Uppnám í Alabama Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:57 Doug Jones var holdgervingur hamingjunnar á kosningafundi sínum í nótt. Vísir/AFP Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. Hann hlaut 51 prósent atkvæða gegn 49 prósentum mótframbjóðanda síns. Þetta kom nokkuð á óvart því demókrati hefur ekki setið á þingi fyrir ríkið í heil 25 ár og kusu íbúar Alabama repúblikanann Donald Trump með nokkrum yfirburðum í síðustu forsetakosningum. Jones var reyndar að etja kappi við einn umdeildasta stjórnmálamann landsins. Roy Moore hafði verið sakaður ítrekað um kynferðislegt áreiti í garð ungra kvenna og jafnvel barna auk þess sem skoðanir hans teljast lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum. Trump forseti studdi Moore í baráttunni en allt kom fyrir ekki og Jones vann.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Þrátt fyrir að um 99 prósent atkvæða hafa verið talin og að allt bendi til sigurs Jones neitar Moore að játa sig sigraðan. Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að þrátt fyrir að hann og framboð sitt hafi fengið ósanngjarna gagnrýni á síðustu mánuðum ættu þeir ekki að gefast upp. Munurinn á milli frambjóðendanna væri svo lítill að enn væri möguleiki á endurtalningu. Þó svo að Moore neiti að játa ósigur sinn hefur Bandaríkjaforseti sent Doug Jones hamingjuóskir á Twitter. Hann segir jafnframt að Repúblikanir þurfi ekki að örvænta, þeir muni fá annað tækifæri mjög fljótlega.Congratulations to Doug Jones on a hard fought victory. The write-in votes played a very big factor, but a win is a win. The people of Alabama are great, and the Republicans will have another shot at this seat in a very short period of time. It never ends!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20