Amma og afi Magnús Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Það er mikið álag á mörgum heimilum þessa dagana og þá sérstaklega hjá þeim sem hafa lítið á milli handanna. Það er vægast sagt kvíðvænlegt fyrir marga að geta ekki glatt sína nánustu um jólin í anda hátíðanna enda kostar þetta allt sitt. Fáum er þetta þó eflaust jafn mikilvægt og ömmum og öfum sem sjá ekki sólina fyrir barnabörnunum – skiljanlega. En það er ekki aðalatriðið í stóra samhenginu sem er að ömmur og afar búa sum hver við hreint út sagt óásættanleg kjör og eiga fyrir vikið erfitt með að njóta hátíðanna. Þetta er fjarri því að vera algilt en engu að síður er staðreyndin sú að þeir eldri borgarar sem eru verst staddir eru með lífeyri við fátæktarmörk. Að auki er alls ekki gefið að þessi hópur búi í eigin skuldlausu húsnæði enda þarna fjölmargir sem hafa lent í ýmiss konar hremmingum í óstöðugleika íslenska hagkerfisins undangengna áratugi. Viðkomandi búa mögulega við það að lán eða leiga éti bróðurpart tekna þeirra mánaðarlega. Rétt er að taka fram að uppbætur vegna húsaleigu hrökkva skammt eins og ástandið er á húsnæðismarkaði og ekkert tillit er tekið til þeirra sem sitja uppi með húsnæðislán. Það voru því mikil vonbrigði að sjá nýjan stjórnarsáttmála sem gefur til kynna að ekki eigi að rétta hlut þessara einstaklinga um eina krónu. Þegar er fyrirhuguð minni háttar hækkun á lífeyri út frá nýjum lögum um almannatryggingar frá upphafi þessa árs en hjá einhleypum eldri borgara skilar það einvörðungu lífeyri upp á 242 þúsund krónur á mánuði. Vissulega stendur til að endurheimta frítekjumark atvinnutekna í 100 þúsund krónur en það var reyndar 109 þúsund krónur fyrir ári. Að auki er það takmarkaður hluti lífeyrisþega sem hefur heilsu til þess að stunda vinnu. En öðrum þykir eðlilega kominn tími til þess að þurfa ekki að strita eftir langa starfsævi samfélaginu til heilla, þó svo það hafi kannski ekki sjálft borið svo ýkja mikið úr býtum. Misskipting er engin nýjung. Í stjórnarsáttmálanum er reyndar talað um að Ísland eigi að vera land tækifæranna fyrir alla. „Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Þetta gæti vissulega vitað á gott fyrir það fólk sem hér um ræðir en mikið óskaplega hlýtur eldra fólkið í þessu landi að vera orðið þreytt á fögrum fyrirheitum og innantómu orðagjálfri. Hvorugt verður í askana látið. Það er löngu tímabært að hinir verst stöddu á meðal lífeyrisþega fái kjaraleiðréttingu ekki síst með tilliti til þess að þetta er hópurinn sem mátti fyrst þola skerðingu í kjölfar efnahagshrunsins á sínum tíma. Þetta er eitthvað sem er vonandi að ríkisstjórn og þingheimur hafi í huga og bæti úr við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á næstu dögum. Hafi í huga að það er löngu tímabært að amma og afi séu sett í öndvegi en ekki í skammarkrókinn í íslensku samfélagi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun
Það er mikið álag á mörgum heimilum þessa dagana og þá sérstaklega hjá þeim sem hafa lítið á milli handanna. Það er vægast sagt kvíðvænlegt fyrir marga að geta ekki glatt sína nánustu um jólin í anda hátíðanna enda kostar þetta allt sitt. Fáum er þetta þó eflaust jafn mikilvægt og ömmum og öfum sem sjá ekki sólina fyrir barnabörnunum – skiljanlega. En það er ekki aðalatriðið í stóra samhenginu sem er að ömmur og afar búa sum hver við hreint út sagt óásættanleg kjör og eiga fyrir vikið erfitt með að njóta hátíðanna. Þetta er fjarri því að vera algilt en engu að síður er staðreyndin sú að þeir eldri borgarar sem eru verst staddir eru með lífeyri við fátæktarmörk. Að auki er alls ekki gefið að þessi hópur búi í eigin skuldlausu húsnæði enda þarna fjölmargir sem hafa lent í ýmiss konar hremmingum í óstöðugleika íslenska hagkerfisins undangengna áratugi. Viðkomandi búa mögulega við það að lán eða leiga éti bróðurpart tekna þeirra mánaðarlega. Rétt er að taka fram að uppbætur vegna húsaleigu hrökkva skammt eins og ástandið er á húsnæðismarkaði og ekkert tillit er tekið til þeirra sem sitja uppi með húsnæðislán. Það voru því mikil vonbrigði að sjá nýjan stjórnarsáttmála sem gefur til kynna að ekki eigi að rétta hlut þessara einstaklinga um eina krónu. Þegar er fyrirhuguð minni háttar hækkun á lífeyri út frá nýjum lögum um almannatryggingar frá upphafi þessa árs en hjá einhleypum eldri borgara skilar það einvörðungu lífeyri upp á 242 þúsund krónur á mánuði. Vissulega stendur til að endurheimta frítekjumark atvinnutekna í 100 þúsund krónur en það var reyndar 109 þúsund krónur fyrir ári. Að auki er það takmarkaður hluti lífeyrisþega sem hefur heilsu til þess að stunda vinnu. En öðrum þykir eðlilega kominn tími til þess að þurfa ekki að strita eftir langa starfsævi samfélaginu til heilla, þó svo það hafi kannski ekki sjálft borið svo ýkja mikið úr býtum. Misskipting er engin nýjung. Í stjórnarsáttmálanum er reyndar talað um að Ísland eigi að vera land tækifæranna fyrir alla. „Til að svo megi verða þarf að styrkja sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.“ Þetta gæti vissulega vitað á gott fyrir það fólk sem hér um ræðir en mikið óskaplega hlýtur eldra fólkið í þessu landi að vera orðið þreytt á fögrum fyrirheitum og innantómu orðagjálfri. Hvorugt verður í askana látið. Það er löngu tímabært að hinir verst stöddu á meðal lífeyrisþega fái kjaraleiðréttingu ekki síst með tilliti til þess að þetta er hópurinn sem mátti fyrst þola skerðingu í kjölfar efnahagshrunsins á sínum tíma. Þetta er eitthvað sem er vonandi að ríkisstjórn og þingheimur hafi í huga og bæti úr við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á næstu dögum. Hafi í huga að það er löngu tímabært að amma og afi séu sett í öndvegi en ekki í skammarkrókinn í íslensku samfélagi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun