„Sjálfsmynd stelpna byrjar marktækt að þróast í neikvæða átt í kringum tíu til tólf ára aldur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:15 Kristín Tómasdóttir segir að henni hafi liðið eins og Bítlunum þegar hún hélt erindi fyrir fullum sal á foreldranámskeiði sem hún hélt á dögunum. Kristín Tómasdóttir gaf út bókina Sterkar stelpur í vikunni en um er að ræða sjálfsstyrkingarbók fyrir stúlkur á aldrinum sex til tólf ára. „Ég hef skrifað bækur fyrir unglingsstelpur og svo held ég sjálfstyrkingarnámskeið sem ég byggi á bókunum. Í tengslum við þessi verkefni var ég farin að fá mikið af fyrirspurnum frá foreldrum og kennurum hvort ég væri með eitthvað efni fyrir yngri stelpur, á aldrinum sjö til níu ára. Staðreyndin er því miður sú að við erum farin að sjá neikvæðari sjálfsmynd hjá yngri stelpum en áður. Þá erum við sem samfélag orðin meðvitaðri um hvað það er að vera með sterka sjálfsmynd og mikilvægi þess að sporna við neikvæðri þróun hennar og stunda markvissa sjálfsrækt,“ segir Kristín.Fræðir stelpurnar um sjálfsmynd„Mér fannst það spennandi áskorun að skrifa bók fyrir yngri markhóp í tengslum við sjálfstyrkingu og það kom mér að óvart að þó efnið sé mun einfaldara og minna en ég hef áður gert þá var alveg jafn krefjandi að skrifa það. Það er erfitt að setja flókna hluti fram á einfaldan hátt.“ Kristín segir að forsenda þess að vera með mikið og gott sjálfstraust í framtíðinni sé a styrkja sjálfsmyndina og trúir hún því að það sé aldrei hægt að byrja of snemma að vinna í því. „Sem betur fer er vandinn í flestum tilfellum ekki orðin mjög stór hjá stelpum frá sex til tólf ára ára, en mitt efni miðast fyrst og fremst að því að fyrirbyggja það að stelpur þrói með sér neikvæða sjálfsmynd. Það geri ég með því að fræða lesandann um hvað orðið sjálfsmynd merkir, hvernig við getum lært að þekkja okkar eigin sjálfsmynd og legg til leiðir til þess að sporna við neikvæðri þróun sjálfsmyndarinnar.“Bókin Sterkar stelpur er sjálfsstyrkingarbók fyrir stúlkur á aldrinum sex til 12 ára.Sjálfsmyndin þróast í neikvæða átt Hún segir að fyrir foreldra sé best að sjá engin merki heldur að reyna að koma í veg fyrir að þau birtist. „Rannsóknir sýna að sjálfsmynd stelpna byrjar marktækt að þróast í neikvæða átt í kringum tíu til tólf ára aldur. Þá sjá foreldrar oft skýr merki, til dæmis neikvætt sjálfstal, afleiðingar óraunhæfra útlitskrafna og almennt óöryggi. Ef við leggjum inn upplýsingar hjá börnunum okkar fyrir þetta tímabil þá getum við spornað við mjög miklu og minnkað þessi „merki“ til muna.“ Kristín byrjaði með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir sjö til níu ára stelpur í janúar á þessu ári. „Ég hef þurft að aðlaga og þróa kennsluefnið samhliða námskeiðunum og hef komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að kenna þessum aldurshópi er í gegnum leik og skemmtun. Stelpur á þessum aldri hafa gaman að því að pæla í sjálfum sér, þær hafa ekki enn öðlast þroska til þess að setja sig almennilega í spor annarra eða sjá heiminn út frá öðrum en sér. Þess vegna eru þær eins og svampur á kennsluefni sem snýr að því að skoða sjálfa sig. Þær drekka í sig upplýsingar um það hvernig þær geta verið ánægðari með sig, talað fallega til sín og hrósað sér í huganum. Ég myndi segja að það mikilvægasta við námskeið fyrir þennan aldurshóp er að það er svo auðvelt að kenna þeim þetta mikilvæga efni og þar af leiðandi leggja góðan og fyrirbyggjandi grunn að framtíð þeirra.“Kristín heldur erindi á foreldranámskeiðinu á Hilton.Eins og BítlarnirKristín bauð á dögunum upp á frítt námskeið fyrir foreldra barna og unglinga. Hún segir að viðbrögðin hafi verið hreint út sagt ótrúleg. „Okkur líður bara eins og við séum Bítlarnir að halda tónleika í Höllinni. Námskeiðið er stútfullt, það skráðu sig 300 foreldrar á einum sólarhring og við höfum ákveðið að halda auka námskeið þann 18. desember.“ Kristín heldur þar erindi um hugtakið sjálfsmynd og það hvernig foreldrar geta haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna sinna. Nánar má lesa um námskeiðið á Facebook síðunni Út fyrir kassann. „Á námskeiðinu förum við Bjarni Fritzson kollegi minn yfir góð ráð til þess að stuðla að jákvæðri sjálfsmynd barnanna okkar heima fyrir og aðstoða þau við að stunda markvissa sjálfsrækt. Örfá sæti eru laus á seinna námskeiðið og það er þátttakendum að kostnaðarlausu.“ Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Tómasdóttir gaf út bókina Sterkar stelpur í vikunni en um er að ræða sjálfsstyrkingarbók fyrir stúlkur á aldrinum sex til tólf ára. „Ég hef skrifað bækur fyrir unglingsstelpur og svo held ég sjálfstyrkingarnámskeið sem ég byggi á bókunum. Í tengslum við þessi verkefni var ég farin að fá mikið af fyrirspurnum frá foreldrum og kennurum hvort ég væri með eitthvað efni fyrir yngri stelpur, á aldrinum sjö til níu ára. Staðreyndin er því miður sú að við erum farin að sjá neikvæðari sjálfsmynd hjá yngri stelpum en áður. Þá erum við sem samfélag orðin meðvitaðri um hvað það er að vera með sterka sjálfsmynd og mikilvægi þess að sporna við neikvæðri þróun hennar og stunda markvissa sjálfsrækt,“ segir Kristín.Fræðir stelpurnar um sjálfsmynd„Mér fannst það spennandi áskorun að skrifa bók fyrir yngri markhóp í tengslum við sjálfstyrkingu og það kom mér að óvart að þó efnið sé mun einfaldara og minna en ég hef áður gert þá var alveg jafn krefjandi að skrifa það. Það er erfitt að setja flókna hluti fram á einfaldan hátt.“ Kristín segir að forsenda þess að vera með mikið og gott sjálfstraust í framtíðinni sé a styrkja sjálfsmyndina og trúir hún því að það sé aldrei hægt að byrja of snemma að vinna í því. „Sem betur fer er vandinn í flestum tilfellum ekki orðin mjög stór hjá stelpum frá sex til tólf ára ára, en mitt efni miðast fyrst og fremst að því að fyrirbyggja það að stelpur þrói með sér neikvæða sjálfsmynd. Það geri ég með því að fræða lesandann um hvað orðið sjálfsmynd merkir, hvernig við getum lært að þekkja okkar eigin sjálfsmynd og legg til leiðir til þess að sporna við neikvæðri þróun sjálfsmyndarinnar.“Bókin Sterkar stelpur er sjálfsstyrkingarbók fyrir stúlkur á aldrinum sex til 12 ára.Sjálfsmyndin þróast í neikvæða átt Hún segir að fyrir foreldra sé best að sjá engin merki heldur að reyna að koma í veg fyrir að þau birtist. „Rannsóknir sýna að sjálfsmynd stelpna byrjar marktækt að þróast í neikvæða átt í kringum tíu til tólf ára aldur. Þá sjá foreldrar oft skýr merki, til dæmis neikvætt sjálfstal, afleiðingar óraunhæfra útlitskrafna og almennt óöryggi. Ef við leggjum inn upplýsingar hjá börnunum okkar fyrir þetta tímabil þá getum við spornað við mjög miklu og minnkað þessi „merki“ til muna.“ Kristín byrjaði með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir sjö til níu ára stelpur í janúar á þessu ári. „Ég hef þurft að aðlaga og þróa kennsluefnið samhliða námskeiðunum og hef komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að kenna þessum aldurshópi er í gegnum leik og skemmtun. Stelpur á þessum aldri hafa gaman að því að pæla í sjálfum sér, þær hafa ekki enn öðlast þroska til þess að setja sig almennilega í spor annarra eða sjá heiminn út frá öðrum en sér. Þess vegna eru þær eins og svampur á kennsluefni sem snýr að því að skoða sjálfa sig. Þær drekka í sig upplýsingar um það hvernig þær geta verið ánægðari með sig, talað fallega til sín og hrósað sér í huganum. Ég myndi segja að það mikilvægasta við námskeið fyrir þennan aldurshóp er að það er svo auðvelt að kenna þeim þetta mikilvæga efni og þar af leiðandi leggja góðan og fyrirbyggjandi grunn að framtíð þeirra.“Kristín heldur erindi á foreldranámskeiðinu á Hilton.Eins og BítlarnirKristín bauð á dögunum upp á frítt námskeið fyrir foreldra barna og unglinga. Hún segir að viðbrögðin hafi verið hreint út sagt ótrúleg. „Okkur líður bara eins og við séum Bítlarnir að halda tónleika í Höllinni. Námskeiðið er stútfullt, það skráðu sig 300 foreldrar á einum sólarhring og við höfum ákveðið að halda auka námskeið þann 18. desember.“ Kristín heldur þar erindi um hugtakið sjálfsmynd og það hvernig foreldrar geta haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna sinna. Nánar má lesa um námskeiðið á Facebook síðunni Út fyrir kassann. „Á námskeiðinu förum við Bjarni Fritzson kollegi minn yfir góð ráð til þess að stuðla að jákvæðri sjálfsmynd barnanna okkar heima fyrir og aðstoða þau við að stunda markvissa sjálfsrækt. Örfá sæti eru laus á seinna námskeiðið og það er þátttakendum að kostnaðarlausu.“
Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira