Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 10:45 Minnie Driver var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Good Will Hunting árið 1997. Hún lék þar á móti fyrrverandi kærasta sínum, Matt Damon, sem hún gagnrýnir harðlega í viðtali við The Guardian. Vísir/AFP Breska leikkonan Minnie Driver segir að það sé í raun ómögulegt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna sem þurfa að þola kynferðislega áreitni og misnotkun dag hvern. Ummælin eru höfð eftir Driver í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Driver ræddi þar viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. „Litróf hegðunar“ Driver og Damon áttu í ástarsambandi á tíunda áratugnum og léku saman í Óskarsverðlaunamyndinni Good Will Hunting. Í viðtali, sem sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, var Damon inntur eftir viðbrögðum við #MeToo-byltingunni sem hófst eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Casey Affleck, sem stendur hér á milli bróður síns Ben Affleck og besta vinar hans, Matt Damon, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Damon og Ben Affleck hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að fordæma ekki hegðun Casey.vísir/getty Damon sagði meinta kynferðislega áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna fela í sér ákveðið „litróf hegðunar.“ Hann sagði mun á því að „klappa einhverjum á rassinn“ og nauðgun eða barnaníði. Taka þyrfti á málinu í öllum tilvikum en um eðlismun væri að ræða. Því bæri að forðast að blanda slíkum atvikum saman. Driver lýsti yfir óánægju sinni með ummæli leikarans. „Guð minn góður, í alvörunni?“ ritaði hún í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Alyssa Milano, ein þeirra fyrstu sem kom #MeToo-myllumerkinu á kortið, skipaði sér til að mynda í lið með starfssystur sinni og deildi færslunni. God God, SERIOUSLY? https://t.co/NDZFrLDXil— Minnie Driver (@driverminnie) December 15, 2017 Í viðtali við The Guardian á laugardag tjáði Driver sig enn frekar um málið. „Ég þurfti nauðsynlega að segja eitthvað. Ég hef áttað mig á því að flestir karlmenn, góðir menn, mennirnir sem ég elska, það eru ákveðin mörk. Þeir geta einfaldlega ekki skilið hvað kynferðisofbeldi er, þegar það er daglegt brauð,“ sagði Driver. „Ég held í hreinskilni sagt að þangað til við verðum á sömu blaðsíðu, þá geturðu ekki rætt kynferðisofbeldi við konuna sem verður fyrir því. Karlmaður getur ekki gert það. Enginn getur það. Þetta er svo einstaklingsbundið og persónulegt að það er særandi þegar valdamikill karlmaður stígur fram og byrjar að setja skilmála.“ Nauðsynlegt að góðir og klárir menn taki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi Damon tjáði sig enn fremur um ásakanirnar sem bornar hafa verið á hendur Weinstein, þingmanninum Al Franken, Kevin Spacey og grínistanum Louis CK. Damon lofaði þann síðastnefnda í hástert fyrir að sýna augljósa iðrun vegna gjörða sinna. Louis CK játaði á dögunum að hafa ítrekað fróað sér fyrir framan konur, þvert á samþykki þeirra. „Ég þekki ekki Louis CK. Ég hef aldrei þekkt hann. Ég er aðdáandi hans, en ég held að hann muni ekki sýna af sér þessa hegðun aftur,“ sagði Damon. Driver var einnig óánægð með þessi ummæli og sagði hugsunarháttinn skaðlegan. „Ef góðir menn eins og Matt Damon hugsa svona þá erum við í helvíti miklum vandræðum. Við þörfnumst þess að góðir og klárir menn segi að þetta sé allt saman slæmt, fordæmi þetta allt og byrji upp á nýtt.“ Leikkonan Mia Sorvino steig nýlega fram og sagði Harvey Weinstein ástæðu þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Sorvino er ein fjölmargra kvenna sem sakað hafa valdamenn í Hollywood um kynferðislega áreitni. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54 Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47 „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Breska leikkonan Minnie Driver segir að það sé í raun ómögulegt fyrir karlmenn að setja sig í spor kvenna sem þurfa að þola kynferðislega áreitni og misnotkun dag hvern. Ummælin eru höfð eftir Driver í viðtali við breska dagblaðið The Guardian. Driver ræddi þar viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. „Litróf hegðunar“ Driver og Damon áttu í ástarsambandi á tíunda áratugnum og léku saman í Óskarsverðlaunamyndinni Good Will Hunting. Í viðtali, sem sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, var Damon inntur eftir viðbrögðum við #MeToo-byltingunni sem hófst eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Casey Affleck, sem stendur hér á milli bróður síns Ben Affleck og besta vinar hans, Matt Damon, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Damon og Ben Affleck hafa báðir verið gagnrýndir fyrir að fordæma ekki hegðun Casey.vísir/getty Damon sagði meinta kynferðislega áreitni af hálfu valdamikilla karlmanna fela í sér ákveðið „litróf hegðunar.“ Hann sagði mun á því að „klappa einhverjum á rassinn“ og nauðgun eða barnaníði. Taka þyrfti á málinu í öllum tilvikum en um eðlismun væri að ræða. Því bæri að forðast að blanda slíkum atvikum saman. Driver lýsti yfir óánægju sinni með ummæli leikarans. „Guð minn góður, í alvörunni?“ ritaði hún í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Alyssa Milano, ein þeirra fyrstu sem kom #MeToo-myllumerkinu á kortið, skipaði sér til að mynda í lið með starfssystur sinni og deildi færslunni. God God, SERIOUSLY? https://t.co/NDZFrLDXil— Minnie Driver (@driverminnie) December 15, 2017 Í viðtali við The Guardian á laugardag tjáði Driver sig enn frekar um málið. „Ég þurfti nauðsynlega að segja eitthvað. Ég hef áttað mig á því að flestir karlmenn, góðir menn, mennirnir sem ég elska, það eru ákveðin mörk. Þeir geta einfaldlega ekki skilið hvað kynferðisofbeldi er, þegar það er daglegt brauð,“ sagði Driver. „Ég held í hreinskilni sagt að þangað til við verðum á sömu blaðsíðu, þá geturðu ekki rætt kynferðisofbeldi við konuna sem verður fyrir því. Karlmaður getur ekki gert það. Enginn getur það. Þetta er svo einstaklingsbundið og persónulegt að það er særandi þegar valdamikill karlmaður stígur fram og byrjar að setja skilmála.“ Nauðsynlegt að góðir og klárir menn taki afgerandi afstöðu gegn ofbeldi Damon tjáði sig enn fremur um ásakanirnar sem bornar hafa verið á hendur Weinstein, þingmanninum Al Franken, Kevin Spacey og grínistanum Louis CK. Damon lofaði þann síðastnefnda í hástert fyrir að sýna augljósa iðrun vegna gjörða sinna. Louis CK játaði á dögunum að hafa ítrekað fróað sér fyrir framan konur, þvert á samþykki þeirra. „Ég þekki ekki Louis CK. Ég hef aldrei þekkt hann. Ég er aðdáandi hans, en ég held að hann muni ekki sýna af sér þessa hegðun aftur,“ sagði Damon. Driver var einnig óánægð með þessi ummæli og sagði hugsunarháttinn skaðlegan. „Ef góðir menn eins og Matt Damon hugsa svona þá erum við í helvíti miklum vandræðum. Við þörfnumst þess að góðir og klárir menn segi að þetta sé allt saman slæmt, fordæmi þetta allt og byrji upp á nýtt.“ Leikkonan Mia Sorvino steig nýlega fram og sagði Harvey Weinstein ástæðu þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. Leikstjórinn Peter Jackson sagði í viðtali í vikunni að hann telji að Weinstein bræðurnir hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Harvey kynferðislega. Sorvino er ein fjölmargra kvenna sem sakað hafa valdamenn í Hollywood um kynferðislega áreitni.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54 Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03 Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29 Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47 „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Kenna þolandanum um endalok House of Cards Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. 3. desember 2017 15:54
Upplestur á #metoo sögum í Borgarleikhúsinu í dag Íslenskar konur koma saman lesa upp úr sögum ólíkra hópa. 10. desember 2017 09:00
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06
Al Franken segir af sér Þingmaðurinn gagnrýndi Trump og Repúblikana um leið og hann tilkynnti ákvörðun sína. 7. desember 2017 17:03
Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. 13. desember 2017 21:29
Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. 10. nóvember 2017 19:47
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00