Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 11:42 Ratko Mladic í dómsal árið 2011. Vísir/Getty Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira