Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 14:40 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar.
Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07
Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00
Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00
Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00