Sá elsti heldur uppi heiðri gamla skólans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Hress. Hodgson er að vekja uppeldisfélagið til lífsins. vísir/getty Það hlógu margir þann 12. september síðastliðinn er Crystal Palace ákvað að ráða Roy gamla Hodgson sem knattspyrnustjóra félagsins. Þeir hinir sömu hlæja ekki mikið í dag. Hodgson hafði þá verið atvinnulaus síðan hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands lausu eftir tapið fyrir Íslandi á EM. Flestir héldu að hann fengi hreinlega ekki annað starf á ferlinum enda varð hann sjötugur í ágúst. Tankurinn er tómur sagði fólk. Kallinn er búinn að vera. Þegar Hodgson tók við liðinu var Palace í ákaflega vondri stöðu. Liðið var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki búið að skora eitt einasta mark. Það var afar fátt sem hreinlega benti til þess að liðið gæti skorað. Það var allt í molum hjá félaginu.Í góðum félagsskap Stjórn Palace ákvað að reka Hollendinginn Frank de Boer eftir aðeins 77 daga í starfi og ákvað þess í stað að setja allt sitt traust á Hodgson. Félagið gaf honum tveggja ára samning. Galið, fannst ansi mörgum. Hodgson var þá fyrsti stjórinn yfir sjötugu sem fær þjálfarasamning í ensku úrvalsdeildinni og aðeins sá þriðji yfir sjötugu sem þjálfar í deildinni. Hinir voru sörarnir Bobby Robson og Alex Ferguson en það þurfti ekki að bjóða þeim neinn samning eftir sjötugt. Þeir voru í vinnu. Ekki ónýtur félagsskapur þarna hjá Hodgson.Loksins kominn heim Hodgson er alinn upp hjá Palace og mikill stuðningsmaður félagsins. Hann spilaði með unglingaliði félagsins frá 1963 til 1965 og svo með aðalliðinu leiktíðina 1965-66. Síðan þá hefur hann ekki unnið fyrir sitt félag en fékk tækifærið sjötugur eftir að hafa farið út um allan heim að þjálfa frá árinu 1976. Þjálfaraferillinn spannar því yfir 40 ár en fyrsta liðið sem hann þjálfaði var Halmstad í Svíþjóð. Róm var ekki byggð á einum degi og það tók Hodgson tíma að berja sjálfstraust og trú í lið Palace. Fyrsti sigurinn undir hans stjórn kom í öðrum leik er liðið skellti Huddersfield í deildabikarnum.Byrjaði á að vinna Chelsea Fyrsti sigurinn í deildinni kom þó ekki fyrr en í fjórða leik liðsins undir hans stjórn þar. Sá sigur var líka af dýrari gerðinni. 2-1 sigur á Chelsea þann 14. október eða rúmum mánuði eftir að hann tók við liðinu. Í hönd fóru betri tímar. Palace sat lengi fast á botni úrvalsdeildarinnar en smám saman kom sjálfstraust og stöðugleiki í liðið. Nú er staðan sú að það hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í deildinni sem er ótrúlegt. Liðið hefur unnið þrjá af þessum sjö leikjum og fjórir hafa endað með jafntefli. Síðasti tapleikur liðsins var þann 5. nóvember gegn Tottenham. Liðið hefur ekki tapað leik í tæplega einn og hálfan mánuð og á næst leik gegn Swansea á Þorláksmessu.Það er gaman hjá Hodgson.vísir/gettyLoksins mörk á útivelli Palace er búið vinna tvo leiki í röð og 0-3 útisigurinn á Leicester um helgina var einkar glæsilegur. Sérstaklega í ljósi þess að liðið hafði ekki skorað í tíu útileikjum í röð. Það er líka búið að halda hreinu í þremur útileikjum í röð en það er í fyrsta sinn í sögu Palace sem liðið nær þeim árangri. Eftir langa veru í fallsæti er Palace nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir voru ekki margir sem sáu það gerast fyrir jól eða yfirhöfuð. Liðið var dauðadæmt að flestra mati og þá sérstaklega þar sem félagið ákvað að ráða Hodgson.Leið illa á botninum Sá gamli hefur sýnt að hann kann enn ýmislegt fyrir sér í fræðunum og heldur áfram að troða upp í efasemdarmenn. „Okkar leið illa á botninum og það var oft erfitt að horfa upp töfluna og sjá hvað við vorum langt á eftir öllum hinum," sagði Hodgson. „En við höfum leikið mjög vel síðustu vikur og ef við spilum svona alveg fram í maí eigum við mjög góða möguleika á því að bjarga sæti okkar í deildinni. Liðið er að spila vel og því kom þessi sigur mér ekki á óvart." Hodgson þarf svo að sveifla töfrasprotanum með stæl á milli jóla og nýárs en þá spilar lið hans við bæði Arsenal og Man. City. Alvöru próf sem Palace fær þar. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Það hlógu margir þann 12. september síðastliðinn er Crystal Palace ákvað að ráða Roy gamla Hodgson sem knattspyrnustjóra félagsins. Þeir hinir sömu hlæja ekki mikið í dag. Hodgson hafði þá verið atvinnulaus síðan hann sagði starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands lausu eftir tapið fyrir Íslandi á EM. Flestir héldu að hann fengi hreinlega ekki annað starf á ferlinum enda varð hann sjötugur í ágúst. Tankurinn er tómur sagði fólk. Kallinn er búinn að vera. Þegar Hodgson tók við liðinu var Palace í ákaflega vondri stöðu. Liðið var búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki búið að skora eitt einasta mark. Það var afar fátt sem hreinlega benti til þess að liðið gæti skorað. Það var allt í molum hjá félaginu.Í góðum félagsskap Stjórn Palace ákvað að reka Hollendinginn Frank de Boer eftir aðeins 77 daga í starfi og ákvað þess í stað að setja allt sitt traust á Hodgson. Félagið gaf honum tveggja ára samning. Galið, fannst ansi mörgum. Hodgson var þá fyrsti stjórinn yfir sjötugu sem fær þjálfarasamning í ensku úrvalsdeildinni og aðeins sá þriðji yfir sjötugu sem þjálfar í deildinni. Hinir voru sörarnir Bobby Robson og Alex Ferguson en það þurfti ekki að bjóða þeim neinn samning eftir sjötugt. Þeir voru í vinnu. Ekki ónýtur félagsskapur þarna hjá Hodgson.Loksins kominn heim Hodgson er alinn upp hjá Palace og mikill stuðningsmaður félagsins. Hann spilaði með unglingaliði félagsins frá 1963 til 1965 og svo með aðalliðinu leiktíðina 1965-66. Síðan þá hefur hann ekki unnið fyrir sitt félag en fékk tækifærið sjötugur eftir að hafa farið út um allan heim að þjálfa frá árinu 1976. Þjálfaraferillinn spannar því yfir 40 ár en fyrsta liðið sem hann þjálfaði var Halmstad í Svíþjóð. Róm var ekki byggð á einum degi og það tók Hodgson tíma að berja sjálfstraust og trú í lið Palace. Fyrsti sigurinn undir hans stjórn kom í öðrum leik er liðið skellti Huddersfield í deildabikarnum.Byrjaði á að vinna Chelsea Fyrsti sigurinn í deildinni kom þó ekki fyrr en í fjórða leik liðsins undir hans stjórn þar. Sá sigur var líka af dýrari gerðinni. 2-1 sigur á Chelsea þann 14. október eða rúmum mánuði eftir að hann tók við liðinu. Í hönd fóru betri tímar. Palace sat lengi fast á botni úrvalsdeildarinnar en smám saman kom sjálfstraust og stöðugleiki í liðið. Nú er staðan sú að það hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í deildinni sem er ótrúlegt. Liðið hefur unnið þrjá af þessum sjö leikjum og fjórir hafa endað með jafntefli. Síðasti tapleikur liðsins var þann 5. nóvember gegn Tottenham. Liðið hefur ekki tapað leik í tæplega einn og hálfan mánuð og á næst leik gegn Swansea á Þorláksmessu.Það er gaman hjá Hodgson.vísir/gettyLoksins mörk á útivelli Palace er búið vinna tvo leiki í röð og 0-3 útisigurinn á Leicester um helgina var einkar glæsilegur. Sérstaklega í ljósi þess að liðið hafði ekki skorað í tíu útileikjum í röð. Það er líka búið að halda hreinu í þremur útileikjum í röð en það er í fyrsta sinn í sögu Palace sem liðið nær þeim árangri. Eftir langa veru í fallsæti er Palace nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Þeir voru ekki margir sem sáu það gerast fyrir jól eða yfirhöfuð. Liðið var dauðadæmt að flestra mati og þá sérstaklega þar sem félagið ákvað að ráða Hodgson.Leið illa á botninum Sá gamli hefur sýnt að hann kann enn ýmislegt fyrir sér í fræðunum og heldur áfram að troða upp í efasemdarmenn. „Okkar leið illa á botninum og það var oft erfitt að horfa upp töfluna og sjá hvað við vorum langt á eftir öllum hinum," sagði Hodgson. „En við höfum leikið mjög vel síðustu vikur og ef við spilum svona alveg fram í maí eigum við mjög góða möguleika á því að bjarga sæti okkar í deildinni. Liðið er að spila vel og því kom þessi sigur mér ekki á óvart." Hodgson þarf svo að sveifla töfrasprotanum með stæl á milli jóla og nýárs en þá spilar lið hans við bæði Arsenal og Man. City. Alvöru próf sem Palace fær þar.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira