Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti.
Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs.
Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus.
Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.
Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX
— Financial Times (@FT) December 5, 2017