Víkingur brillerar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 16. desember 2017 14:55 Það er kannski eðli máls samkvæmt að það sem aflaga fer í samfélaginu ratar fremur í fréttir en þegar allt gengur vel. Ef fréttirnar einar réðu því hvernig andlegt ástand okkar stendur af sér, þá værum við vart á vetur setjandi. En svo koma öðru hvoru ótrúlega jákvæðar og flottar fréttir sem minna mann á að út um allt er verið að gera frábæra hluti, í efnahagslífinu, í stjórnmálum og í menningarlífinu. Fyrir nokkrum dögum las ég frétt um að The New York Times hefði valið diskinn hans Víkings Heiðars sem einn af tuttu og fimm bestu diskum ársins. Það er alveg ótrúlega flott og ánægjulegt og ástæða fyrir okkur að vera stolt yfir afrekum þessa landa okkar. Víkingur var þarna í hópi fremstu tónlistarmanna heims, sómdi sér greinilega vel á meðal þeirra og augljóst að við megum búast við miklu af honum á næstu árum og áratugum. Ég keypti Glass diskinn eins og margir þegar hann kom út. Ég þekkti ekki verkin, en það hefur farið fyrir mér eins og fleirum að ég spila hann aftur og aftur og finnst hann betri og betri. En það hjálpar líka til að ég hef hlustað á Víking ræða um tónlistina og spila tóndæmi til skýringar en við það varð allt dýpra og meira gefandi. Víkingi er nefnilega ekki bara sú list gefin að spila á píanó þannig að heimurinn taki eftir, hann hefur líka frábæra gáfu þegar kemur að því að tala um tónlist og útskýra fyrir okkur, þessu venjulega fólki, leyndardóma tónlistarinnar. Til hamingju Víkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Það er kannski eðli máls samkvæmt að það sem aflaga fer í samfélaginu ratar fremur í fréttir en þegar allt gengur vel. Ef fréttirnar einar réðu því hvernig andlegt ástand okkar stendur af sér, þá værum við vart á vetur setjandi. En svo koma öðru hvoru ótrúlega jákvæðar og flottar fréttir sem minna mann á að út um allt er verið að gera frábæra hluti, í efnahagslífinu, í stjórnmálum og í menningarlífinu. Fyrir nokkrum dögum las ég frétt um að The New York Times hefði valið diskinn hans Víkings Heiðars sem einn af tuttu og fimm bestu diskum ársins. Það er alveg ótrúlega flott og ánægjulegt og ástæða fyrir okkur að vera stolt yfir afrekum þessa landa okkar. Víkingur var þarna í hópi fremstu tónlistarmanna heims, sómdi sér greinilega vel á meðal þeirra og augljóst að við megum búast við miklu af honum á næstu árum og áratugum. Ég keypti Glass diskinn eins og margir þegar hann kom út. Ég þekkti ekki verkin, en það hefur farið fyrir mér eins og fleirum að ég spila hann aftur og aftur og finnst hann betri og betri. En það hjálpar líka til að ég hef hlustað á Víking ræða um tónlistina og spila tóndæmi til skýringar en við það varð allt dýpra og meira gefandi. Víkingi er nefnilega ekki bara sú list gefin að spila á píanó þannig að heimurinn taki eftir, hann hefur líka frábæra gáfu þegar kemur að því að tala um tónlist og útskýra fyrir okkur, þessu venjulega fólki, leyndardóma tónlistarinnar. Til hamingju Víkingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun