Hó, hó, hó: Stjörnurnar komnar í jólaskap Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 21:30 Er þetta það jólalegasta sem þið hafið séð í dag? Vísir / Samsett mynd Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári. Jól Jólaskraut Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Minna en hálfur mánuður er þar til við hringjum jólin inn, með tilheyrandi áti, gjöfum og góðum samverustundum með fjölskyldunni. Stjörnurnar vestan hafs eru komnar í jólaskap, ef marka má myndir sem þær birta á samfélagsmiðlum, og greinilegt að jólaandinn verður sterkari og stærri með hverjum deginum. Mariah Carey. Sjálfa á sjálfri aðventunni Jóladrottningin og söngkonan Mariah Carey byrjar yfirleitt aðventuna á því að skella sér til Aspen í Colorado með fjölskyldu sinni. Í ár ákvað hún að skreyta heimili sitt í New York líka með börnum sínum, tvíburunum Moroccan og Monroe, sex ára. Hún tók að sjálfsögðu sjálfu við skreytt jólatré, annars gerðist þetta ekki. David Beckham. Let it (Jon) Snow Fótboltakappinn David Beckham á alveg hreint frábæra jólapeysu og ákvað að deila henni með heiminum. Á peysunni stendur: Let it Snow og á henni er mynd af Jon Snow, karakter úr þáttunum Game of Thrones. Rétt’upp hönd sem langar í svona peysu! Reese Witherspoon og hvolparnir. Hvolpaaugun klikka ekki Leikkonan Reese Witherspoon ákvað að nýta samfélagsmiðla til að auglýsa jólapeysu úr Draper James-fatalínu sinni. Hún fékk hvolpana sína tvo til að hjálpa sér og eitt er víst - þeir eru ansi góðar fyrirsætur. Amanda Stanton og fjölskylda. Þrjár stelpur og hundur Amanda Stanton, ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Bachelor in Paradise, býður uppá stórkostlega og jólalega fjölskyldumynd. Hún stillti sér upp með dætrum sínum, Kinsley og Charlie, og hundinum Poppy fyrir framan jólatréð. Þess má geta að fjölskyldan er í jólanáttfötum í stíl frá Old Navy. January Jones. Fer alla leið Mad Men-leikkonan January Jones hatar ekki að skreyta hjá sér fyrir jólin, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér er farið alla leið - jólasokkar við arininn, jólabangsar og meira að segja jólakrús til að gæða sér á heitum, jóladrykk. Vel gert! Fredrik Eklund og Derek Kaplan. Beðið eftir börnum Fredrik Eklund, stjarnan í þættinum Million Dollar Listing New York, og eiginmaður hans Derek Kaplan, hafa nóg til að vera þakklátir fyrir í desember. Parið bíður nú eftir börnunum sínum tveimur, en þau eru væntanleg eftir nokkra daga með hjálp staðgöngumóður. Ætli börnin fái jóladress í stíl við eiginmennina? Sarah og Wells. Fyrsta jólatréð Modern Family-leikkonan Sarah Hyland og kærasti hennar Wells Adams völdu fyrsta jólatréð sitt saman um síðustu helgi. Sarah deildi herlegheitunum með aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum, en hún og Wells byrjuðu saman á þessu ári.
Jól Jólaskraut Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira