Hunter McGrady markar nýja kynslóð fyrirsætna Ritstjórn skrifar 20. febrúar 2017 18:00 Hunter hefur verið flokkuð sem fyrirsæta í yfirstærð. Mynd/Sports Illustrated Fyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. Í dag er hún sögð vera næsta Ashley Graham, sem er þekktasta fyrirsætan í yfirstærð í heiminum í dag. Til þess að kynna útgáfu blaðsins mætti Hunter í gegnsæjum samfesting. Skilaboðin sem hún vildi senda með því dressi er að konur af öllum stærðum ættu að klæða sig nákvæmlega eins og þeim langar. Það að vera þyngri sé ekki samasem merki að það þurfi að klæða sig á ákveðinn hátt. Ekkert smá flott í líkamsmálingu.Mynd/Sports IllustratedHunter er stolt af líkama sínum eins og hann er.Hunter segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að mæta í þessum fötum á rauða dregilinn. Allar konur ættu að mega klæða sig í það sem þær vilja.Mynd/Getty Mest lesið Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Nicki Minaj og H&M í samstarfi Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Skær maskari hjá Dries Van Noten Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Margot Robbie í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour Frumkvöðull förðunarkennslumyndbandanna hættir Glamour
Fyrirsætan Hunter McGrady prýðir síður sundfataútgáfu Sports Illustrated. Þar situr hún fyrir nakin á ströndinni með líkamsmálingu. Frá því að myndirnar af henni voru opinberaðar í seinustu viku hefur hún vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir vaxtarlag sitt heldur skilaboðin sem hún vill senda. Þegar hún var yngi var hún töluvert grennri og var þá að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Hún segir það ekki átt við hana að vera alltaf að halda aftur að sér og borða aðeins salat í hvert mál. Þess vegna ákvað hún að leyfa líkamanum sínum að vera eins og hann er og halda áfram að starfa við það sem hún elskar. Í dag er hún sögð vera næsta Ashley Graham, sem er þekktasta fyrirsætan í yfirstærð í heiminum í dag. Til þess að kynna útgáfu blaðsins mætti Hunter í gegnsæjum samfesting. Skilaboðin sem hún vildi senda með því dressi er að konur af öllum stærðum ættu að klæða sig nákvæmlega eins og þeim langar. Það að vera þyngri sé ekki samasem merki að það þurfi að klæða sig á ákveðinn hátt. Ekkert smá flott í líkamsmálingu.Mynd/Sports IllustratedHunter er stolt af líkama sínum eins og hann er.Hunter segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að mæta í þessum fötum á rauða dregilinn. Allar konur ættu að mega klæða sig í það sem þær vilja.Mynd/Getty
Mest lesið Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Nicki Minaj og H&M í samstarfi Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Skær maskari hjá Dries Van Noten Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Margot Robbie í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour Frumkvöðull förðunarkennslumyndbandanna hættir Glamour