Jón Trausti laus allra mála í Æsustaðamáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar atburða sem urðu á Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurstöðu héraðssaksóknara að ákæra ekki aðra en Svein Gest Tryggvason fyrir aðild að atburðum sem leiddu til dauða Arnars Jónssonar Aspar við Æsustaði í Mosfellssveit 7. júní síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í október, kærðu aðstandendur Arnars til ríkissaksóknara þá niðurstöðu héraðssaksóknara að fella niður mál gegn sakborningunum Ástu Hrönn Guðmundsdóttur, Jóni Trausta Lútherssyni, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnari Erni Kristinssyni. Í kærunni var þess krafist að héraðssaksóknara yrði falið að ákæra fleiri en einungis Svein Gest Tryggvason í málinu. Í niðurstöðu ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er fallist á forsendur héraðssaksóknara fyrir niðurfellingu málanna en einnig vísað til framburðar vitnis sem hafði góða yfirsýn yfir vettvanginn og lýsti með greinargóðum hætti hvernig Sveinn Gestur beitti Arnar ofbeldi án liðsinnis Jóns Trausta Lútherssonar. Þá vísar ríkissaksóknari einnig til dóms Hæstaréttar sem felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir Jóni Trausta. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á að Jón Trausti væri undir nægilega sterkum grun sem réttlætt gæti gæsluvarðhald. Að mati ríkissaksóknara eru mál á hendur öðrum en Sveini Gesti því ekki líkleg til sakfellis. Er því fallist á niðurstöðu héraðssaksóknara. Aðalmeðferð í máli Sveins Gests hefst á miðvikudag og því mikið í húfi fyrir ákæruvaldið að fá niðurstöðu í umrætt kærumál enda Jón Trausti og aðrir menn sem höfðu um tíma réttarstöðu sakborninga í málinu á vitnalista í málinu. „Vegna óvissu um réttarstöðu míns skjólstæðings tilkynnti ég dómara og ákæranda að hann gæfi ekki vitnaskýrslu í málinu nema niðurstaða lægi fyrir hvort réttarstaða hans tæki breytingum, enda réttindi þess sem gefur skýrslu sem sakborningur í máli gerólík stöðu þess sem gefur skýrslu sem vitni í sakamáli,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Trausta Lútherssonar. Sakborningi er ekki skylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök og hann getur ýmist neitað að gefa skýrslu um sakarefnið eða neitað að svara einstaka spurningum. Vitnum er hins vegar skylt að koma fyrir dóm til að svara munnlegum spurningum um málsatvik og ber að greina satt og rétt frá í öllu og svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. Aðspurður staðfestir Sveinn Andri að Jón Trausti gefi skýrslu við aðalmeðferðina sem vitni, nú þegar niðurstaða ríkissaksóknara liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Réttarhöldin yfir Sveini Gesti hefjast ekki fyrr en á miðvikudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar er framundan. 20. nóvember 2017 07:26
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Ríkissaksóknari hefur til skoðunar ákvörðun héraðssaksóknara um að ákæra ekki aðra sakborninga en Svein Gest Tryggvason vegna dauða Arnars Aspar. Kæra réttargæslumanns ættingja Arnars er grundvöllur endurskoðunarinnar. 26. október 2017 06:00