Háskólinn grípur til aðgerða vegna kynferðislegrar áreitni Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 11:37 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Pjetur Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli. MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Háskóli Íslands hyggst grípa til aðgerða til að bregðast við fréttum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi gegn konum í vísindum. Í yfirlýsingu segja konurnar frá eigin reynslu þeirra af áreitni, þöggun og lítilsvirðingu í störfum sínum. Í yfirlýsingunni segir Jón Atli að mikilvægt sé að háskólasamfélagið hlusti á þessar raddir og bregðist við af fullri alvöru. Ábyrgð stjórnenda sé þar mikil. „Því vil ég taka skýrt fram að stjórnendur Háskóla Íslands standa með þolendunum og taka málstað þeirra alvarlega. Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið undir neinum kringumstæðum við Háskólann og getur slík hegðun leitt til áminningar og brottreksturs þeirra sem af sér brjóta,“ segir Jón Atli. Rektor segir að stjórnendur skólans munu ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Vinna sé þegar hafin við að skoða með hvaða móti sé hægt að fyrirbyggja og taka á vandamálinu til viðbótar við þær aðgerðir og úrræði sem nú þegar eru til staðar innan skólans. Endurskoðun jafnréttisáætlunar skólans stendur nú yfir og verður tekið mið af upplifun þolenda kynferðisofbeldis og áreitni í þeirri vinnu, segir í yfirlýsingu rektors. Þessar aðgerðir verða hluti af þeirri áætlun og verður ráðist í þær á næstunni: Fulltrúar kvenna í vísindum hafa kallað eftir því að umfang og eðli vandamálsins verði rannsakað ítarlega. Háskólinn lýsir sig reiðubúinn til að koma að því verkefni. Gerð verður könnun meðal nemenda og starfsfólks um kynferðislega áreitni og ofbeldi í Háskóla Íslands þar sem skoðað verður hvort konur og jaðarsettir hópar upplifi óvirðingu í samskiptum og samstarfi innan skólans. Háskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í kennslustundum til að auka þekkingu nemenda á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og verða þar kynnt þau úrræði sem skólinn hefur yfir að ráða. Skoðaðar verða leiðir til að koma í veg fyrir óviðeigandi og meiðandi ummæli í kennslukönnunum. Skipulögð verða námskeið fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands um gagnkvæma virðingu í samskiptum og hvernig megi fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi innan háskólasamfélagsins. Þegar horft er til langs tíma skiptir máli hvaða veganesti næstu kynslóðir fá þegar kemur að virðingu í samskiptum kynjanna. Því mun Háskóli Íslands skoða hvernig megi tryggja að þekking á jafnréttismálum verði hluti af kennara- og leikskólakennaranámi innan skólans. Ég hef nú þegar skipað starfshóp til að kanna hvaða frekari aðgerða sé þörf og mun starfshópurinn hafa samráð við fulltrúa kvenna í vísindum, fulltrúa nemenda og fagráð Háskóla Íslands. Að lokum vil ég segja að það er mikilvægt að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geti treyst því að vera örugg á vettvangi skólans, að þau séu metin að verðleikum og að þeirra rödd skipti máli. Því er mér ofarlega í huga þakklæti til þeirra kvenna sem hafa stigið fram og ég dáist að styrk þeirra. Heiðurinn er þeirra en skömmin er gerendanna,“ segir Jón Atli.
MeToo Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi 30. nóvember 2017 21:43 Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Konur í vísindaheiminum safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan stéttarinnar. Konur greina meðal annars frá áreitni reyndra fræði- og vísindamanna sem leiðbeina þeim í framhaldsnámi. 29. nóvember 2017 06:00