Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur rekið þáttastjórnandann Matt Lauer vegna „óviðeigandi kynferðislegrar hegðunar“. Frá þessu segir á Twitter-síðu stöðvarinnar.
Hinn 59 ára Lauer hefur verið einn þáttastjórnanda The Today Show frá árinu 1994.
Í Twitter-færslunni segir að á mánudagskvöldið hafi stjórnendum stöðvarinnar borist ítarleg kvörtun frá starfsfélaga Lauer þar sem sagt er frá óviðeigandi kynferðislegri hegðun hans á vinnustað.
Ennfremur segir að ekki sé ástæða til að halda að um einangrað tilvik sé að ræða. Stöðin hafi því ákveðið að segja Lauer upp störfum.
Matt Lauer has been terminated from NBC News. On Monday night, we received a detailed complaint from a colleague about inappropriate sexual behavior in the workplace by Matt Lauer. As a result, we've decided to terminate his employment. pic.twitter.com/1A3UAZpvPb
— TODAY (@TODAYshow) November 29, 2017