Innlent

Atli Steinarsson látinn

Atli Steinarsson var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1.
Atli Steinarsson var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1.
Atli Steinarsson blaðamaður er látinn. Atli fæddist í Reykjavík 30. júní 1929 og stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og Háskóla Íslands.

Atli hóf störf á Morgunblaðinu árið 1950 og starfaði þar sem blaðamaður til ársins 1975. Þaðan fór hann á Dagblaðið þar sem hann starfaði til 1981 áður en hann fór á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar var hann til 1986. Samhliða rak Atli og ritstýrði Mosfellspóstinum ásamt konu sinni, Önnu Bjarnason.

Undanfarnar vikur var Atli félagi númer eitt í Blaðamannafélagi Íslands, eða frá því að Þorbjörn Guðmundsson lést. Atli var einn helsti hvatamaður að stofnun Samtaka íþróttafréttamanna og gegndi þar formennsku í níu ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×