Körfubolti

Warriors-menn ætla ekki inn í klefa í hálfleik

Kerr ásamt leikmönnum sínum.
Kerr ásamt leikmönnum sínum. vísir/getty
Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, segir að hann ætli ekki að krefjast þess að leikmenn verði inn í búningsklefa í hálfleik þegar þeir mæta Los Angeles Lakers á morgun.

Leikurinn fer fram í Staples Center en í hálfleik verða treyjur Kobe Bryant hendar upp í rjáfur hallarinnar sem hann lék í sem leikmaður Lakers í tuttugu ár.

Til að heiðra hann hefur félagið tekið ákvörðun um að enginn leikmaður muni bera tölurnar 8 og 24 á bakinu þar sem Kobe lék í báðum treyjum á tíma sínum hjá félaginu.

Segist Kerr ekki geta ætlast til þess að leikmenn muni missa af því þegar sögulegur atburður á borð við þetta eigi sér stað þar sem þeir verði í höllinni.

„Þetta verður frábær upplifun að sjá félagið heiðra einn af bestu leikmönnum allra tíma með því að hengja treyju hans upp í rjáfur. Ef ég segi strákunum að koma að skoða klippur úr fyrri hálfleik mundu þeir horfa á mig eins og hálfvita.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×