Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 12:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. Vísir/AFP Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa brugðist reið við nýju stefnuskjali Hvíta hússins varðandi öryggi Bandaríkjanna þar sem Rússland og Kína eru skilgreind sem andstæðingar Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Kína kallar eftir því að Bandaríkin sætti sig við upprisu Kína og vinni með þeim með hag beggja ríkja í huga. Þá varaði ráðuneytið við því að átök myndu koma niður á báðum ríkjum og sagði að forsvarsmenn Bandaríkjanna ættu að láta af „kalda stríðs hugsunarhætti“ sínum. Rússar segja sömuleiðis að óásættanlegt sé að Bandaríkin komi fram við þá sem ógn. Öryggisstefnuskjal þetta er reglulega gefið út og iðulega án mikilla láta. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði útgáfu skjalsins hins vegar í gær og hélt ræðu í tilefni hennar.Hann sagði Bandaríkin ekki hafa áður staðið í álíka samkeppni og nú og að Kína og Rússland væru helstu ógnirnar gegn efnahagslegum yfirburðum Bandaríkjanna. Þá gagnrýndi hann fyrrverandi forseta Bandaríkjanna harðlega í ræðu sinni.Í umræddru skjali segir að Rússland og Kína reyni að standa í hárinu á Bandaríkjunum, draga úr mætti þeirra, áhrifum, öryggi og velferð.„Þessi ríki eru staðráðin í að draga úr frelsi og sanngirni markaða, að stækka herafla sína, stjórna flæði upplýsinga og gagna, bæla niður þegna sína og auka áhrif þeirra,“ segir í stefnuskjalinu. Stuðningur Bandaríkjanna við Taívan er ítrekaður í skjalinu og þar segir einnig að talað um að bæta samskipti Bandaríkjanna og ríkja í suðausturhluta Asíu. Kínverjar eiga í deilum við mörg þeirra ríkja þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp eyjur og komið vopnum fyrir á þeim.Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Varðandi Suður-Kínahaf segja Kínverjar að uppbygging þeirra þar sé í friðsamlegum tilgangi og það komi öðrum ríkjum í rauninni ekki við. Í skjalinu segir einnig að yfirvöld Kína steli tækni af Bandaríkjunum og lagt er til að dregið verði úr útgáfu landvistarleyfa til Kínverja sem ætla sér að stunda nám í vísindum, verkfræði og öðrum tæknigreinum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira