólöglegur og væri því felldur burt. Eftir stóð löglegt lán sem stjórnvöld, dómarar og fjármálakerfið hafa komið í veg fyrir að við gætum greitt af, með því að ota að okkur láni sem við könnumst ekki við og höfum hvorki samþykkt né skrifað undir. ENGIN, hvorki ráðherrar, dómarar, bankamenn, embættismenn, sýslumenn eða nokkrir aðrir hafa rétt til að krefja okkur um greiðslu láns sem við höfum hvorki tekið né samþykkt. Það er grundvallaratriði málsins!Ábyrgð alþingisAlþingismenn, það er ykkar að stöðva þetta! Það var Alþingi sem skaut veikum lagastoðum undir ólögmætan dóm Hæstaréttar með setningu laga 151/2010, hinna svokölluðu Árna Páls laga en þessi lög, eins veik og þau eru, eru skjaldborgin utan um bankana og hafa gefið þeim það skjól sem þeir þurftu til gleypa heimili fólks og fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Alþingi setti lögin og það er Alþingis að fella þessi lög úr gildi. Dómstólar eru gerendur málsins og réttlætis er ekki að vænta frá þeim. Það eru 9 ár frá hruni og löngu kominn tími til að neytendur njóti vafans!! Fyrir mörgum árum las ég frétt um að þúsundir íbúa í Kína hefður verið reknir frá heimilum sínum af því að heimili þeirra ættu að fara undir vatn, stjórnvöld voru að fara að byggja stíflu. Fólk, fjölskyldur, voru reknar út á guð og gaddinn og ég hryllti mig yfir þessu óréttlæti, þakklát fyrir að búa á Íslandi því svona myndi aldrei gerast hér. En nákvæmlega þetta ER AÐ GERAST Á ÍSLANDI. Eini munurinn er að hér er tekið eitt heimili í einu og engin sér „skrúðgöngu“ fórnarlambanna og gerir sé þannig grein fyrir fjölda þeirra. Þau skipta þúsundum. Ég treysti því að það sé meira kjöt á beinum nýrra þingmanna en fyrirrennara þeirra og að þeir séu ekki nú þegar orðnir samdauna spillingunni. Til hvers voruð þið að bjóða ykkur fram til Alþingis ef ekki til að koma í veg fyrir brot sem þessi gagnvart almenningi?! Vanti Alþingismenn frekari upplýsingar geta þeir leitað til mín beint eða til Hagsmunasamtaka heimilanna. Allar frekari upplýsingar verða fúslega veittar.Höfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun