Brutu lög með því að senda 138 þúsund óumbeðin SMS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 16:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Hanna Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn brutu lög um fjarskipti með því að senda á annað hundrað þúsund sms-skilaboð til landsmanna í aðdraganda kosninga til Alþingis í október. Flokkur fólksins sendi 80.763 skilaboð og Miðflokkurinn 57.682 skilaboð. Ákvarðanir í báðum málum eru birtar á vef stofnunarinnar í dag en tugir kvartana bárust vegna sendinganna. 36 í tilfelli Flokks fólksins og 35 vegna Miðflokksins. Telur stofnunin báða flokka hafa brotið lög þar sem aðeins megi senda rafræn skilaboð til markaðssetningar þegar fyrir liggi samþykki fyrir því hjá viðtakanda. Skilaboðin sem Miðflokkurinn sendi voru meðal annars:Skyr framtidararsyn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í framkvaemd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Midflokkurinn.I dag er fagur dagur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við MSkilaboð frá Flokki fólksins voru meðal annarsErtu med kosningarett? – Nyttu rettinn! Afnemum fritekjumark og haekkum skattleysismork. Kaer kvedja! Flokkur folksins X-F.Töldu í lagi að senda á þá sem væru ekki bannmerktir Póst- og fjarkskiptastofnun (PFS) krafði flokkana um svör vegna sendinganna og sömuleiðis þjónustuaðilann, 1819, sem sendi skilaboðin í öllum tilfellum. Lögmaður Miðflokksins benti á að þeim tilmælum hefði verið beint til 1819 að senda ekki á fólk sem væri bannmerkt í símaskrá. Það væri því upp á fyrirtækið að klaga. Sömuleiðis sagði hann að hægt væri að hafa samband við símaeigendur eftir ýmsum öðrum leiðum séu forrit á borð við Instagram. Twitter, G+ og Facebook í símunum. Þá væru fleiri forrit sem mætti nýta til að senda skilaboð á símanúmer, t.d. með Whatsapp, Messenger, Skype og fleiri forritum. Í öllum tilfellum séu það stillingar hjá notenda sem ákveði hvað hann vilji sjá og fá af upplýsingum. Það sama eigi við um SMS sagði lögmaðurinn. Í svari 1819 vegna málsins kom fram að það liti svo á að fólk hefði mgöuleika á að vera bannmerkt þegar það skrái sig í símaskrá. „Teljum við að ef fólk kýs ekki að vera bannmerkt sé verið að gefa samþykki.“Séra Halldór Gunnarsson leiddi lista Flokks fólksins í NorðausturkjördæmiFlokkur fólksinsSkuldinni skellt á tvo flokksmenn Í svari Flokks fólksins var skuldinni alfarið skellt á Halldór Gunnarsson, oddvita flokksins í Norðausturkjördæmi, og Pétur Einarsson sem var í öðru sæti á lista flokksins í sama kjördæmi. „Það skal ítrekað að Halldór Gunnarsson og Pétur Einarsson bera fulla og óskoraða ábyrgð á þessum sms sendingum og því ekki rétt sem fram kemur að Halldór Gunnarsson hafi haft meirihluta stjórnar á bakvið sig þegar hann tók þá ákvörðun að senda þessi skilaboð. “ Í tölvupósti frá Pétri til 1819 þann 25. október sendir hann upplýsingar um greiðanda vegna verkefnisins og eru þar nafn, kennitala og heimilisfang Flokks fólksins tilgreind. Í tölvupósti frá Halldóri Gunnarssyni, dags. 27. október, segir: „Staðfesti fyrir hönd Flokks fólksins að ákvörðun um að senda út SMS skilaboð til allra Íslendinga var tekin á fundi með oddvitum og stjórnarmönnum flokksins og undirritaður stjórnarmaður hefur meirihluta stjórnar um að þessi ákvörðun standi óhögguð.“ Í svörum við spurningum PFS kemur fram að staðið hafi til að senda 120 þúsund manns. Ekki sé vitað hve mörg skilaboð voru send en Inga Sæland, formaður flokksins, hafi stöðvað sendingarnar þegar 22 þúsund höfðu farið út. Sendingum hafi verið framhaldið að fyrirmælum Halldórs. Var það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að báðir flokkarnir hefðu brotið lög um fjarskipti með smáskilaboðasendingum sínum. Alþingi Fjarskipti Flokkur fólksins Kosningar 2017 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn brutu lög um fjarskipti með því að senda á annað hundrað þúsund sms-skilaboð til landsmanna í aðdraganda kosninga til Alþingis í október. Flokkur fólksins sendi 80.763 skilaboð og Miðflokkurinn 57.682 skilaboð. Ákvarðanir í báðum málum eru birtar á vef stofnunarinnar í dag en tugir kvartana bárust vegna sendinganna. 36 í tilfelli Flokks fólksins og 35 vegna Miðflokksins. Telur stofnunin báða flokka hafa brotið lög þar sem aðeins megi senda rafræn skilaboð til markaðssetningar þegar fyrir liggi samþykki fyrir því hjá viðtakanda. Skilaboðin sem Miðflokkurinn sendi voru meðal annars:Skyr framtidararsyn fyrir Island og kraftur og thor til að koma henni í framkvaemd. X-M. Vid stondum við storu ordin. Midflokkurinn.I dag er fagur dagur, Ja godur við finnum þad. Vertu Memm settu X við MSkilaboð frá Flokki fólksins voru meðal annarsErtu med kosningarett? – Nyttu rettinn! Afnemum fritekjumark og haekkum skattleysismork. Kaer kvedja! Flokkur folksins X-F.Töldu í lagi að senda á þá sem væru ekki bannmerktir Póst- og fjarkskiptastofnun (PFS) krafði flokkana um svör vegna sendinganna og sömuleiðis þjónustuaðilann, 1819, sem sendi skilaboðin í öllum tilfellum. Lögmaður Miðflokksins benti á að þeim tilmælum hefði verið beint til 1819 að senda ekki á fólk sem væri bannmerkt í símaskrá. Það væri því upp á fyrirtækið að klaga. Sömuleiðis sagði hann að hægt væri að hafa samband við símaeigendur eftir ýmsum öðrum leiðum séu forrit á borð við Instagram. Twitter, G+ og Facebook í símunum. Þá væru fleiri forrit sem mætti nýta til að senda skilaboð á símanúmer, t.d. með Whatsapp, Messenger, Skype og fleiri forritum. Í öllum tilfellum séu það stillingar hjá notenda sem ákveði hvað hann vilji sjá og fá af upplýsingum. Það sama eigi við um SMS sagði lögmaðurinn. Í svari 1819 vegna málsins kom fram að það liti svo á að fólk hefði mgöuleika á að vera bannmerkt þegar það skrái sig í símaskrá. „Teljum við að ef fólk kýs ekki að vera bannmerkt sé verið að gefa samþykki.“Séra Halldór Gunnarsson leiddi lista Flokks fólksins í NorðausturkjördæmiFlokkur fólksinsSkuldinni skellt á tvo flokksmenn Í svari Flokks fólksins var skuldinni alfarið skellt á Halldór Gunnarsson, oddvita flokksins í Norðausturkjördæmi, og Pétur Einarsson sem var í öðru sæti á lista flokksins í sama kjördæmi. „Það skal ítrekað að Halldór Gunnarsson og Pétur Einarsson bera fulla og óskoraða ábyrgð á þessum sms sendingum og því ekki rétt sem fram kemur að Halldór Gunnarsson hafi haft meirihluta stjórnar á bakvið sig þegar hann tók þá ákvörðun að senda þessi skilaboð. “ Í tölvupósti frá Pétri til 1819 þann 25. október sendir hann upplýsingar um greiðanda vegna verkefnisins og eru þar nafn, kennitala og heimilisfang Flokks fólksins tilgreind. Í tölvupósti frá Halldóri Gunnarssyni, dags. 27. október, segir: „Staðfesti fyrir hönd Flokks fólksins að ákvörðun um að senda út SMS skilaboð til allra Íslendinga var tekin á fundi með oddvitum og stjórnarmönnum flokksins og undirritaður stjórnarmaður hefur meirihluta stjórnar um að þessi ákvörðun standi óhögguð.“ Í svörum við spurningum PFS kemur fram að staðið hafi til að senda 120 þúsund manns. Ekki sé vitað hve mörg skilaboð voru send en Inga Sæland, formaður flokksins, hafi stöðvað sendingarnar þegar 22 þúsund höfðu farið út. Sendingum hafi verið framhaldið að fyrirmælum Halldórs. Var það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að báðir flokkarnir hefðu brotið lög um fjarskipti með smáskilaboðasendingum sínum.
Alþingi Fjarskipti Flokkur fólksins Kosningar 2017 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda