Loforð á kaffihúsi tryggði blaðamanni laun Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 11:52 Ásta Andrésdóttir fær greiddar 1,6 millónir auk dráttarvaxta frá Myllusetri vegna vangoldinna launa. Vísir/GVA Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur. Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur.
Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun