Hvetur konur til þess að kynna sér kraftlyftingar Aron Ingi Guðmundsson skrifar 5. desember 2017 12:18 „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar," segir sterkasta kona Íslands. mynd/kjóarnir „Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane. Aðrar íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
„Ég hvet bara stelpur til að kynna sér þetta og ekki vera hræddar. Það er ótrúlega skemmtilegt fólk í þessu og maður fær aldrei illt augnaráð, dómararnir eru meira að segja að styðja mann og andstæðingarnir líka. Svo myndast tengsl og fólk planar hittinga, æfingar og næstu mót. Það besta við þetta er að það geta allir tekið þátt, þú þarft ekkert að vera atvinnumaður til að keppa á móti.“ segir Bílddælingurinn Zane Kauzena sem vann mót síðastliðið haust þar sem keppt var um sterkustu konu landsins. Zane flutti til Íslands árið 2004 frá Lettlandi, og flutti til Bíldudals fyrir ári síðan. Hún segir að það sé engin tilviljun að mikið af aflraunafólki komi frá Vestfjörðum, þar sé svo hreint loft og minna stress. Hún hefur einungis æft aflraunalyftingar í rúmt ár og það var bróðir hennar sem veitti henni innblástur, en hann æfir greinina líka.„Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki," segir Zane.mynd/zane„Bróðir minn var búinn að æfa þetta í tvö eða þrjú ár. Við fórum saman í ræktina, þetta vatt upp á sig. Mér fannst bara svo gaman að vera með þessu fólki og fann að mér gekk vel og mér gekk rosalega vel á fyrsta mótinu mínu, þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir hún og bætir við að margar konur séu forvitnar um íþróttagreinina, en þori ekki að stíga út fyrir þægindarammann.Fær aðrar spurningar en karlarnir Zane segist finna fyrir ákveðnum fordómum að hún skuli stunda kraftlyftingar. „Margir eru hissa að kona sé að gera þetta, sérstaklega fæ ég margar spurningar frá eldra fólki. Svo eru sumir sem segja kannski við kærastann minn að hann þurfi nú að haga sér víst að konan sé að lyfta. Þetta er svolítið skrýtið því fólk færi aldrei að segja þetta við konu, að hún þyrfti að haga sér því maðurinn hennar væri svo sterkur. En svo finnst mörgum þetta svaka flott. Þetta er mikið vinsælla úti, þar eru mótin fjölmenn og áhorfendur margir og mótin standa yfir í tvo til þrjá daga. Okkur langar mikið að fá fleiri stelpur í hópinn svo hægt sé að halda fleiri og stærri mót.“ Kærasti Zane hefur staðið við bakið á henni sem stytta. „Hann er áhugasamur um hvað mér gengur vel og er duglegur að leita að mótum fyrir mig til að taka þátt í, sérstaklega mót sem eru erlendis. Ég er einmitt að stefna á mót sem heitir GPC og verður haldið í Frakklandi á næsta ári. Hann er líka duglegur að benda mér á þegar ég er að bæta mig. Svo hefur vinnustaðurinn minn stutt mig vel og sýnt þessu skilning. Það fyndna er að sonur minn sem verður 9 ára í vor er ekkert áhugasamur um þetta. Hann sýnir árangri bróðir míns meiri áhuga en veit ekki alveg hvað hann á að segja við mig eftir mót. Ég fæ mesta lagi „já flott hjá þér“ frá honum og svo ekkert meira,“ segir Zane.
Aðrar íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð