Gott að vinna í kringum aðra Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 14:00 Sigga Maija, Íris og Ragnar reka MINØR Coworking-vinnustofurnar úti á Granda. vísir/stefán Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira