Ólöf Nordal er látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 14:45 Ólöf Nordal er látin, 50 ára að aldri. Vísir/Ernir Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Ólöf Nordal varaformaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins er látin, 50 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Frá þessu var greint í æviágripi Ólafar á vef Alþingis þar sem sagði að hún hafi látist í dag. Þingfundi sem hefjast átti klukkan 15 hefur verið frestað af þessum sökum. Ólöf fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1966. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1994 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Þá lauk hún MBA námi við Háskólann í Reykjavík árið 2002. Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári. Ólöf var formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006-2009. Þá var hún varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010-2013 og aftur frá árinu 2015. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurÓlöf greindist með krabbamein árið 2014 og gekkst þá undir skurðaðgerð til að fjarlægja illkynja æxli. Nokkrum mánuðum síðar tók hún við embætti innanríkisráðherra. Í byrjun síðasta árs hóf hún lyfjameðferð á ný. Hún var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar síðastliðið haust en dró sig til hliðar í kosningabaráttunni til að ná bata. Á árunum 1995-1996 starfaði Ólöf í lögfræðideild Landsbanka Íslands. Þá var hún deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999-2001. Hún var stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst 1999-2002 og vann að stofnun lagadeildar við skólann. Hún var deildarstjóri lagadeildar við skólann 2001-2002. Ólöf starfaði sem yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002-2004 og framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004-2005. Þá var rafmagnssala tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna og var Ólöf framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005-2006. Hún var formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013-2014.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira