Þetta voru vinsælustu fréttirnar á árinu Ritstjórn skrifar 20. desember 2017 08:30 Líkamsímynd var stórt málefni á árinu, og mikil áhersla lögð á raunverulega líkama, slit og önnur húðeinkenni. Margar af vinsælustu fréttum ársins snerust einmitt um þetta, en einnig um lýtaaðgerðir, Díönu Prinsessu og Eddu Björgvinsdóttir á rauða dreglinum í Feneyjum. Hér koma mest lesnu fréttir ársins hjá Glamour. 1. Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Norska leikkonan Ulrikke Falch, sem aðdáendur norsku þáttana SKAM þekkja betur sem Vilde, er að slá í gegn á Instagram. Ásamt því að birta myndir og myndskeið af sér sem kitla hláturtaugarnar þá hefur Falch hrundið af stað svokallaðri post-it herferð á samfélagsmiðlinum þar sem hún hvetur fylgjendur sína að skilja eftir sig jákvæð og sjálfstyrkjandi skilaboð á post-it miðum út um allt. Myndir eru svo merktar með hasstagginu #postitgeriljaen eða #postitsquad. 2. „Ég birti þessa mynd fyrir ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri“ Leikkonan Hillary Duff birti mynd af sér á Instagram um helgina sem hefur farið á flug á samfélagsmiðlum. Ekki kannski beint vegna myndaefnisins heldur textans sem hún skrifar undir. Á myndinni stendur Duff á sundbolnum með son sinn í fanginu á ströndinni og skrifar undir að þessi myndbirting sé fyrir „allar ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri.“ 3. Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dagÞað eru ekki allir svo heppnir að fæðast með spékoppa, en þökk sé nýjustu lýtaaðgerðum þá er tiltölulega lítið mál að búa þá til. Þetta er ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag og hefur eftirsókn hennar þrefaldast á síðustu árum. Stjörnurnar Miranda Kerr og Harry Styles fæddust með náttúrulega spékoppa, og eru myndir af þeim oft notaðar til að selja fólki aðgerðina.4. Hunter McGrady markar nýja kynslóð fyrirsætnaFyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. 5. Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögðÍ seinustu viku var tilkynnt að Kendall Jenner yrði önnur fyrirsæta í sögu Pepsi til þess að leika í auglýsingu fyrir fyrirtækið. Cindy Crawford lék í eftirminnilegri auglýsingu á tíunda áratuginum.Þegar auglýsingin var frumsýnd í gær skildi hún eftir spurningamerki hjá mörgum áhorfendum. Í auglýsingunni má sjá sviðsett mótmæli þar sem Jenner er að sitja fyrir í grendinni. Í miðri myndatöku nær hún augnsambandi við einn mótmælandann, tekur af sér hárkolluna og dökka varalitinn og slæst í hópinn. 6. Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á ÓskarnumKlapp Nicole Kidman vakti mikla athygli eftir Óskarsverðlaunin sem fóru fram fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Margir netverjar hafa furðað sig á hversu sérstakt það er en loksins hefur Nicole útskýrt af hverju hún klappaði á þennan hátt. 7. Stolið af tískupallinum í París?Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum.8. Höfðu hist tólf sinnum fyrir brúðkaupiðDíana prinsessa, eða Díana Spencer eins og hún hét áður, þekkti prinsinn Charles sárálítið áður en þau giftu sig og hafði bara hitt hann tólf sinnum. Þetta kemur fram í nýjum heimildaþætti á sjónvarpsstöðinni CBS sem ber heitið Princess Diana: Her Life, Her Death, The Truth. Þar er farið yfir viðburðríkt líf Díönu, umdeilt hjónaband hennar við Charles og kvöldið sem hún lést. 9. „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“Leikkonunni Blake Lively var ekki skemmt yfir spurningum fréttamanns á Variety´s Power of Women viðburðinum á föstudaginn. Lively var mætt til að vekja athygli starfi sínu fyrir Child Rescue Coalition samtökin, sem meðal annars tekur á barnaklámi. Þegar fréttamaður spurði hana um í hverju hún væri, snöggreiddist Lively.„Í alvörunni? Á þessum viðburði ætlaru að spyrja mig um klæðaburðinn minn? Í alvörunni ... myndir þú spyrja karlmann að þessu?“10. Edda Björgvins stórglæsileg í FeneyjumÍslenska kvikmyndin Undir trénu er mætt á kvikmyndahátíðina í Feneyjum á Ítalíu og hefur heldur betur fengið góðar viðtökur. Þá sérstaklega leikkonan Edda Björgvinsdóttir sem þykir slá í gegn í myndinni. Það er gaman að sjá rauða dregilsmyndinnar frá Ítalíu og okkar kona er að sjálfsögðu stórglæsileg í svörtu síðkjól með gull útsaum á hliðunum og við hálsinn. Mest lesið Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Kristen Wiig er algjört kamelljón Glamour Líf og fjör á Secret Solstice Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Bpro dreifingaraðili ársins hjá LabelM Glamour Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Haustlegt dress vikunnar hjá Glamour Glamour
Líkamsímynd var stórt málefni á árinu, og mikil áhersla lögð á raunverulega líkama, slit og önnur húðeinkenni. Margar af vinsælustu fréttum ársins snerust einmitt um þetta, en einnig um lýtaaðgerðir, Díönu Prinsessu og Eddu Björgvinsdóttir á rauða dreglinum í Feneyjum. Hér koma mest lesnu fréttir ársins hjá Glamour. 1. Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Norska leikkonan Ulrikke Falch, sem aðdáendur norsku þáttana SKAM þekkja betur sem Vilde, er að slá í gegn á Instagram. Ásamt því að birta myndir og myndskeið af sér sem kitla hláturtaugarnar þá hefur Falch hrundið af stað svokallaðri post-it herferð á samfélagsmiðlinum þar sem hún hvetur fylgjendur sína að skilja eftir sig jákvæð og sjálfstyrkjandi skilaboð á post-it miðum út um allt. Myndir eru svo merktar með hasstagginu #postitgeriljaen eða #postitsquad. 2. „Ég birti þessa mynd fyrir ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri“ Leikkonan Hillary Duff birti mynd af sér á Instagram um helgina sem hefur farið á flug á samfélagsmiðlum. Ekki kannski beint vegna myndaefnisins heldur textans sem hún skrifar undir. Á myndinni stendur Duff á sundbolnum með son sinn í fanginu á ströndinni og skrifar undir að þessi myndbirting sé fyrir „allar ungar stelpur, mömmur og konur á öllum aldri.“ 3. Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dagÞað eru ekki allir svo heppnir að fæðast með spékoppa, en þökk sé nýjustu lýtaaðgerðum þá er tiltölulega lítið mál að búa þá til. Þetta er ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag og hefur eftirsókn hennar þrefaldast á síðustu árum. Stjörnurnar Miranda Kerr og Harry Styles fæddust með náttúrulega spékoppa, og eru myndir af þeim oft notaðar til að selja fólki aðgerðina.4. Hunter McGrady markar nýja kynslóð fyrirsætnaFyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. 5. Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögðÍ seinustu viku var tilkynnt að Kendall Jenner yrði önnur fyrirsæta í sögu Pepsi til þess að leika í auglýsingu fyrir fyrirtækið. Cindy Crawford lék í eftirminnilegri auglýsingu á tíunda áratuginum.Þegar auglýsingin var frumsýnd í gær skildi hún eftir spurningamerki hjá mörgum áhorfendum. Í auglýsingunni má sjá sviðsett mótmæli þar sem Jenner er að sitja fyrir í grendinni. Í miðri myndatöku nær hún augnsambandi við einn mótmælandann, tekur af sér hárkolluna og dökka varalitinn og slæst í hópinn. 6. Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á ÓskarnumKlapp Nicole Kidman vakti mikla athygli eftir Óskarsverðlaunin sem fóru fram fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Margir netverjar hafa furðað sig á hversu sérstakt það er en loksins hefur Nicole útskýrt af hverju hún klappaði á þennan hátt. 7. Stolið af tískupallinum í París?Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum.8. Höfðu hist tólf sinnum fyrir brúðkaupiðDíana prinsessa, eða Díana Spencer eins og hún hét áður, þekkti prinsinn Charles sárálítið áður en þau giftu sig og hafði bara hitt hann tólf sinnum. Þetta kemur fram í nýjum heimildaþætti á sjónvarpsstöðinni CBS sem ber heitið Princess Diana: Her Life, Her Death, The Truth. Þar er farið yfir viðburðríkt líf Díönu, umdeilt hjónaband hennar við Charles og kvöldið sem hún lést. 9. „Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“Leikkonunni Blake Lively var ekki skemmt yfir spurningum fréttamanns á Variety´s Power of Women viðburðinum á föstudaginn. Lively var mætt til að vekja athygli starfi sínu fyrir Child Rescue Coalition samtökin, sem meðal annars tekur á barnaklámi. Þegar fréttamaður spurði hana um í hverju hún væri, snöggreiddist Lively.„Í alvörunni? Á þessum viðburði ætlaru að spyrja mig um klæðaburðinn minn? Í alvörunni ... myndir þú spyrja karlmann að þessu?“10. Edda Björgvins stórglæsileg í FeneyjumÍslenska kvikmyndin Undir trénu er mætt á kvikmyndahátíðina í Feneyjum á Ítalíu og hefur heldur betur fengið góðar viðtökur. Þá sérstaklega leikkonan Edda Björgvinsdóttir sem þykir slá í gegn í myndinni. Það er gaman að sjá rauða dregilsmyndinnar frá Ítalíu og okkar kona er að sjálfsögðu stórglæsileg í svörtu síðkjól með gull útsaum á hliðunum og við hálsinn.
Mest lesið Drottning rauða dregilsins fagnar 70 ára afmæli í dag Glamour Kristen Wiig er algjört kamelljón Glamour Líf og fjör á Secret Solstice Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Bpro dreifingaraðili ársins hjá LabelM Glamour Lífræn húðvörulína sem heillar Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Sér eftir nektarmyndunum Glamour Haustlegt dress vikunnar hjá Glamour Glamour