New Horizons-leiðangurinn fær óvæntan bónus Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 16:25 Teikning af nærflugi New Horizons hjá MU69 um áramótin 2018 til 2019. NASA/JHUAPL/SwRI Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Vísindi Plútó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Næsta takmark New Horizons-geimfarsins sem flaug fram hjá Plútó fyrir tveimur árum virðist vera tvö fyrirbæri en ekki eitt eins og upphaflega var talið. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að íshnullungurinn sé ekki aðeins með lítið tungl heldur sé hann mögulega tvö fyrirbæri þétt upp við hvort annað. Bandaríska könnunarfarið stefnir nú út í Kuiperbeltið, samansafn frosinna fyrirbæra sem talin eru leifar frá myndun sólkerfisins okkar fyrir um 4,5 milljörðum ára, yst í sólkerfinu. Eftir vel heppnað nærflug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó í júlí 2015 var næsta takmark leiðangursins ákveðið fyrirbærið MU69. Undirbúningsrannsóknir á MU69 benda nú til þess að lítið tungl gangi um fyrirbærið í um 200-300 kílómetra fjarlægð, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Enn merkilegra þótti vísindamönnunum að vísbendingar eru um að MU69 sé í raun tvö fyrirbæri sem annað hvort snertast eða eru afar nálægt hvor öðru. Í frétt á vefsíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA kemur fram að vísindamenn muni þó ekki vita hvernig MU69 lítur út nákvæmlega fyrr en New Horizons flýgur þar fram hjá í kringum áramótin á næsta ári. Áætlað er að geimfarið fari næst fyrirbærinu á gamlársdag 2018 og nýársdag 2019. Þegar geimfarið verður sem næst fyrirbærinu munu aðeins 3.500 kílómetrar skilja þau að. Það er um hundrað sinnum styttri vegalengd en skilur að jörðina og tunglið. Aldrei séð neitt líkt MU69Vísindamennirnir vonast til þess að nærflugið varpi nýju ljósi á Kuiperbeltið. Alan Stern, aðalvísindamaður New Horizons-leiðangursins, bendir á að fyrir utan að vera fjarlægasti könnunarleiðangur mannkynssögunnar þá hafi geimfar aldrei kannað eins óspjallað fyrirbæri og MU69. „Við höfum raunverulega aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum auðvitað haft margra leiðangra að halastjörnum sem koma frá Kuiperbeltinu en þær hafa komið inn í innra sólkerfið þar sem þær veðrast, stundum eftir hundruð ferða fram hjá sólinni, og eru miklu minni,‟ segir Stern. Þannig er MU69 þúsund sinnum stærri en halstjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko sem evrópska geimfarið Rosetta heimsótti árið 2014. Fyrstu myndirnar úr nærfluginu ættu að berast til jarðar á fyrstu dögum ársins 2019. Þá verður New Horizons í um 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni.
Vísindi Plútó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira