Brady biður þjálfara sinn afsökunar Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 10:30 Brady og McDaniels á góðri stund. Vísir / Getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma. NFL Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL- deildinni, byrjaði vikulegan blaðamannfund sinn sem fram fór í gær á því að biðja sóknarþjálfara sinn, Josh McDaniels afsökunar. Þrátt fyrir að Patriots hafi valtað yfir Buffalo Bills á útivelli síðastliðinn sunnudag, 23-3, kom uppá milli þeirra á hliðarlínunni eftir að sókn í fyrsta leikhluta endaði með vallarsparki en ekki snertimarki. Brady sást öskra á McDaniels og var hann greinilega langt því frá að vera sáttur með þjálfarann sinn. Brady þykir það miður og hefur þetta angrað hann alla vikuna. „Áður en ég tala um leikinn gegn Miami vil ég byrja á því að biðja Josh afsökunar á því sem gerðist seinasta sunnudag í Buffalo. Ég vil bara koma þessu frá mér áður en ég held lengra af því að mér hefur liðið illa yfir þessu alla viku. Fólk sem sá þetta telur eflaust að samband sé okkar svona en það gæti ekki verið meira fjarri sannleikanum. Samband okkar er frábært og ég elska Josh. Hann veit það.“ McDaniels erfir þetta ekki við Brady en hann sagði í viðtali eftir leikinn gegn Buffalo að svona gerist og að þetta sé hluti af því sem geri Brady frábæran. Þess má til gamans geta að Brady kallar McDaniels „Babe“ og hefur talað um hann sem einn nánasta vin sinn. Brady er af flestum sérfræðingum talinn besti leikstjórnandinn í sögu NFL- deildarinnar. Hann er annar af aðeins tveim leikmönnum í sögu NFL deildarinnar til að vinna fimm ofurskálir (e. Superbowl) og eini leikstjórnandinn til að afreka það. Patriots hafa unnið 8 leiki í röð og sitja á toppi Ameríkudeildar NFL með 10 sigra og tvö töp eftir tólf leiki. Liðið heldur til Miami á morgun þar sem þeir mæta heimamönnum í Dolphins aðfaranótt þriðjudags kl 01:30 að íslenskum tíma.
NFL Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Sjá meira