Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 07:38 Donald Trump var maður síðasta árs að mat Time. VÍSIR/AFP Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins. Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira