Erlent

Leiðtogar takast á um flóttamannamál

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/afp
Tekist er á um flóttamannamál á leiðtogafundi ESB ríkjanna sem hófst í Brussel í gær.

Þjóðverjar og Ítalir hafa gagnrýnt fyrirhugaða áætlun sem Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, hefur lagt fram. Samkvæmt henni verða ríki álfunnar ekki lengur skyldug til að taka til sín ákveðinn fjölda flóttamanna, eða kvóta, eins og nú er.

Tusk segir að kvótarnir spilli sambandi ríkjanna auk þess sem þeir virki ekki sem skyldi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, gagnrýnir hugmyndir Tusk einnig harðlega -  þrátt fyrir að Grikkir hafi átt í miklum vandræðum með að uppfylla skuldbindingar sínar.

Tsipras segir að nýja áætlunin sé engu skárri, hún sé stefnulaus, ástæðulaus og sett fram á slæmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×