Listrænn stjórnandi Pixar fer í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 23:03 John Lasseter. vísir/getty John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
John Lasseter, listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins Pixar and Walt Disney Animation, er farinn í sex mánaða leyfi vegna ásakana um að hann hafi kynferðislega áreitt starfsmenn fyrirtækisins. Lasseter baðst í dag afsökunar á því sem hann kallar mistök sín en Hollywood Reporter var með frétt í smíðum um ásakanirnar á hendur Lasseter þegar hann tilkynnti starfsmönnum Pixar að hann væri á leið í leyfi. Á meðal þess sem Lasseter er sakaður um er að hafa klipið og kysst konur sem störfuðu hjá fyrirtækinu án þess að þær vildu það og komið með athugasemdir um útlit þeirra. Lasseter er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Pixar en árið 2006 keypti Disney fyrirtækið og Lasseter varð þá listrænn stjórnandi. Lasseter leikstýrði meðal annars Toy Story og Toy Story 2 og þá er hann aðalframleiðandi eða framleiðandi nánast allra mynda sem Pixar and Walt Disney Animation gera. Það þarf því engum að dyljast hversu valdamikill hann var innan fyrirtækisins. Í bréfi sem Lasseter sendi starfsmönnum Pixar í dag segir hann að honum hafi verið bent á að hann hafi látið sumum starfsmönnunum líða óþægilega. Þá hafi sumum ekki fundist sem hann sýndi þeim virðingu. Lasseter segir að slík hegðun hafi aldrei verið ætlun hans. „Þið skiptið mig öllu máli og mig langar að biðja ykkur öll afsökunar ef ég hef brugðist ykkur. Mig langar sérstaklega að biðja þau ykkar afsökunar sem hafa fengið frá mér faðmlag sem þið vilduð ekki eða einhvers konar aðra snertingu sem fór yfir ykkar mörk. Það er alveg sama þó að ég hafi meint vel, allir eiga rétt á að setja sín mörk og að þau séu virt,“ segir Lasseter meðal annars í bréfinu.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45 Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52 Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Charlie Rose rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Átta samstarfskonur hafa sakað fréttamann 60 mínútna um kynferðislega áreitni. 21. nóvember 2017 08:45
Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur „Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann.“ sagði Donald Trump um frambjóðanda repúblikana sem er sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlkum á árum áður. 21. nóvember 2017 21:52
Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. 20. nóvember 2017 12:17