Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:22 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. visir/stefán „Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan. Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira