Messi skorinn niður af stalli sínum í heimalandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 22:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira