Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 12:48 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Fagnaðarefni segir prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Í fjárlagafrumvarpinu segir að fjárhæðin verði notuð í að „[b]yggja upp innviði íslenskrar máltækni í opnum aðgangi þannig að íslenska verði fullgild í stafrænum heimi í samræmi við stjórnarsáttmála.“ Verður það gert á grundvelli nýrrar aðgerðaráætlunar sem kynnt var í sumar. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika.Alls er gert ráð fyrir því að 2,3 milljarða þurfi á næstu fimm árum vegna verkáætlunnar og fagnar Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og einn helsti talsmaður þess að lagt verði áhersla á þróun máltækni, því að stjórnvöld stígi stórt skref í því að láta framkvæma verkáætlunina.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.„[H]efur nokkrum sinnum fagnað því að stjórnvöld virtust vera að taka við sér með stuðning við íslenska máltækni - en jafnoft þurft að éta fögnuðinn ofan í sig vegna þess að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. En nú vonast ég til að þetta sé komið, fyrst fé sem munar um er komið inn í fjárlagafrumvarpið. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í mennta- og menningarmálum eru sannarlega fagnaðarefni,“ skrifar Eiríkur á Facebook, en hann gagnrýndi mjög stuðning fyrri ríkisstjórnar við verkáætlunina.Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu. Verkáætlunin miðar að því að að koma á fót hagnýtum verkefnum í máltækni, á borð við þannig að fjótlega verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku svo dæmi séu tekin. Fjárlög Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Fagnaðarefni segir prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Í fjárlagafrumvarpinu segir að fjárhæðin verði notuð í að „[b]yggja upp innviði íslenskrar máltækni í opnum aðgangi þannig að íslenska verði fullgild í stafrænum heimi í samræmi við stjórnarsáttmála.“ Verður það gert á grundvelli nýrrar aðgerðaráætlunar sem kynnt var í sumar. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika.Alls er gert ráð fyrir því að 2,3 milljarða þurfi á næstu fimm árum vegna verkáætlunnar og fagnar Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og einn helsti talsmaður þess að lagt verði áhersla á þróun máltækni, því að stjórnvöld stígi stórt skref í því að láta framkvæma verkáætlunina.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.„[H]efur nokkrum sinnum fagnað því að stjórnvöld virtust vera að taka við sér með stuðning við íslenska máltækni - en jafnoft þurft að éta fögnuðinn ofan í sig vegna þess að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. En nú vonast ég til að þetta sé komið, fyrst fé sem munar um er komið inn í fjárlagafrumvarpið. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í mennta- og menningarmálum eru sannarlega fagnaðarefni,“ skrifar Eiríkur á Facebook, en hann gagnrýndi mjög stuðning fyrri ríkisstjórnar við verkáætlunina.Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu. Verkáætlunin miðar að því að að koma á fót hagnýtum verkefnum í máltækni, á borð við þannig að fjótlega verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku svo dæmi séu tekin.
Fjárlög Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Dónatal í desember Erlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45