Draumar eru uppáhaldið mitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 09:30 Aldís með hrafninn Íó og Hafrúnu. Þau eru aðalsöguhetjur í Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói og ætluð börnum á grunnskólaaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma. Föndur Krakkar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma.
Föndur Krakkar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira