Loforð á kaffihúsi tryggði blaðamanni laun Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 11:52 Ásta Andrésdóttir fær greiddar 1,6 millónir auk dráttarvaxta frá Myllusetri vegna vangoldinna launa. Vísir/GVA Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur. Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur.
Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira