Tugir þúsunda stefna á HM í Rússlandi Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2017 10:30 Fleiri karlar sögðust ætla að fara til Rússlands en konur. Vísir/Garðar Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins ætla 14 prósent þeirra sem tóku afstöðu að rúlla til Rússlands að horfa á HM. Það gera um 37 þúsund manns, séu niðurstöðurnar yfirfærðar á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 1.316 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 4. desember. Spurt var: Ætlar þú á HM í Rússlandi 2018? Alls tóku 89 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, níu prósent voru óákveðin og tvö prósent svöruðu ekki spurningunni. Fjórtán prósent segjast ætla að fara til Rússlands og fylgjast með frumraun íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sé niðurstaðan yfirfærð á alla landsmenn á aldrinum 18 ára og eldri má áætla að rétt rúmlega 37 þúsund ætli að fara á HM. Þess má geta að talið var að átta prósent þjóðarinnar, eða 27 þúsund manns, hafi verið í Frakklandi á Evrópumótinu árið 2016. Mun fleiri í aldurshópnum 18-49 ætla til Rússlands á HM, eða 18 prósent, en þeir sem eru í hópnum 50 ára og eldri en aðeins sjö prósent svöruðu því játandi. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Ísland spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov en liðið er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Vinni Ísland D-riðilinn verður spilað í Nizhny Novgorod þann 1. júlí gegn liðinu í öðru sæti í C-riðli. Lendi íslenska landsliðið í öðru sæti riðilsins verður spilað við sigurvegarann í C-riðli í Kazan. Það er mikil ásókn í miða á leiki á HM í Rússlandi en miðasalan er opin út janúarmánuð. Ekki er um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ heldur er þetta í raun happdrætti. Knattspyrnusamband Íslands á rétt á átta prósentum miða í boði á leikina þrjá í riðlakeppninni. Leikirnir fara allir fram á 45 þúsund manna völlum þannig að Íslendingar geta fengið í kringum 3.600 miða. KSÍ segir frá því á heimasíðu sinni að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira