Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2017 06:30 Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á söluhagnað einstaklinga af verðbréfum. vísir/daníel Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira