Ríkisstjórnin með „gríðarlegar áhyggjur“ af yfirvofandi verkfalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:48 Í dag reyna deiluaðilar að ná saman. Vísir/Vilhelm „Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“ Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Auðvitað höfum við gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra aðspurður um yfirvofandi verkfall flugvirkja sem hefjast á snemma á morgun takist ekki að semja í tæka tíð. Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins sitja nú á fundi og reyna að ná samningum áður en verkfallið skellur á en það á að hefjast klukkan sex á morgun. Fyrirséð er að það muni hafa áhrif á tugþúsundir farþega. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að flugvirkjar færu fram á tuttugu prósenta launahækkun í viðræðunum. Segir Sigurður Ingi að slík krafa verði að teljast nokkuð brött. „Ef það er rétt að menn séu að tala um tuttugu prósent hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og þessa framtíð launastrúktúrsins í landinu,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hefur gefið út að það sé ekki á dagskrá að setja lög til þess að koma í veg fyrir verkfallið. Ábyrgð deiluaðila sé þó skýr og hann treystir þeim til þess að komast að farsælli niðurstöðu. „Ég er bara sannfærður um það að þessir aðilar átti sig á sinni ábyrgð að það sé mikilvægt að hér á Íslandi geti verið efnahagslegur stöðugleiki og að allar stéttir landsins, þar með talið þær sem er í launadeilu í dag, geti unað viðunandi við sitt.“
Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45 Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00
Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Ef flug tefjast eða þeim er aflýst eiga farþegar rétt á því að flugfélagið verði þeim út um gistingu og fleira ef til verkfalls flugvirkja kemur. 16. desember 2017 10:45
Afbókanir berast vegna verkfallshótana "Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja. 16. desember 2017 07:00