Framtíðin - Um flutningskerfi raforku Magnús Rannver Rafnsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Það stefnir í stórtæka innviðauppbyggingu. Út af fyrir sig er það jákvætt. Áhyggjuefni er hvernig það verður gert. Enn hefur engin umræða skapast um lausnir og er það ekki tilviljun. Ég hef áður bent á að umræðan sé föst í reipitogi (Fbl. 13.02.2016), að til séu aðrar leiðir (Fbl. 15.03.2012) og að umhverfisvæn en jafnframt hagkvæm raforkuflutningskerfi séu valkostur (Mbl. 2.02.2016) en komist ekki að vegna hindrana í starfsumhverfi Landsnets (Fbl. 23.06.2016). Enn fremur hef ég vakið athygli á að Landsnet fer með starfsháttum sínum gegn raforkulögum, gegn samkeppnislögum og gegn eigin innkaupareglum (Mbl. 17.08.2017) auk þess sem fyrirtækið virðist ekki þurfa að fylgja lögum um opinber innkaup - þrátt fyrir að vera eign almennings. RÚV fjallaði um hugverkastuld sem Landsnet er sakað um (Kvöldfréttir 17.04.2016) þegar fyrirtækið ásamt ráðgjafarfyrirtækinu AraEngineering kynnti til leiks „nýja kynslóð háspennumastra“ sem til stæði að reisa meðal annars á hálendinu í 100 milljarða silfraðri stórveislu hinna útvöldu silfursveina (Sóknarfæri 22.10.2015). Í slíkum veislum eru verkin afhent án útboðs eða samkeppni (Fbl. 23.09.2016), bersýnileg stöðnun er afsprengi þessa. Við borgum. Umfjöllun Kjarnans (4.07.2017) um 172 milljóna verkefnaveislu sem Landsnet afhenti á silfurfati einum ráðgjafa (AraEngineering) í 52 smáskömmtum - án útboðs eða samkeppni - ætti að skerpa myndina allverulega - sem þó er alveg skýr öllum sem vilja sjá - en vanti upp á má rifja upp heimildarmyndina Línudans (28.02.2017) sem fjallar ítarlega um yfirgang Landsnets gagnvart fólki, fjöllum og firnindum með útsmognun hártogunum á hinu gráa svæði lögfræðinnar. Þetta er ekki tæmandi upptalning. Hvernig Landsnet kemur sér undan því að veita upplýsingar, hvernig forráðamenn fyrirtækisins fara með rangfærslur í fjölmiðlum og hvernig starfsmenn Landsnets týna dýrum skýrslum - svona eins og það sé nú ekkert tiltökumál - hefur enn ekki verið rætt. Hvernig týnast annars skýrslur sem til eru rafrænt í öllum kerfum? Eða var þetta handskrifuð skýrsla? Það segir sig sjálft að sátt um Landsnet og núverandi starfshætti, getur aldrei orðið. Að viðkomandi haldi áfram á sömu nótum og hefur verið, er óhugsandi. Það blasir svolítið við - finnst það satt að segja varla geta verið meira afgerandi. Hér þarf kerfisbreytingu. Enn eru á teikniborði Landsnets lausnir sem þekja munu allar helstu þjóðleiðir samtímans. Þær byggja á hugmyndafræði sem á rætur í síðustu öld sem einkennist meðal annars af sífellt stækkandi „stofnbrautum“ sem á endanum leggja allt undir sig og ekkert fær þrifist í umhverfi þeirra. Það eru til aðrar lausnir, en þær munu ekki skila sér í núverandi kerfi silfraðra einkavina. Rifjum upp hvernig Danir taka á móti ferðalöngum um Kastrup (Fbl. 5.03.2016) með opinn faðminn þar sem nútíma verkfræði sýnir sínar bestu hliðar - strax í aðfluginu. Þetta styður sterka ímynd Dana sem selja sérþekkingu sína á sviði vindorku um allan heim. Á Íslandi eru í gildi áætlanir sem fela í sér andstæðuna við þetta; flækjulegan skóg háspennumastra sem ætlað er að fylgja ferðalöngum hringinn í kringum landið, þvert yfir það og út á ystu tanga. Og sjónarspilið á að hefjast strax við Flugstöðina, ef fer sem horfir. Nú er bara hægt að skora á ný stjórnvöld og benda á hið augljósa; brýn þörf er á kerfisbreytingu. Ekki er nauðsynlegt að leggja landið undir raforkuflutningskerfi til að byggja upp orkukerfi. Nýjar lausnir komast hins vegar ekki að við óbreyttar aðstæður. Nýsköpun, tækni- og vöruþróun á innviðasviði skilar engu án samkeppni, í umhverfi einokuðu af útvöldum sérhagsmunaliðum. Ef nýsköpun er mikilvægt þema í nýjum stjórnarsáttmála ætti það að sjást á orkusviði. Því þarf breytingar. Með öðrum orðum: „We cannot solve problems with the same thinking we used when we created them.” (Albert Einstein). Nýtum tækifærið. Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það stefnir í stórtæka innviðauppbyggingu. Út af fyrir sig er það jákvætt. Áhyggjuefni er hvernig það verður gert. Enn hefur engin umræða skapast um lausnir og er það ekki tilviljun. Ég hef áður bent á að umræðan sé föst í reipitogi (Fbl. 13.02.2016), að til séu aðrar leiðir (Fbl. 15.03.2012) og að umhverfisvæn en jafnframt hagkvæm raforkuflutningskerfi séu valkostur (Mbl. 2.02.2016) en komist ekki að vegna hindrana í starfsumhverfi Landsnets (Fbl. 23.06.2016). Enn fremur hef ég vakið athygli á að Landsnet fer með starfsháttum sínum gegn raforkulögum, gegn samkeppnislögum og gegn eigin innkaupareglum (Mbl. 17.08.2017) auk þess sem fyrirtækið virðist ekki þurfa að fylgja lögum um opinber innkaup - þrátt fyrir að vera eign almennings. RÚV fjallaði um hugverkastuld sem Landsnet er sakað um (Kvöldfréttir 17.04.2016) þegar fyrirtækið ásamt ráðgjafarfyrirtækinu AraEngineering kynnti til leiks „nýja kynslóð háspennumastra“ sem til stæði að reisa meðal annars á hálendinu í 100 milljarða silfraðri stórveislu hinna útvöldu silfursveina (Sóknarfæri 22.10.2015). Í slíkum veislum eru verkin afhent án útboðs eða samkeppni (Fbl. 23.09.2016), bersýnileg stöðnun er afsprengi þessa. Við borgum. Umfjöllun Kjarnans (4.07.2017) um 172 milljóna verkefnaveislu sem Landsnet afhenti á silfurfati einum ráðgjafa (AraEngineering) í 52 smáskömmtum - án útboðs eða samkeppni - ætti að skerpa myndina allverulega - sem þó er alveg skýr öllum sem vilja sjá - en vanti upp á má rifja upp heimildarmyndina Línudans (28.02.2017) sem fjallar ítarlega um yfirgang Landsnets gagnvart fólki, fjöllum og firnindum með útsmognun hártogunum á hinu gráa svæði lögfræðinnar. Þetta er ekki tæmandi upptalning. Hvernig Landsnet kemur sér undan því að veita upplýsingar, hvernig forráðamenn fyrirtækisins fara með rangfærslur í fjölmiðlum og hvernig starfsmenn Landsnets týna dýrum skýrslum - svona eins og það sé nú ekkert tiltökumál - hefur enn ekki verið rætt. Hvernig týnast annars skýrslur sem til eru rafrænt í öllum kerfum? Eða var þetta handskrifuð skýrsla? Það segir sig sjálft að sátt um Landsnet og núverandi starfshætti, getur aldrei orðið. Að viðkomandi haldi áfram á sömu nótum og hefur verið, er óhugsandi. Það blasir svolítið við - finnst það satt að segja varla geta verið meira afgerandi. Hér þarf kerfisbreytingu. Enn eru á teikniborði Landsnets lausnir sem þekja munu allar helstu þjóðleiðir samtímans. Þær byggja á hugmyndafræði sem á rætur í síðustu öld sem einkennist meðal annars af sífellt stækkandi „stofnbrautum“ sem á endanum leggja allt undir sig og ekkert fær þrifist í umhverfi þeirra. Það eru til aðrar lausnir, en þær munu ekki skila sér í núverandi kerfi silfraðra einkavina. Rifjum upp hvernig Danir taka á móti ferðalöngum um Kastrup (Fbl. 5.03.2016) með opinn faðminn þar sem nútíma verkfræði sýnir sínar bestu hliðar - strax í aðfluginu. Þetta styður sterka ímynd Dana sem selja sérþekkingu sína á sviði vindorku um allan heim. Á Íslandi eru í gildi áætlanir sem fela í sér andstæðuna við þetta; flækjulegan skóg háspennumastra sem ætlað er að fylgja ferðalöngum hringinn í kringum landið, þvert yfir það og út á ystu tanga. Og sjónarspilið á að hefjast strax við Flugstöðina, ef fer sem horfir. Nú er bara hægt að skora á ný stjórnvöld og benda á hið augljósa; brýn þörf er á kerfisbreytingu. Ekki er nauðsynlegt að leggja landið undir raforkuflutningskerfi til að byggja upp orkukerfi. Nýjar lausnir komast hins vegar ekki að við óbreyttar aðstæður. Nýsköpun, tækni- og vöruþróun á innviðasviði skilar engu án samkeppni, í umhverfi einokuðu af útvöldum sérhagsmunaliðum. Ef nýsköpun er mikilvægt þema í nýjum stjórnarsáttmála ætti það að sjást á orkusviði. Því þarf breytingar. Með öðrum orðum: „We cannot solve problems with the same thinking we used when we created them.” (Albert Einstein). Nýtum tækifærið. Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun