Kom á óvart hversu ósvífin ísraelsk stjórnvöld eru í að gera daglegt líf Palestínumanna erfitt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2017 10:00 Mist Rúnarsdóttir dvaldi í Palestínu í sjö vikur í haust. Hún segir dvölina hafa verið öðruvísi en hún bjóst við. Mist Rúnarsdóttir, íslensk kona sem dvaldi í sjö vikur í Palestínu í haust, segir það hafa komið sér á óvart hversu ósvífin ísraelsk stjórnvöld eru í því að gera Palestínumönnum erfitt fyrir í þeirra daglega lífi. Hún segist að sjálfsögðu hafa vitað að lífið í hernumdu landi væri ekki auðvelt en það hafi engu að síður komið á óvart hversu mikið óréttlætið er og hvað það er alls staðar. Þorpið þar sem Mist dvaldi, og var enn í þegar Vísir náði tali af henni, heitir Deir Istiya og er á Vesturbakkanum, um 15 kílómetra frá Nablus sem er næsta borg við þorpið. Í þorpinu búa um 3500 manns en Mist segir að byggðin dreifist nokkuð í kringum þorpið auk þess sem fólk búi í Deir Istiya en vinni annars staðar og komi þangað um helgar. Mist fór út ásamt vinkonu sinni á vegum alþjóðlegra friðarsamtaka kvenna sem kallast International Women‘s Peace Service. En af hverju ákvað hún að fara til Palestínu nú? „Ég hef fylgst með fréttum og öðru í tengslum við Palestínu síðan ég var í menntaskóla. Það hefur auðvitað alltaf mikið verið í gangi þarna og málefni Palestínu hafa lengi brunnið á mér. Ég hef því verið lengi á leiðinni en ekki komið mér fyrr en núna. Mig langaði að skoða þetta sjálf og mynda mína eigin skoðun,“ segir Mist.Landtökufólk réðst á þennan bónda og konu hans þar sem þau voru við ólífutínslu í nóvember síðastliðnum, skammt frá landtökubyggðinni Yitzhar í Palestínu.mistRáðist á bændur og ólífutréin þeirra brennd Þegar hún kom út var ólífutínslutímabilið í fullum gangi. Mist segir sjálfboðaliðana aðstoða við tínsluna en þeirra hlutverk sé aðallega að vera með það sem kallað er verndandi viðvera. Margt geti farið úr böndunum að sögn Mistar og óréttlætið sem ísraelski herinn og landtökufólk á Vesturbakkanum beiti Palestínumenn birtist til að mynda í ólífutínslunni. „Bæði er mikið áreiti frá landtökufólkinu, eða landránsfólkinu eins og ég vil kalla það, sem býr í þessum ólöglegu landránsbyggðum sem eru að teygja úr sér úti um allt. Bændur lenda til dæmis í því að það er ráðist á þá og ólífutréin þeirra brennd. Þá fá bændur stundum aðeins úthlutað nokkrum dögum til tínslu á eigin trjám. Svo er það ísraelski herinn sem er að loka vegum, setja upp vegatálma og gera fólki erfitt fyrir“ segir Mist. Hún segir að það hafi gefist vel að erlendir sjálfboðaliðar séu með heimamönnum í ólífutínslunni þar sem líklegra sé að bændurnir fái þá frið til þess að tína. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að vera sýnilegar og veita aðstoð en ekki taka vinnu af heimamönnum. Við fylgjum bændum helst á viðkvæmum svæðum, yfirleitt nálægt landránsbyggðum, þar sem bændur eiga á hættu að verða fyrir árásum eða áreiti frá landránsfólki. Á meðan við höfum verið hérna hefur verið ráðist á fólk við tínslu og það beitt líkamlegu ofbeldi,“ segir Mist. Hún segir að hlutverk sjálfboðaliðanna sé fyrst og fremst að skrá niður atvik ef eitthvað kemur upp í tínslunni og fylgjast með ef það er verið að brjóta á fólki. „Því það eru alveg ótrúlegar sögur og hlutir sem maður er að upplifa hérna sem manni hefði ekki dottið í hug,“ segir Mist.Vegatálmar og lokanir á vegum eru algeng birtingarmynd þeirra aðgerða sem ísraelsk stjórnvöld grípa til til að gera daglegt líf Palestínumanna erfiðara þar sem skert ferðafrelsi er daglegt brauð.mistVegatálmar geta sprottið upp hvar sem er Auk þess að vera með viðveru í ólífutínslunni hafa hún og aðrar konur á vegum International Women‘s Peace Service verið duglegar að mæta á mótmæli og heimsækja skóla. „Við erum að reyna að kynnast þessu daglega lífi hvort sem það er í erindagjörðum á vegum samtakanna eða á okkar eigin vegum. Það er gott að vera í þorpinu því ég held að þá sé auðveldara að tengjast samfélaginu og komast í takt við daglegt líf heldur en ef maður væri í stærri borg.“ Mist tekur annað dæmi um það hvernig óréttlætið og misréttið sem Palestínumenn búa við birtist þegar hún og fleiri sjálfboðaliðar fóru og heimsóttu skóla í þorpinu Burin. „Við fyrstu sýn héldum við að við værum að horfa á fangelsi því byggingin er víggirt. Eftir að hafa kynnt okkur málið komumst við að því að heimamenn höfðu byggt nokkurs konar girðingu eða rimla í kringum skólann til að verja nemendur frá grjótkasti og árásum frá landránsfólki sem búa í ólöglegu landránsbyggðinni Yitzhar sem teygir sig í áttina að Burin,“ segir Mist. Þá eru vegatálmar og lokanir á vegum önnur algeng birtingarmynd þeirra aðgerða sem ísraelsk stjórnvöld grípa til til að gera daglegt líf Palestínumanna erfiðara þar sem skert ferðafrelsi er daglegt brauð. „Vegatálmar geta birst hvar sem er. Sumir eru í stöðugri notkun á ákveðnum stöðum og svo eru líka svokölluð „flying checkpoints“ sem herinn getur í raun sett upp hvenær sem er,“ segir Mist.Landtökubyggðin Yitzhar.mistBeita bæði gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum gegn mótmælendum Dæmi um þetta er aðalvegurinn að borginni Nablus frá þorpinu Kufur Quaddum á Vesturbakkanum. Honum var lokað endanlega árið 2011 og mótmæla þorpsbúar lokuninni í hverri viku þar sem hún hefur mikil áhrif á þeirra daglega líf. Í stað þess að það taki þorpsbúa 15 mínútur að komast til borgarinnar þangað sem þeir sækja ýmsa þjónustu og versla nauðsynjar tekur það 40 mínútur að ná til Nablus. „Það segir sig auðvitað sjálft að þessu fylgir aukinn ferðakostnaður og þá er leiðinni að ökrunum lokað. Svo getur þetta verið stórhættulegt ef það kemur eitthvað fyrir því það tekur lengri tíma fyrir sjúkrabíla að komast leiðar sinnar,“ segir Mist og bætir við að landtökufólk hafi leyfi til að keyra á veginum en ekki Palestínumenn. Hún lýsir því hvernig er að vera á þessum mótmælum þar sem herinn beitir bæði gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum gegn mótmælendum. „Þegar við fórum í eitt skiptið á mótmælin fréttum við af vegatálma og fórum því krókaleið í gegnum ólífuakra til að komast á mótmælin. Í það skipti beitti herinn enn og aftur gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum til að reyna að tvístra hópi friðsælla mótmælenda og hrekja þá aftur inn í þorp. Eins og ég nefndi áðan þá erum við sjálfboðaliðarnir á svæðinu til að sýna Palestínumönnum samstöðu og fylgjast með því sem fram fer. Við höldum okkur til baka en þrátt fyrir það skaut herinn í áttina að okkur svo það munaði litlu að við fengjum gúmmíhúðaðar stálkúlur í okkur,“ segir Mist.Mist segist ekki upplifa mikla bjartsýni hjá Palestínumönnum en þeir halda þó í vonina um betri tíma.mistGestrisnir og æðrulausir Palestínumenn Þá nefnir hún dæmi um það að ísraelski herinn reyni að taka vegabréf af fólki þrátt fyrir að hann megi það ekki. „Við höfum orðið vitni að þessu og heyrt margar hryllingssögur af framkomu hersins við Palestínumenn og það fer ekkert á milli mála að herinn reynir að koma í veg fyrir að alþjóðlegir friðarsinnar og fjölmiðlar verði vitni að framferði þeirra. Ný taktík hjá ísraelska hernum virðist líka vera að vísa alþjóðaliðum burt úr ólífuuppskerunni en leyfa Palestínumönnum að tína áfram. Þá koma þeir fram við okkur eins og við séum að gera eitthvað rangt og ólöglegt fyrir að tína ólífur með Palestínumönnum. Þetta er auðvitað allt ákveðin leið til þess að koma alþjóðaliðum burt frá Palestínumönnunum og koma þeim í viðkvæmari stöðu,“ segir Mist. Hún segir upplifunina af sjálboðaliðastarfinu ekki hafa verið alveg eins og hún bjóst við. „Ég vissi að aðstæður hér væru slæmar en hefði aldrei trúað því hversu illa er komið fram við Palestínumenn í þeirra daglega lífi. Við verðum vitni að ömurlegri framkomu í garð heimamanna á hverjum degi og heyrum af ótrúlegum hlutum hvað varðar mannréttindabrot og ofbeldi. En á sama tíma og maður er að heyra hryllingssögur þá eru heimamenn æðrulausir, gestrisnir og velviljaðir. Hér viðgengst svo mikið óréttlæti sem við heyrum ekkert af heima á Íslandi. Við fáum fréttir af því þegar það er einhver hryllingur í gangi á Gasa eða eitthvað „stórt“ gerist á þessu svæði en heyrum ekkert af „litlu hlutunum“, sem eru auðvitað ekkert litlir og gera lífið í hernuminni Palestínu erfitt og ósanngjarnt,“ segir Mist og bætir við að það sé mikill baráttuvilji í Palestínumönnum en á sama tíma friðsamlegt viðhorf. „Ég myndi kannski ekki segja að ég upplifi mikla bjartsýni hjá Palestínumönnum enda hefur ekkert gerst sem ætti að fylla þá bjartsýni. Fólk heldur hins vegar í vonina um betri tíma og lifir lífinu eins og það best getur með húmorinn og æðruleysið að vopni.“ Nánar má fræðast um samtökin International Women‘s Peace Service hér þar sem hægt er að sækja um að gerast sjálfboðaliði á vegum samtakanna. Þá er líka hægt að fara út á vegum félagsins Ísland Palestína. Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Mist Rúnarsdóttir, íslensk kona sem dvaldi í sjö vikur í Palestínu í haust, segir það hafa komið sér á óvart hversu ósvífin ísraelsk stjórnvöld eru í því að gera Palestínumönnum erfitt fyrir í þeirra daglega lífi. Hún segist að sjálfsögðu hafa vitað að lífið í hernumdu landi væri ekki auðvelt en það hafi engu að síður komið á óvart hversu mikið óréttlætið er og hvað það er alls staðar. Þorpið þar sem Mist dvaldi, og var enn í þegar Vísir náði tali af henni, heitir Deir Istiya og er á Vesturbakkanum, um 15 kílómetra frá Nablus sem er næsta borg við þorpið. Í þorpinu búa um 3500 manns en Mist segir að byggðin dreifist nokkuð í kringum þorpið auk þess sem fólk búi í Deir Istiya en vinni annars staðar og komi þangað um helgar. Mist fór út ásamt vinkonu sinni á vegum alþjóðlegra friðarsamtaka kvenna sem kallast International Women‘s Peace Service. En af hverju ákvað hún að fara til Palestínu nú? „Ég hef fylgst með fréttum og öðru í tengslum við Palestínu síðan ég var í menntaskóla. Það hefur auðvitað alltaf mikið verið í gangi þarna og málefni Palestínu hafa lengi brunnið á mér. Ég hef því verið lengi á leiðinni en ekki komið mér fyrr en núna. Mig langaði að skoða þetta sjálf og mynda mína eigin skoðun,“ segir Mist.Landtökufólk réðst á þennan bónda og konu hans þar sem þau voru við ólífutínslu í nóvember síðastliðnum, skammt frá landtökubyggðinni Yitzhar í Palestínu.mistRáðist á bændur og ólífutréin þeirra brennd Þegar hún kom út var ólífutínslutímabilið í fullum gangi. Mist segir sjálfboðaliðana aðstoða við tínsluna en þeirra hlutverk sé aðallega að vera með það sem kallað er verndandi viðvera. Margt geti farið úr böndunum að sögn Mistar og óréttlætið sem ísraelski herinn og landtökufólk á Vesturbakkanum beiti Palestínumenn birtist til að mynda í ólífutínslunni. „Bæði er mikið áreiti frá landtökufólkinu, eða landránsfólkinu eins og ég vil kalla það, sem býr í þessum ólöglegu landránsbyggðum sem eru að teygja úr sér úti um allt. Bændur lenda til dæmis í því að það er ráðist á þá og ólífutréin þeirra brennd. Þá fá bændur stundum aðeins úthlutað nokkrum dögum til tínslu á eigin trjám. Svo er það ísraelski herinn sem er að loka vegum, setja upp vegatálma og gera fólki erfitt fyrir“ segir Mist. Hún segir að það hafi gefist vel að erlendir sjálfboðaliðar séu með heimamönnum í ólífutínslunni þar sem líklegra sé að bændurnir fái þá frið til þess að tína. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að vera sýnilegar og veita aðstoð en ekki taka vinnu af heimamönnum. Við fylgjum bændum helst á viðkvæmum svæðum, yfirleitt nálægt landránsbyggðum, þar sem bændur eiga á hættu að verða fyrir árásum eða áreiti frá landránsfólki. Á meðan við höfum verið hérna hefur verið ráðist á fólk við tínslu og það beitt líkamlegu ofbeldi,“ segir Mist. Hún segir að hlutverk sjálfboðaliðanna sé fyrst og fremst að skrá niður atvik ef eitthvað kemur upp í tínslunni og fylgjast með ef það er verið að brjóta á fólki. „Því það eru alveg ótrúlegar sögur og hlutir sem maður er að upplifa hérna sem manni hefði ekki dottið í hug,“ segir Mist.Vegatálmar og lokanir á vegum eru algeng birtingarmynd þeirra aðgerða sem ísraelsk stjórnvöld grípa til til að gera daglegt líf Palestínumanna erfiðara þar sem skert ferðafrelsi er daglegt brauð.mistVegatálmar geta sprottið upp hvar sem er Auk þess að vera með viðveru í ólífutínslunni hafa hún og aðrar konur á vegum International Women‘s Peace Service verið duglegar að mæta á mótmæli og heimsækja skóla. „Við erum að reyna að kynnast þessu daglega lífi hvort sem það er í erindagjörðum á vegum samtakanna eða á okkar eigin vegum. Það er gott að vera í þorpinu því ég held að þá sé auðveldara að tengjast samfélaginu og komast í takt við daglegt líf heldur en ef maður væri í stærri borg.“ Mist tekur annað dæmi um það hvernig óréttlætið og misréttið sem Palestínumenn búa við birtist þegar hún og fleiri sjálfboðaliðar fóru og heimsóttu skóla í þorpinu Burin. „Við fyrstu sýn héldum við að við værum að horfa á fangelsi því byggingin er víggirt. Eftir að hafa kynnt okkur málið komumst við að því að heimamenn höfðu byggt nokkurs konar girðingu eða rimla í kringum skólann til að verja nemendur frá grjótkasti og árásum frá landránsfólki sem búa í ólöglegu landránsbyggðinni Yitzhar sem teygir sig í áttina að Burin,“ segir Mist. Þá eru vegatálmar og lokanir á vegum önnur algeng birtingarmynd þeirra aðgerða sem ísraelsk stjórnvöld grípa til til að gera daglegt líf Palestínumanna erfiðara þar sem skert ferðafrelsi er daglegt brauð. „Vegatálmar geta birst hvar sem er. Sumir eru í stöðugri notkun á ákveðnum stöðum og svo eru líka svokölluð „flying checkpoints“ sem herinn getur í raun sett upp hvenær sem er,“ segir Mist.Landtökubyggðin Yitzhar.mistBeita bæði gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum gegn mótmælendum Dæmi um þetta er aðalvegurinn að borginni Nablus frá þorpinu Kufur Quaddum á Vesturbakkanum. Honum var lokað endanlega árið 2011 og mótmæla þorpsbúar lokuninni í hverri viku þar sem hún hefur mikil áhrif á þeirra daglega líf. Í stað þess að það taki þorpsbúa 15 mínútur að komast til borgarinnar þangað sem þeir sækja ýmsa þjónustu og versla nauðsynjar tekur það 40 mínútur að ná til Nablus. „Það segir sig auðvitað sjálft að þessu fylgir aukinn ferðakostnaður og þá er leiðinni að ökrunum lokað. Svo getur þetta verið stórhættulegt ef það kemur eitthvað fyrir því það tekur lengri tíma fyrir sjúkrabíla að komast leiðar sinnar,“ segir Mist og bætir við að landtökufólk hafi leyfi til að keyra á veginum en ekki Palestínumenn. Hún lýsir því hvernig er að vera á þessum mótmælum þar sem herinn beitir bæði gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum gegn mótmælendum. „Þegar við fórum í eitt skiptið á mótmælin fréttum við af vegatálma og fórum því krókaleið í gegnum ólífuakra til að komast á mótmælin. Í það skipti beitti herinn enn og aftur gúmmíhúðuðum byssukúlum og stálkúlum til að reyna að tvístra hópi friðsælla mótmælenda og hrekja þá aftur inn í þorp. Eins og ég nefndi áðan þá erum við sjálfboðaliðarnir á svæðinu til að sýna Palestínumönnum samstöðu og fylgjast með því sem fram fer. Við höldum okkur til baka en þrátt fyrir það skaut herinn í áttina að okkur svo það munaði litlu að við fengjum gúmmíhúðaðar stálkúlur í okkur,“ segir Mist.Mist segist ekki upplifa mikla bjartsýni hjá Palestínumönnum en þeir halda þó í vonina um betri tíma.mistGestrisnir og æðrulausir Palestínumenn Þá nefnir hún dæmi um það að ísraelski herinn reyni að taka vegabréf af fólki þrátt fyrir að hann megi það ekki. „Við höfum orðið vitni að þessu og heyrt margar hryllingssögur af framkomu hersins við Palestínumenn og það fer ekkert á milli mála að herinn reynir að koma í veg fyrir að alþjóðlegir friðarsinnar og fjölmiðlar verði vitni að framferði þeirra. Ný taktík hjá ísraelska hernum virðist líka vera að vísa alþjóðaliðum burt úr ólífuuppskerunni en leyfa Palestínumönnum að tína áfram. Þá koma þeir fram við okkur eins og við séum að gera eitthvað rangt og ólöglegt fyrir að tína ólífur með Palestínumönnum. Þetta er auðvitað allt ákveðin leið til þess að koma alþjóðaliðum burt frá Palestínumönnunum og koma þeim í viðkvæmari stöðu,“ segir Mist. Hún segir upplifunina af sjálboðaliðastarfinu ekki hafa verið alveg eins og hún bjóst við. „Ég vissi að aðstæður hér væru slæmar en hefði aldrei trúað því hversu illa er komið fram við Palestínumenn í þeirra daglega lífi. Við verðum vitni að ömurlegri framkomu í garð heimamanna á hverjum degi og heyrum af ótrúlegum hlutum hvað varðar mannréttindabrot og ofbeldi. En á sama tíma og maður er að heyra hryllingssögur þá eru heimamenn æðrulausir, gestrisnir og velviljaðir. Hér viðgengst svo mikið óréttlæti sem við heyrum ekkert af heima á Íslandi. Við fáum fréttir af því þegar það er einhver hryllingur í gangi á Gasa eða eitthvað „stórt“ gerist á þessu svæði en heyrum ekkert af „litlu hlutunum“, sem eru auðvitað ekkert litlir og gera lífið í hernuminni Palestínu erfitt og ósanngjarnt,“ segir Mist og bætir við að það sé mikill baráttuvilji í Palestínumönnum en á sama tíma friðsamlegt viðhorf. „Ég myndi kannski ekki segja að ég upplifi mikla bjartsýni hjá Palestínumönnum enda hefur ekkert gerst sem ætti að fylla þá bjartsýni. Fólk heldur hins vegar í vonina um betri tíma og lifir lífinu eins og það best getur með húmorinn og æðruleysið að vopni.“ Nánar má fræðast um samtökin International Women‘s Peace Service hér þar sem hægt er að sækja um að gerast sjálfboðaliði á vegum samtakanna. Þá er líka hægt að fara út á vegum félagsins Ísland Palestína.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira