Út með smáatriði og inn með pönkið Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. nóvember 2017 11:00 Hljómsveitin Sykur snýr aftur og má alveg búast við einhverjum tryllingi. Mynd/Dýrfinna Benita „Tilefnið er það að við erum búin að vera á fullu að semja nýja tónlist síðustu mánuði og langar að spila lögin fyrir okkar fólk á Íslandi sem fyrst. Það er löngu kominn tími á almennilegt Sykurpartí, en við höfum verið fremur hljóð að undanförnu og við höfum mest verið að spila utan landsteinanna. Við söknum þess að spila fyrir íslenska aðdáendur okkar,“ segir Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri, en Sykur snýr nú loksins aftur með nýtt efni í pokahorninu og tónleika handan við hornið, en sveitin hyggst spila á skemmtistaðnum Húrra þann 16. desember.Nú er orðið nokkuð langt síðan að þið gáfuð síðast út plötu – hver er ástæðan fyrir því og hvers vegna er verið að ráðast í þetta akkúrat núna? „Ástæðurnar eru margar, við höfum verið að einbeita okkur að námi og vinnu en líka verið mikið bara í stúdíóinu að prófa alls konar nýtt, sem er tímafrekur en spennandi prósess. En við teljum okkur núna vera búin að finna ákveðinn tón sem okkur langar að taka miklu lengra. Það er svo algengt að hanga á verkefnum, sérstaklega ef þau tengjast listsköpun. Við tókum þá ákvörðun að senda frá okkur það efni sem við höfum verið að semja í stað þess að liggja yfir því mánuðum saman. Þannig er þetta partí til að fagna nýrri stefnu, nýju verkferli. Út með smáatriði og inn með pönkið.“Þessi plata – er þetta „vintage“ Sykur eða er verið að smíða eitthvað algjörlega nýtt? „Bara alls konar! Við fáum áhrif úr öllu umhverfinu. Nýtt trap og gamalt barokk, þetta hefur allt áhrif. Svo er spurning hvað af því síast inn. Auðvitað er alltaf Sykurkeimur af því, sem fylgir okkar hóp. Sum lögin eru kannski svipuð og fyrsta platan okkar, Frábært eða frábært, en svo eru líka lög sem eru eitthvað alveg nýtt. Við byrjum venjulega á að semja grunna, án söngs, og svo semur Agnes söng og texta yfir og þegar hún kemst á skrið eiga lögin til að teygjast út fyrir upphaflegu hugmyndina, sem er mjög skemmtilegur prósess og maður veit aldrei alveg hvar hann endar eða hvert hann leiðir okkur!“Tónleikar í desember – má tala um þetta sem jólatónleika? Það virðast allir vera að detta inn á jólatónleikamarkaðinn núna í miðju góðærinu. „Það verður Jesús og það verður prestur og engill og svo ætla bæði Bó og Bónó að koma og blessa tónleikagesti með vígðu vatni. Jólakötturinn má bara skammast sín því enginn á að skipta sér af því í hverju þið mætið.“Ný plata – þýðir þetta ekki sturlaða tónleikakeyrslu allt næsta ár? „Jú! Það eru klárlega fleiri Sykurtónleikar hérlendis í vændum. Við höfum aðallega verið að spila á tónleikum í útlöndum upp á síðkastið en verðum duglegri við að spila hérlendis. Hæ Ísland, hvað segiði?“ Tónleikar Sykurs fara, eins og fyrr segir, fram á Húrra þann 16. desember og hægt er að næla sér í miða á tix.is. Um upphitun sér söngkonan GDRN en hún hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið.Hér fyrir neðan má sjá gamla upptöku af laginu Messy Hair með Sykur frá 2012 þegar sveitin spilaði í Poppskúrnum hér á Vísi. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Tilefnið er það að við erum búin að vera á fullu að semja nýja tónlist síðustu mánuði og langar að spila lögin fyrir okkar fólk á Íslandi sem fyrst. Það er löngu kominn tími á almennilegt Sykurpartí, en við höfum verið fremur hljóð að undanförnu og við höfum mest verið að spila utan landsteinanna. Við söknum þess að spila fyrir íslenska aðdáendur okkar,“ segir Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri, en Sykur snýr nú loksins aftur með nýtt efni í pokahorninu og tónleika handan við hornið, en sveitin hyggst spila á skemmtistaðnum Húrra þann 16. desember.Nú er orðið nokkuð langt síðan að þið gáfuð síðast út plötu – hver er ástæðan fyrir því og hvers vegna er verið að ráðast í þetta akkúrat núna? „Ástæðurnar eru margar, við höfum verið að einbeita okkur að námi og vinnu en líka verið mikið bara í stúdíóinu að prófa alls konar nýtt, sem er tímafrekur en spennandi prósess. En við teljum okkur núna vera búin að finna ákveðinn tón sem okkur langar að taka miklu lengra. Það er svo algengt að hanga á verkefnum, sérstaklega ef þau tengjast listsköpun. Við tókum þá ákvörðun að senda frá okkur það efni sem við höfum verið að semja í stað þess að liggja yfir því mánuðum saman. Þannig er þetta partí til að fagna nýrri stefnu, nýju verkferli. Út með smáatriði og inn með pönkið.“Þessi plata – er þetta „vintage“ Sykur eða er verið að smíða eitthvað algjörlega nýtt? „Bara alls konar! Við fáum áhrif úr öllu umhverfinu. Nýtt trap og gamalt barokk, þetta hefur allt áhrif. Svo er spurning hvað af því síast inn. Auðvitað er alltaf Sykurkeimur af því, sem fylgir okkar hóp. Sum lögin eru kannski svipuð og fyrsta platan okkar, Frábært eða frábært, en svo eru líka lög sem eru eitthvað alveg nýtt. Við byrjum venjulega á að semja grunna, án söngs, og svo semur Agnes söng og texta yfir og þegar hún kemst á skrið eiga lögin til að teygjast út fyrir upphaflegu hugmyndina, sem er mjög skemmtilegur prósess og maður veit aldrei alveg hvar hann endar eða hvert hann leiðir okkur!“Tónleikar í desember – má tala um þetta sem jólatónleika? Það virðast allir vera að detta inn á jólatónleikamarkaðinn núna í miðju góðærinu. „Það verður Jesús og það verður prestur og engill og svo ætla bæði Bó og Bónó að koma og blessa tónleikagesti með vígðu vatni. Jólakötturinn má bara skammast sín því enginn á að skipta sér af því í hverju þið mætið.“Ný plata – þýðir þetta ekki sturlaða tónleikakeyrslu allt næsta ár? „Jú! Það eru klárlega fleiri Sykurtónleikar hérlendis í vændum. Við höfum aðallega verið að spila á tónleikum í útlöndum upp á síðkastið en verðum duglegri við að spila hérlendis. Hæ Ísland, hvað segiði?“ Tónleikar Sykurs fara, eins og fyrr segir, fram á Húrra þann 16. desember og hægt er að næla sér í miða á tix.is. Um upphitun sér söngkonan GDRN en hún hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið.Hér fyrir neðan má sjá gamla upptöku af laginu Messy Hair með Sykur frá 2012 þegar sveitin spilaði í Poppskúrnum hér á Vísi.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira