Stolið af tískupallinum í París? Ritstjórn skrifar 12. mars 2017 20:45 Glamour/Getty/AndriMarínó Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó Glamour Tíska Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Passa sig Glamour Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Leikarahópur Love Actually snýr aftur fyrir framhald Glamour
Það fór vafalaust ekki framhjá neinum að úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í gær og var mikið um dýrðir að venju en Svala Björgvinsdóttir og lagið Paper verða framlag Ísland í Kænugarði í vor. Það sem hefur vakið athygli er klæðaburður sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem var kynnir í gærkvöldi, og stóð sig mjög vel í því hlutverki. Samfestingurinn sem hún klæddist var þó kunnuglegur enda sást hann síðast á fyrirsætunni Gigi Hadid á tískupallinum í París í haust fyrir franska tískuhúsið Balmain þar sem yfirhönnuðurinn Olivier Rousteing ræður ríkjum. Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn klæddist var þó örlítið rauðari og beltið í öðrum stíl, og því ekki um hinn eina sanna Balmain samfesting að ræða. Hvað segja lesendur, hönnunarstuldur eða einungis innblástur frá pöllunum í París? Hvað ætli Rousteing finnist um málið?Meira um málið má lesa í Fréttablaðinu í fyrramálið.Af pöllunum í París í haust en samfestingurinn er úr vor-og sumarlínu Balmain.Ragnhildur Steinunn í Laugardalshöll í gærkvöldi. mynd/Andri Marínó
Glamour Tíska Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Passa sig Glamour Eru litaðir augnskuggar málið? Glamour Leikarahópur Love Actually snýr aftur fyrir framhald Glamour