Málar listaverk á laufabrauð: Fallegustu kökurnar geymdar í áraraðir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 20:30 Arna er ansi lunkin að mála á laufabrauð. Vísir / Úr einkasafni „Ég var mjög ung, sirka sex til sjö ára, þegar ég var byrjuð að sulla með matarliti á kökurnar heima hjá ömmu og afa í Miðkoti. Börnin mín voru síðan bara þriggja ára þegar þau byrjuðu að mála,“ segir Dalvíkingurinn Arna Gerður Hafsteinsdóttir. Sú skemmtilega hefð hefur fylgt fjölskyldu Örnu í rúm sjötíu ár að mála listaverk á nokkrar laufabrauðskökur áður en þær eru steiktar. Föðurafi Örnu byrjaði á þessari hefð í kringum 1945-6 og notaði þá eingöngu súpuliti til að föndra laufabrauðslistaverkin. Gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu.Vísir / Úr einkasafni „Hann og hans bræður voru miklir handverksmenn og voru allir í einhverju dundi. Þessi hefð kemur frá þeim, bræðrunum í Miðkoti,“ segir Arna sem hefur ekki séð þessa hefð í öðrum fjölskyldum enn sem komið er. „Fólk verður voðalega hissa þegar það sér þetta og hváir: Málið þið á kökur? Og borðið þetta svo?“ segir Arna og hlær, en rétt er að taka fram að þær kökur sem málað er á eru ekki borðaðar heldur eingöngu notaðar sem skraut. Sumar kökurnar eru alger listaverk.Vísir / Úr einkasafni Ekki gott að nota vatnsliti Málað er á laufabrauðskökurnar og þær síðan steiktar þegar búið er að steikja hefðbundna laufabrauðið sem fjölskyldan gæðir sér á um jólahátíðina. Eins og fyrr segir notaði afi Örnu súpuliti til að mála á kökurnar hér áður fyrr, en Arna hefur gert ýmsar tilraunir með liti í gegnum tíðina. „Síðar meir komu matarlitir til sögunnar og það er vel hægt að nota þá líka. Þá færðist meiri litagleði í þetta. Síðan byrjaði ég að prufa mig áfram, til dæmis með nýja tússliti sem virkaði vel. Þá varð miklu þægilegra að gera flottar kökur. Svo fór ég að nota akrýlmálningu og nota enn. Einu sinni prófaði ég vatnsliti en þeir hentuðu ekki heldur runnu dálítið mikið út þegar kökurnar voru steiktar,“ segir Arna. Kökurnar notaðar sem gluggaskraut.Vísir / Úr einkasafni Í dag steikir Arna eitthvað á milli þrjú og fjögur hundruð kökur með stórfjölskyldu sinni. Af þeim eru allt frá þremur og upp í átta málaðar. Hún segir að þessar tölur séu talsvert breyttar síðan afi hennar var og hét, en þá voru steiktar heldur færri kökur, sem þá voru heimagerðar og handskornar út með hníf, og stundum eingöngu ein kaka sem var máluð. „Þetta er mjög gaman og skemmtilegur siður,“ segir Arna og bætir við að hefðin sameini kynslóðir í fjölskyldunni. „Ég á fjögur barnabörn, fjórar stelpur, á aldrinum átta mánaða til ellefu ára. Þær fá allar að vera með. Það ræðst síðan hvort þær vilja halda í þennan sið með sínum fjölskyldum þegar þær verða eldri. Ég er 53ja ára og hef alltaf málað á kökur,” segir Arna, sem sækir stundum innblástur í gömul jólakort þegar hún málar á kökurnar. Og sumar laufabrauðskökurnar eru það vel gerðar að þær eru geymdar á milli hátíða. Listaverkin eru alls konar og fá allir að taka þátt, óháð aldri.Vísir / Úr einkasafni „Þegar við erum búin að steikja kökurnar þá bara skreytum við húsið með þeim. Hengjum þær í glugga og gardínur og hvar sem staður finnst. Og við meira að segja geymum nokkrar kökur á milli ára sem okkur fannst vera það fallegar að við tímdum ekki að henda. Ég held að foreldrar mínir eigi kökur sem eru orðnar fimmtán ára gamlar. Mjög fallegar kökur. Þær geymum við í stórum Mackintosh dósum með eldhúsbréfi á milli,“ segir Arna og bætir við. „Einu sinni gengum við svo langt með flotta köku að hún var límd saman með límbyssu, eingöngu til að halda í hana,” segir Arna og hlær. Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Ég var mjög ung, sirka sex til sjö ára, þegar ég var byrjuð að sulla með matarliti á kökurnar heima hjá ömmu og afa í Miðkoti. Börnin mín voru síðan bara þriggja ára þegar þau byrjuðu að mála,“ segir Dalvíkingurinn Arna Gerður Hafsteinsdóttir. Sú skemmtilega hefð hefur fylgt fjölskyldu Örnu í rúm sjötíu ár að mála listaverk á nokkrar laufabrauðskökur áður en þær eru steiktar. Föðurafi Örnu byrjaði á þessari hefð í kringum 1945-6 og notaði þá eingöngu súpuliti til að föndra laufabrauðslistaverkin. Gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu.Vísir / Úr einkasafni „Hann og hans bræður voru miklir handverksmenn og voru allir í einhverju dundi. Þessi hefð kemur frá þeim, bræðrunum í Miðkoti,“ segir Arna sem hefur ekki séð þessa hefð í öðrum fjölskyldum enn sem komið er. „Fólk verður voðalega hissa þegar það sér þetta og hváir: Málið þið á kökur? Og borðið þetta svo?“ segir Arna og hlær, en rétt er að taka fram að þær kökur sem málað er á eru ekki borðaðar heldur eingöngu notaðar sem skraut. Sumar kökurnar eru alger listaverk.Vísir / Úr einkasafni Ekki gott að nota vatnsliti Málað er á laufabrauðskökurnar og þær síðan steiktar þegar búið er að steikja hefðbundna laufabrauðið sem fjölskyldan gæðir sér á um jólahátíðina. Eins og fyrr segir notaði afi Örnu súpuliti til að mála á kökurnar hér áður fyrr, en Arna hefur gert ýmsar tilraunir með liti í gegnum tíðina. „Síðar meir komu matarlitir til sögunnar og það er vel hægt að nota þá líka. Þá færðist meiri litagleði í þetta. Síðan byrjaði ég að prufa mig áfram, til dæmis með nýja tússliti sem virkaði vel. Þá varð miklu þægilegra að gera flottar kökur. Svo fór ég að nota akrýlmálningu og nota enn. Einu sinni prófaði ég vatnsliti en þeir hentuðu ekki heldur runnu dálítið mikið út þegar kökurnar voru steiktar,“ segir Arna. Kökurnar notaðar sem gluggaskraut.Vísir / Úr einkasafni Í dag steikir Arna eitthvað á milli þrjú og fjögur hundruð kökur með stórfjölskyldu sinni. Af þeim eru allt frá þremur og upp í átta málaðar. Hún segir að þessar tölur séu talsvert breyttar síðan afi hennar var og hét, en þá voru steiktar heldur færri kökur, sem þá voru heimagerðar og handskornar út með hníf, og stundum eingöngu ein kaka sem var máluð. „Þetta er mjög gaman og skemmtilegur siður,“ segir Arna og bætir við að hefðin sameini kynslóðir í fjölskyldunni. „Ég á fjögur barnabörn, fjórar stelpur, á aldrinum átta mánaða til ellefu ára. Þær fá allar að vera með. Það ræðst síðan hvort þær vilja halda í þennan sið með sínum fjölskyldum þegar þær verða eldri. Ég er 53ja ára og hef alltaf málað á kökur,” segir Arna, sem sækir stundum innblástur í gömul jólakort þegar hún málar á kökurnar. Og sumar laufabrauðskökurnar eru það vel gerðar að þær eru geymdar á milli hátíða. Listaverkin eru alls konar og fá allir að taka þátt, óháð aldri.Vísir / Úr einkasafni „Þegar við erum búin að steikja kökurnar þá bara skreytum við húsið með þeim. Hengjum þær í glugga og gardínur og hvar sem staður finnst. Og við meira að segja geymum nokkrar kökur á milli ára sem okkur fannst vera það fallegar að við tímdum ekki að henda. Ég held að foreldrar mínir eigi kökur sem eru orðnar fimmtán ára gamlar. Mjög fallegar kökur. Þær geymum við í stórum Mackintosh dósum með eldhúsbréfi á milli,“ segir Arna og bætir við. „Einu sinni gengum við svo langt með flotta köku að hún var límd saman með límbyssu, eingöngu til að halda í hana,” segir Arna og hlær.
Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira