Trump og starfsmenn hans gagnrýna alríkislögregluna harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og stuðningsmenn hafa að undanförnu varið miklu púðri í að gagnrýna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) harðlega og grafa undan rannsókn Robert Mueller á meintu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda Rússlands í forsetakosningunum í fyrra. Trump sagði nú í dag að hann ætlaði sér að byggja stofnunina upp að nýju. Allt frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, samþykkti að starfa með FBI og játaði að hafa logið að lögreglumönnum, hafa Repúblikanar sem styðja Trump gagnrýnt FBI og Muller harðlega. Sífellt meiri harka hefur færst í gagnrýni þeirra og hafa margir þeirra kallað eftir því að Mueller verði rekinn og jafnvel að allir stjórnendur FBI verði reknir einnig. Gagnrýnendur segja orðræðu forsetans og annarra vera hættulega. Í dag sagði Trump að það væri „synd og skömm“ hvað hefði komið fyrir forystu FBI. Þá sagði hann „mjög skömmustulegt“ hvernig Alríkislögreglan hefði staðið að rannsókninni varðandi tölvupóstamál Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.Seinna í dag hét hann stuðningi við lögregluembætti Bandaríkjanna og sagði „rangt og hættulegt“ að tala gegn þeim embættum. „Hver sem myrðir lögregluþjón ætti að fá dauðarefsingu,“ sagði Trump. Hlutar úr ræðu Trump í dagFyrr í dag ræddi Trump við blaðamenn og sagði hann „sorglegt“ hvernig forysta FBI hefði gengið fram í Rússarannsókninni svokölluðu. Hann sagði að um „gabb“ Demókrata væri að ræða og að lögreglan hefði eytt miljónum og milljónum dala í þá rannsókn.Hann sagðist ætla að byggja FBI upp að nýju og hún yrði mun betri en áður. Trump ræddi einnig um skilaboð sem starfsmenn FBI höfðu sent sín á milli í kosningabaráttunni um að Trump væri „fífl“ og hræðileg manneskja. Þessi starfsmenn tóku svo þátt í Rússarannsókninni en um leið og upp komst úr skilaboðin vék Mueller öðrum þeirra frá rannsókninni en hinn hafði þegar lokið störfum sínum.Demókratar hafa gagnrýnt það að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi opinberað áðurnefnd skilaboð starfsmanna FBI. Það var gert á sama tíma og rannsókn stendur yfir á því hvort þau hafi í raun gert eitthvað af sér.Þrír þingmenn í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa kallað eftir því að sú ákvörðun að birta 375 skilaboð starfsmannanna tveggja verði einnig rannsökuð. Þeir vilja að sá starfsmaður sem tók þá ákvörðun að birta skilaboðin hjá völdum fjölmiðlum, á sama tíma og skilboðin voru færð þingmönnum, verði nafngreindur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og stuðningsmenn hafa að undanförnu varið miklu púðri í að gagnrýna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) harðlega og grafa undan rannsókn Robert Mueller á meintu samstarfi framboðs Trump og yfirvalda Rússlands í forsetakosningunum í fyrra. Trump sagði nú í dag að hann ætlaði sér að byggja stofnunina upp að nýju. Allt frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, samþykkti að starfa með FBI og játaði að hafa logið að lögreglumönnum, hafa Repúblikanar sem styðja Trump gagnrýnt FBI og Muller harðlega. Sífellt meiri harka hefur færst í gagnrýni þeirra og hafa margir þeirra kallað eftir því að Mueller verði rekinn og jafnvel að allir stjórnendur FBI verði reknir einnig. Gagnrýnendur segja orðræðu forsetans og annarra vera hættulega. Í dag sagði Trump að það væri „synd og skömm“ hvað hefði komið fyrir forystu FBI. Þá sagði hann „mjög skömmustulegt“ hvernig Alríkislögreglan hefði staðið að rannsókninni varðandi tölvupóstamál Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.Seinna í dag hét hann stuðningi við lögregluembætti Bandaríkjanna og sagði „rangt og hættulegt“ að tala gegn þeim embættum. „Hver sem myrðir lögregluþjón ætti að fá dauðarefsingu,“ sagði Trump. Hlutar úr ræðu Trump í dagFyrr í dag ræddi Trump við blaðamenn og sagði hann „sorglegt“ hvernig forysta FBI hefði gengið fram í Rússarannsókninni svokölluðu. Hann sagði að um „gabb“ Demókrata væri að ræða og að lögreglan hefði eytt miljónum og milljónum dala í þá rannsókn.Hann sagðist ætla að byggja FBI upp að nýju og hún yrði mun betri en áður. Trump ræddi einnig um skilaboð sem starfsmenn FBI höfðu sent sín á milli í kosningabaráttunni um að Trump væri „fífl“ og hræðileg manneskja. Þessi starfsmenn tóku svo þátt í Rússarannsókninni en um leið og upp komst úr skilaboðin vék Mueller öðrum þeirra frá rannsókninni en hinn hafði þegar lokið störfum sínum.Demókratar hafa gagnrýnt það að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi opinberað áðurnefnd skilaboð starfsmanna FBI. Það var gert á sama tíma og rannsókn stendur yfir á því hvort þau hafi í raun gert eitthvað af sér.Þrír þingmenn í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa kallað eftir því að sú ákvörðun að birta 375 skilaboð starfsmannanna tveggja verði einnig rannsökuð. Þeir vilja að sá starfsmaður sem tók þá ákvörðun að birta skilaboðin hjá völdum fjölmiðlum, á sama tíma og skilboðin voru færð þingmönnum, verði nafngreindur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42 Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Flynn sagður tilbúinn að bera vitni gegn Trump Heimildir ABC-frétta herma að Flynn sé tilbúinn að bera vitni um að Trump hafi persónulega beðið hann um að koma á samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra. 1. desember 2017 16:42
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18
Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafi krafið bankann um gögn um reikninga Trump-fjölskyldunnar. 6. desember 2017 12:01