Ungu strákarnir þurfa að slá þá eldri út Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson skrifa 24. nóvember 2017 06:00 Hlynur Bæringsson er einn af reynsluboltunum í landsliðinu og það mun mæða mikið á honum í leik dagsins. vísir/ernir „Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Mér líður vel með þennan hóp. Ég held að við séum með lið sem er góð blanda,“ segir Craig Pedersen landsliðsþjálfari en hann verður án margra lykilmanna er Íslendingar mæta Tékkum ytra í dag í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2019. Í íslenska liðið vantar Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hörð Axel Vilhjálmsson, Elvar Má Friðriksson, Ægi Þór Steinarsson og Tryggva Snæ Hlinason. Það munar um minna. „Við erum með leiðtoga þarna í Hlyni, Martin og Hauki Helga. Leikur liðsins verður svolítið byggður upp á þeim og við höfum gert það áður. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við spilum saman eftir stuttan undirbúning,“ segir Pedersen sem hefur verið með liðið í höndunum í Tékklandi síðan á mánudag. Stærstu menn íslenska hópsins eru aðeins 200 sentimetrar að hæð en hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær Hlinason er ekki með þar sem félag hans, Valencia, er að leika Evrópuleik sama kvöld. Það er ekkert samstarf á milli Evrópudeildarinnar og Alþjóðakörfuboltasambandsins, FIBA, sem gerir það að verkum að Evrópuleikir eru spilaðir sömu kvöld og landsleikir með tilheyrandi veseni fyrir landsliðin. „Tryggvi getur breytt hlutunum hjá okkur á báðum endum vallarins. Við erum samt að reyna að vera jákvæðir fyrir þessari stöðu hans og höfum átt góð samtöl við hans félag. Vonandi fær hann að koma heim um helgina og spila með okkur heimaleikinn gegn Búlgaríu á mánudag.Craig Pedersen.vísir/ernirYngri þurfa að slá eldri út Það eru margir leikmenn að fá tækifæri núna og hópurinn er mikið breyttur frá EM síðasta sumar. Í hvaða átt vill Pedersen fara með liðið næstu árin? „Við erum að reyna að koma ungu kynslóðinni að en ég hef alltaf haft þá sýn að þeir þurfi að slá eldri mennina út. Við höfum rætt hvort við viljum byggja upp aftur eða reyna að komast áfram á lokamót. Við viljum frekar reyna að komast á lokamót í stað þess að falla langt niður er við förum í uppbyggingarferli. Nú finnst mér vera góð blanda í hópnum þar sem eldri mennirnir geta kennt þeim ungu mikið,“ segir Pedersen en hann býst við því að hans lið mæti jákvætt til leiks í dag. „Ég er að vona að liðið mæti ferskt til leiks. Síðasta sumar var erfitt með miklum ferðalögum og ég vona að strákarnir líti á þetta sem frí með vinum sínum þó svo við séum að keppa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að koma mönnum í form því það eru allir í toppformi.Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu á EM.Vísir/GettyDraumur að vinna báða leiki Pedersen segist renna frekar blint í sjóinn með þessa fyrstu tvo leiki en strákarnir eiga heimaleik gegn Búlgaríu á mánudag. „Það væri auðvitað algjör draumur að vinna báða leikina en ég held að ef við spilum vel þá sé allt hægt. Eins og í öllum íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vinna sína heimaleiki en við tökum þetta einn leik í einu,“ segir þjálfarinn en hann er að vonum ánægður með að hafa náð góðum undirbúningi í Tékklandi fyrir leikinn. „Það var ákveðið að gera þetta svona fyrir nokkru til þess að minnka álagið á strákunum sem spila í Evrópu. Spara þeim að þurfa að fljúga heim og svo aftur út tveimur dögum síðar. Þá ættu þeir að vera ferskari. Svo kom auðvitað í ljós að þrír þeirra geta ekki spilað með okkur en þetta gefur okkur samt aukaæfingar ytra og vonandi gerir það gæfumuninn fyrir okkur,“ segir Pedersen en leikurinn hefst klukkan 17.00.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira