Erlent

Mugabe segir af sér

Robert Mugabe, forseti Simbambve.
Robert Mugabe, forseti Simbambve. Vísir/AFP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur sagt af sér embætti. Hann var settur af sem formaður í flokki sínum Zanu-PF um helgina, eftir að herinn tók vald í landinu í síðustu viku. Flokksmenn Mugabe og aðrir þingmenn stóðu í umræðum um vantrauststillögu gegn forsetanum sem lögð hafi verið fram til að ná honum úr embætti með löglegum hætti þegar hann sagði af sér.

Hinn 93 ára gamli Mugabe, sem hefur verið við völd frá árinu 1980 olli usla þegar hann vék Emmerson Mnangagwa, varaforseta landsins, úr embætti og ætlaði að tryggja það að eiginkona hans, Grace Mugabe, tæki við stjórnartaumnum á eftir honum.

Samkvæmt frétt BBC tilkynnti forseti þingsins að Mugabe hefði sagt af sér nú fyrir skömmu. Mikil fagnaðarlæti brutust út í þingsalnum og sömuleiðis er fagnað á götum Harare, höfuðborgar Simbabve.


Tengdar fréttir

Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram

Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum.

Frestur Mugabe runninn út

Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér.

Undirbúa embættissviptingu Mugabe

Simbabveska þingið kemur að öllum líkindum saman í dag. Tillaga um að svipta Robert Mugabe forseta embætti gæti verið afgreidd áður en dagurinn er úti. Yfirgnæfandi meirihluti sagður fyrir tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×