Króatískur stríðsglæpamaður lést eftir að hafa innbyrt eitur í dómsal Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 14:12 Slobodan Praljak drekkur hér eitrið sem varð honum að bana. vísir/epa Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést fyrr í dag eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Fréttaveita Sky greinir frá. Praljak tók þátt í þjóðernishreinsunum í Bosníu á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar falls Júgóslavíu. Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar bar Praljak upp lokaorð sín og gleypti eitrið. Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“Að neðan má sjá þegar dómur er kveðinn yfir Praljak og hann drekkur eitrið.Hreinsun á BosníumúslimumPraljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu. Í kjölfar stríðsins settu Sameinuðu þjóðirnar á laggirnar stríðsglæpadómstól sem ákært hefur 161 þátttakanda í stríðinu. Af þeim voru 90 dæmdir. Dómur var kveðinn yfir Praljak í dag en Vísir greindi einnig frá því á dögunum að einn af hershöfðingjum Bosníu-Serba, Ratko Mladic, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig:Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Tilskipun stríðsglæpadómstólsins (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia) sem settur var í kjölfar Bosníustríðsins rennur út um áramótin og er hann því í óða önn að taka fyrir mál þeirra sem þátt áttu í þjóðarmorðunum.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira