Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Atli Ísleifsson skrifar 31. desember 2017 11:00 Í hópi þeirra sem létust á árinu voru fyrrverandi ráðherrar, einhver besti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa alið, tónskáld og merkir rithöfundar. Vísir/Ernir Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi ráðherrar, einhver besti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa alið, tónskáld og merkir rithöfundar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu.StjórnmálinEiður Svanberg Guðnason, blaðamaður og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, lést á heimili sínu í janúar, 77 ára að aldri. Eiður var alþingismaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 1978 til 1993 og umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991 til 1993. Eiður var sendiherra Íslands í Ósló í Noregi 1993 til 1998.Magnús Oddsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, lést í apríl, 81 árs að aldri. Hann var ráðinn í stöðu rafveitustjóra á Akranesi árið 1968 og var svo ráðinn bæjarstjóri 1974. Hann gegndi því starfi til ársins 1982 og gerðist þá rafveitustjóri á ný.Ólöf Nordal.Vísir/GVAÓlöf Nordal, fyrrverandi ráðherra, varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, lést í febrúar fimmtug að aldri, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf var lögfræðingur og var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007 til 2009 og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009 til 2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar síðastliðinn. Pálmi Jónsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést þann 9. október, 87 ára að aldri. Pálmi var þingmaður Norðurlands vestra fyrir Sjálfstæðisflokk á árunum 1967 til 1995 og gegndi embætti landbúnaðarráðherra á árunum 1980 til 1983.Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, lést í október, 82 ára að aldri. Hann sat í bæjarstjórn Seltjarnarness í samtals fjörutíu ár.Menning og listirArnbjörn Kristinsson, fyrrverandi forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést í desember, 92 ára að aldri. Hann stofnaði Setberg árið 1950 og samnefnda prentsmiðju 1960.Jóhanna Kristjónsdóttir.Vísir/VilhelmJóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í maí, 76 ára að aldri eftir erfið veikindi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu.Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í febrúar, 98 ára að aldri. Meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Jórunn Viðar hlaut fálkaorðuna árið 1989, var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009.Jórunn Viðar.Ólafur H. Torfason, rithöfundur, kvikmyndafræðingur og fjölmiðlafræðingur, lést í júlí, 69 ára að aldri. Hann starfaði lengi í fjölmiðlum, var ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1989 til 1991 og var dagskrárgerðarmaður og kvikmyndagagrýnandi á miðlum RÚV frá árinu 1991. Þá gerði hann fjölda stuttmynda og sjónvarpsþátta, auk þess að halda myndlistarsýningar.Sigurður A. Magnússon rithöfundur lést í apríl, 89 ára að aldri. Hann var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn.Sigurður Pálsson, rithöfundur og ljóðskáld, lést í september, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Sigurður stundaði frönskunám í Toulouse og París í Frakklandi og nam leikhúsfræði og bókmenntir við Sorbonne háskóla. Á starfsferli sínum fékkst Sigurður við ýmis störf, meðal annars sem fréttaritari, leiðsögumaður og kennari, auk þess að vinna við sjónvarp og kvikmyndir. Hann fékkst þó einkum við ritstörf og þýðingar, var forseti Alliance Française og formaður Rithöfundasambands Íslands.Snæbjörg Snæbjarnardóttir, óperusöngkona, kennari og kórstjóri, lést í febrúar, 84 ára að aldri.Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Akureyri í september, 72 ára að aldri. Hann starfaði lengi við myndlist, ljósmyndun og fleira og var mjög virkur í menningarlífi Akureyringa.Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í febrúar, 85 ára að aldri. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, meðal annars vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár.Sigurður Pálsson.Vísir/stefánSkólar, viðskipti, íþróttir, fjölmiðlar og fleiraAtli Steinarsson blaðamaður lést í nóvember, 88 ára að aldri. Atli starfaði meðal annars á Morgunblaðinu, Dagblaðinu og á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þá rak hann og ritstýrði Atli Mosfellspóstinum ásamt konu sinni, Önnu Bjarnason. Atli var einn helsti hvatamaður að stofnun Samtaka íþróttafréttamanna og gegndi þar formennsku í níu ár. Atli var sömuleiðis Íslandsmeistari í sundi og keppti á Ólympíuleikunum 1948.Axel Gíslason, fyrrverandi forstjóri VÍS, lést í desember, 72 ára að aldri. Axel starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og var ráðinn forstjóri Samvinnutrygginga árið 1989 og síðar Vátryggingafélags Íslands. Hann gegndi starfinu til 2002 og varð eftir þá stjórnarformaður VÍS.Birna Brjánsdóttir lést í janúar, tvítug að aldri. Lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar eftir að hafa verið saknað síðan 14. janúar. Thomas Møller Olsen, skipverji af togaranum Polar Nanoq, hlaut nítján ára dóm fyrir morðið á Birnu, en rannsókn lögreglu á hvarfi og láti Birnu var ein umfangsmesta í sögu landsins.Bragi Árnason, prófessor emeritus, lést í september, 82 ára að aldri. Bragi var gjarnan kallaður Professor Hydrogen eða Vetnisprófessorinn vegna rannsókna sinna á möguleikum vetnis sem orkubera fyrir bíla og skip. Bragi var prófessor í efnafræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands.Dóra Guðjónsdóttir Nordal píanóleikari, lést í maí, níræð að aldri. Hún nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt svo til framhaldsnáms í London. Hún var gift Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra.Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Danól, lést í september, 76 ára að aldri.Elín Friðriksdóttir, hússtjórnarkennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, lést í maí, 93 ára að aldri.Friðfinnur Hermannsson viðskiptafræðingur lést í apríl 53 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík. Hann lék lengi með meistaraflokki KA í knattspyrnu og var virkur í félagsmálum.Georg Breiðfjörð Ólafsson, smiður í Stykkishólmi, lést í mars, 107 ára að aldri. Georg var elsti þálifandi Íslendingurinn og varð jafnframt elstur karla hér á landi.Guðjón Petersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, lést í ágúst, 78 ára að aldri. Hann gegndi því starfi á árunum 1979 til 1996. Þá tók hann við starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ og gegndi því embætti í tvö ár.Guðmundur Pétursson, læknir og professor emeritus við læknadeild HÍ, lést í janúar, 83 ára að aldri. Hann var lengi forsstöðumaður Tilraunastöðvar háskólans í meinafræði á Keldum.Halldóra Hjaltadóttir, bóndi á Seljavöllum, lést í nóvember 88 ára að aldri. Halldóra og eiginmaður hennar, Egill Jónsson, síðar þingmaður, stofnuðu búið árið 1955 og unnu saman að uppbyggingu þess.Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, lést í febrúar, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991.Högna Sigurðardóttir arkitekt.Listasafn ReykjavíkurHögna Sigurðardóttir arkitekt lést í febrúar, 88 ára að aldri. Högna vakti athygli snemma fyrir störf sín, en hún varð fyrst kvenna til að teikna hús á Íslandi. Hún útskrifaðist sem arkitekt árið 1960 frá Ecole des Beauz Arts í París, fyrst Íslendinga. Einbýlishús reist í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ á sjöunda áratugnum eru meðal þess sem ber störfum hennar merki en eitt af hennar frægustu hönnunum var einbýlishúsið við Bakkaflöt 1 í Garðabæ.Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og langhlaupari, lést í desember, 79 ára að aldri. Kristleifur átti fjölda Íslandsmeta og varð margoft Íslandsmeistari í ýmsum vegalengdum langhlaupa.María Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur lést í febrúar, 94 ára að aldri. Á starfsferli sínum starfaði hún meðal annars sem kennari við Hjúkrunarskóla Íslands, var forstöðukona á Kleppi, kennari við Háskóla Íslands og fræðslustjói Hjúkrunarfélagsins.Már Sigurðsson frá Geysi Haukadal, kennari og ferðamálafrömuður, lést á heimili sínu 3. maí. Már hóf uppbyggingu á ferðaþjónustu við Geysi árið 1972 og helgaði sig uppbyggingunni við fjölskyldufyrirtækið Hótel Geysi frá árinu 1993 og var mikill frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu.Orri Vigfússon.Vísir/AntonOrri Vigfússon, athafnamaður og umhverfissinni, lést 1. júlí, 74 ára að aldri. Orri gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum og var áberandi í íslensku viðskiptalífi – sat meðal annars í stjórn Íslandsbanka um árabil og einnig í stjórn Íslenska sjónvarpsfélagsins - sem þá rak og átti Stöð 2. Orri beitti sér fyrir uppbyggingu Norður-Atlantshafs laxastofnsins og var stofnandi NASF, Verndarjóðs villtra laxastofna þar sem hann gengdi ennfremur formennsku. Ólafía Einarsdóttir fornleifafræðingur lést í desember, 93 ára að aldri. Ólafía var fyrsti Íslendingurinn til að klára próf í fornleifafræði, í London árið 1948. Eftir Ólafíu liggja fjöldi ritverka og greina um tímatalsfræði og sögu kvenna á miðöldum. Ólafía var ráðin lektor við Kaupmannahafnarháskóla árið 1963. Fornleifafræðingafélagið gefur út tímaritið Ólafíu sem nefnt er í höfuðið á henni.Páll Flygenring, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Hann gegndi embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu frá 1977 til 1990 og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989.Ríkharður JónssonRíkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í febrúar, 87 ára ára gamall. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum. Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði lést í júní, 74 ára aldri. Hún lét sig kjaramál varða og var um tíma formaður Sjúkraliðafélagsins. Hún var sömuleiðis virk í stjórnmálum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Rauðsokkur og var meðal stofnfélaga Vinstri grænna.Torfi Geirmundsson rakari lést í maí, 67 ára að aldri. Torfi rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997, en hafði þá starfað við hárgreiðslu í áratugi.Þorbjörn Guðmundsson blaðamaður lést í október, 94 ára að aldri. Hann hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1942 og lét þar af störfum árið 1992.Þorsteinn Kragh athafnamaður lést í nóvember, 56 ára að aldri. Þorsteinn starfaði lengi sem umboðsmaður og tónleikahaldari.Þór Þorsteins, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eddu hf., lést í október, 85 ára að aldri. Þór starfaði hjá Eddu sem framkvæmdastjóri og eigandi til aldamóta. Hann var einnig í hópi stofnenda Félags frímerkjasafnara árið 1957.Þröstur Sigtryggsson skipherra lést í desember, 88 ára að aldri. Þröstur starfaði hjá Landhelgisgæslunni á árunum 1954 til 1990, fyrst sem stýrimaður og svo sem skipherra, og tók þátt í þremur þorskastríðum. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1976.Stuðst var við andlátstilkynningar á Vísi og í Morgunblaðinu við gerð listans. Andlát Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi ráðherrar, einhver besti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa alið, tónskáld og merkir rithöfundar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu.StjórnmálinEiður Svanberg Guðnason, blaðamaður og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, lést á heimili sínu í janúar, 77 ára að aldri. Eiður var alþingismaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 1978 til 1993 og umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991 til 1993. Eiður var sendiherra Íslands í Ósló í Noregi 1993 til 1998.Magnús Oddsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, lést í apríl, 81 árs að aldri. Hann var ráðinn í stöðu rafveitustjóra á Akranesi árið 1968 og var svo ráðinn bæjarstjóri 1974. Hann gegndi því starfi til ársins 1982 og gerðist þá rafveitustjóri á ný.Ólöf Nordal.Vísir/GVAÓlöf Nordal, fyrrverandi ráðherra, varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, lést í febrúar fimmtug að aldri, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf var lögfræðingur og var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007 til 2009 og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009 til 2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar síðastliðinn. Pálmi Jónsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést þann 9. október, 87 ára að aldri. Pálmi var þingmaður Norðurlands vestra fyrir Sjálfstæðisflokk á árunum 1967 til 1995 og gegndi embætti landbúnaðarráðherra á árunum 1980 til 1983.Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, lést í október, 82 ára að aldri. Hann sat í bæjarstjórn Seltjarnarness í samtals fjörutíu ár.Menning og listirArnbjörn Kristinsson, fyrrverandi forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést í desember, 92 ára að aldri. Hann stofnaði Setberg árið 1950 og samnefnda prentsmiðju 1960.Jóhanna Kristjónsdóttir.Vísir/VilhelmJóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í maí, 76 ára að aldri eftir erfið veikindi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu.Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, lést í febrúar, 98 ára að aldri. Meðal merkustu verka Jórunnar má nefna ballettana Eld og Ólaf Liljurós, tónlistina við kvikmyndina Síðasta bæinn í dalnum og píanókonsertinn Sláttu. Þá samdi hún fjölmörg þjóðþekkt sönglög á borð við jólalögin Jól og Það á að gefa börnum brauð. Jórunn Viðar hlaut fálkaorðuna árið 1989, var valin borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1999, hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004 og Menningarverðlaun DV 2009.Jórunn Viðar.Ólafur H. Torfason, rithöfundur, kvikmyndafræðingur og fjölmiðlafræðingur, lést í júlí, 69 ára að aldri. Hann starfaði lengi í fjölmiðlum, var ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1989 til 1991 og var dagskrárgerðarmaður og kvikmyndagagrýnandi á miðlum RÚV frá árinu 1991. Þá gerði hann fjölda stuttmynda og sjónvarpsþátta, auk þess að halda myndlistarsýningar.Sigurður A. Magnússon rithöfundur lést í apríl, 89 ára að aldri. Hann var afkastamikill rithöfundur og skrifaði fjölda bóka á íslensku og ensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, leikrit, ferðasögur, endurminningabækur, greinasöfn og bækur um íslenska hestinn.Sigurður Pálsson, rithöfundur og ljóðskáld, lést í september, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Sigurður stundaði frönskunám í Toulouse og París í Frakklandi og nam leikhúsfræði og bókmenntir við Sorbonne háskóla. Á starfsferli sínum fékkst Sigurður við ýmis störf, meðal annars sem fréttaritari, leiðsögumaður og kennari, auk þess að vinna við sjónvarp og kvikmyndir. Hann fékkst þó einkum við ritstörf og þýðingar, var forseti Alliance Française og formaður Rithöfundasambands Íslands.Snæbjörg Snæbjarnardóttir, óperusöngkona, kennari og kórstjóri, lést í febrúar, 84 ára að aldri.Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður lést á Akureyri í september, 72 ára að aldri. Hann starfaði lengi við myndlist, ljósmyndun og fleira og var mjög virkur í menningarlífi Akureyringa.Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í febrúar, 85 ára að aldri. Örnólfur frumsamdi margar bækur, einkum kennslubækur og þýddi fjölmargar bækur af ýmsum toga og birti greinar í tímaritum. Þekktastur er Örnólfur fyrir alþýðufræðslu sína, meðal annars vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi og þá sérstaklega sjónvarpsþáttinn Nýjasta tækni og vísindi sem var á dagskrá RUV í mörg ár.Sigurður Pálsson.Vísir/stefánSkólar, viðskipti, íþróttir, fjölmiðlar og fleiraAtli Steinarsson blaðamaður lést í nóvember, 88 ára að aldri. Atli starfaði meðal annars á Morgunblaðinu, Dagblaðinu og á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þá rak hann og ritstýrði Atli Mosfellspóstinum ásamt konu sinni, Önnu Bjarnason. Atli var einn helsti hvatamaður að stofnun Samtaka íþróttafréttamanna og gegndi þar formennsku í níu ár. Atli var sömuleiðis Íslandsmeistari í sundi og keppti á Ólympíuleikunum 1948.Axel Gíslason, fyrrverandi forstjóri VÍS, lést í desember, 72 ára að aldri. Axel starfaði hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og var ráðinn forstjóri Samvinnutrygginga árið 1989 og síðar Vátryggingafélags Íslands. Hann gegndi starfinu til 2002 og varð eftir þá stjórnarformaður VÍS.Birna Brjánsdóttir lést í janúar, tvítug að aldri. Lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar eftir að hafa verið saknað síðan 14. janúar. Thomas Møller Olsen, skipverji af togaranum Polar Nanoq, hlaut nítján ára dóm fyrir morðið á Birnu, en rannsókn lögreglu á hvarfi og láti Birnu var ein umfangsmesta í sögu landsins.Bragi Árnason, prófessor emeritus, lést í september, 82 ára að aldri. Bragi var gjarnan kallaður Professor Hydrogen eða Vetnisprófessorinn vegna rannsókna sinna á möguleikum vetnis sem orkubera fyrir bíla og skip. Bragi var prófessor í efnafræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands.Dóra Guðjónsdóttir Nordal píanóleikari, lést í maí, níræð að aldri. Hún nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt svo til framhaldsnáms í London. Hún var gift Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra.Einar Friðrik Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Danól, lést í september, 76 ára að aldri.Elín Friðriksdóttir, hússtjórnarkennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, lést í maí, 93 ára að aldri.Friðfinnur Hermannsson viðskiptafræðingur lést í apríl 53 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík. Hann lék lengi með meistaraflokki KA í knattspyrnu og var virkur í félagsmálum.Georg Breiðfjörð Ólafsson, smiður í Stykkishólmi, lést í mars, 107 ára að aldri. Georg var elsti þálifandi Íslendingurinn og varð jafnframt elstur karla hér á landi.Guðjón Petersen, fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, lést í ágúst, 78 ára að aldri. Hann gegndi því starfi á árunum 1979 til 1996. Þá tók hann við starfi bæjarstjóra í Snæfellsbæ og gegndi því embætti í tvö ár.Guðmundur Pétursson, læknir og professor emeritus við læknadeild HÍ, lést í janúar, 83 ára að aldri. Hann var lengi forsstöðumaður Tilraunastöðvar háskólans í meinafræði á Keldum.Halldóra Hjaltadóttir, bóndi á Seljavöllum, lést í nóvember 88 ára að aldri. Halldóra og eiginmaður hennar, Egill Jónsson, síðar þingmaður, stofnuðu búið árið 1955 og unnu saman að uppbyggingu þess.Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, lést í febrúar, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991.Högna Sigurðardóttir arkitekt.Listasafn ReykjavíkurHögna Sigurðardóttir arkitekt lést í febrúar, 88 ára að aldri. Högna vakti athygli snemma fyrir störf sín, en hún varð fyrst kvenna til að teikna hús á Íslandi. Hún útskrifaðist sem arkitekt árið 1960 frá Ecole des Beauz Arts í París, fyrst Íslendinga. Einbýlishús reist í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ á sjöunda áratugnum eru meðal þess sem ber störfum hennar merki en eitt af hennar frægustu hönnunum var einbýlishúsið við Bakkaflöt 1 í Garðabæ.Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og langhlaupari, lést í desember, 79 ára að aldri. Kristleifur átti fjölda Íslandsmeta og varð margoft Íslandsmeistari í ýmsum vegalengdum langhlaupa.María Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur lést í febrúar, 94 ára að aldri. Á starfsferli sínum starfaði hún meðal annars sem kennari við Hjúkrunarskóla Íslands, var forstöðukona á Kleppi, kennari við Háskóla Íslands og fræðslustjói Hjúkrunarfélagsins.Már Sigurðsson frá Geysi Haukadal, kennari og ferðamálafrömuður, lést á heimili sínu 3. maí. Már hóf uppbyggingu á ferðaþjónustu við Geysi árið 1972 og helgaði sig uppbyggingunni við fjölskyldufyrirtækið Hótel Geysi frá árinu 1993 og var mikill frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu.Orri Vigfússon.Vísir/AntonOrri Vigfússon, athafnamaður og umhverfissinni, lést 1. júlí, 74 ára að aldri. Orri gegndi fjölmörgum ábyrgðarstöðum og var áberandi í íslensku viðskiptalífi – sat meðal annars í stjórn Íslandsbanka um árabil og einnig í stjórn Íslenska sjónvarpsfélagsins - sem þá rak og átti Stöð 2. Orri beitti sér fyrir uppbyggingu Norður-Atlantshafs laxastofnsins og var stofnandi NASF, Verndarjóðs villtra laxastofna þar sem hann gengdi ennfremur formennsku. Ólafía Einarsdóttir fornleifafræðingur lést í desember, 93 ára að aldri. Ólafía var fyrsti Íslendingurinn til að klára próf í fornleifafræði, í London árið 1948. Eftir Ólafíu liggja fjöldi ritverka og greina um tímatalsfræði og sögu kvenna á miðöldum. Ólafía var ráðin lektor við Kaupmannahafnarháskóla árið 1963. Fornleifafræðingafélagið gefur út tímaritið Ólafíu sem nefnt er í höfuðið á henni.Páll Flygenring, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést í febrúar, 91 árs að aldri. Hann gegndi embætti ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðuneytinu frá 1977 til 1990 og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989.Ríkharður JónssonRíkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í febrúar, 87 ára ára gamall. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum. Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði lést í júní, 74 ára aldri. Hún lét sig kjaramál varða og var um tíma formaður Sjúkraliðafélagsins. Hún var sömuleiðis virk í stjórnmálum og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Rauðsokkur og var meðal stofnfélaga Vinstri grænna.Torfi Geirmundsson rakari lést í maí, 67 ára að aldri. Torfi rak Hárhornið við Hlemm frá árinu 1997, en hafði þá starfað við hárgreiðslu í áratugi.Þorbjörn Guðmundsson blaðamaður lést í október, 94 ára að aldri. Hann hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1942 og lét þar af störfum árið 1992.Þorsteinn Kragh athafnamaður lést í nóvember, 56 ára að aldri. Þorsteinn starfaði lengi sem umboðsmaður og tónleikahaldari.Þór Þorsteins, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eddu hf., lést í október, 85 ára að aldri. Þór starfaði hjá Eddu sem framkvæmdastjóri og eigandi til aldamóta. Hann var einnig í hópi stofnenda Félags frímerkjasafnara árið 1957.Þröstur Sigtryggsson skipherra lést í desember, 88 ára að aldri. Þröstur starfaði hjá Landhelgisgæslunni á árunum 1954 til 1990, fyrst sem stýrimaður og svo sem skipherra, og tók þátt í þremur þorskastríðum. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1976.Stuðst var við andlátstilkynningar á Vísi og í Morgunblaðinu við gerð listans.
Andlát Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00