Dana White, forseti UFC, hefur viðurkennt í fyrsta skipti að svo kunni að fara að Conor McGregor stígi aldrei aftur inn í búrið.
Conor er orðinn vellauðugur eftir bardagann gegn Floyd Mayweather og þarf í raun aldrei að berjast aftur.
White segir að UFC hafi vonast eftir því að Conor myndi berjast á lokakvöldi ársins þann 30. desember. Af því varð ekki.
„Hann er ekki tilbúinn og það gæti vel farið svo að hann berjist aldrei aftur. Hann á hundrað milljónir dollara. Þetta er oft erfitt þegar menn verða ríkir,“ sagði White.
„Að rífa sig upp og láta lemja sig í andlitið er þú átt 100 milljónir dollara í bankanum er ekkert auðvelt. Peningar breyta öllu fyrir ansi marga. Þetta er ungur, ríkur maður sem er Guð í heimalandi sínu. Það er ekki hollt umhverfi heldur.“
Dana: Conor berst kannski aldrei aftur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
